Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 16
19. JÚNÍ 2020 DV16 EYJAN
E f draga má lærdóm af máli Þorvaldar Gylfasonar, hagfræðipróf
essors við Háskóla Íslands,
varðandi þá ákvörðun fjár
málaráðuneytisins að mæla
ekki með honum til rit
stjórnarstarfa fyrir norræna
fræðatímaritið Nordic Econo
mic Policy Review, er sá lær
dómur að fræðimenn hafi
vissulega fullt málfrelsi, en
að orðum fylgi ábyrgð. Það er
álit fræðimanna við Háskóla
Íslands sem Eyjan ræddi við
í vikunni, í tilefni ummæla
Bjarna Benediktssonar fjár
málaráðherra, fyrir stjórn
skipunar og eftirlitsnefnd
Alþingis á mánudag, um að
fræðimenn gætu valdið sér
sjálfsskaða með því að fara
inn á vettvang stjórnmálanna
með stórvirkum hætti. Vísaði
Bjarni til þess þegar Þorvald
ur líkti Sjálfstæðismönnum
sem töluðu um lýðræði, við
nasista sem auglýstu gasgrill,
árið 2018.
Engar svarthvítar reglur
Hulda Þórisdóttir, dósent
í stjórnmálafræði, segir
fræðimenn ólíkar persónur,
sem þó eigi það sameiginlegt
að verða dæmdir af verkum
sínum:
„Fræðimenn hafa fullt
málfrelsi eins og annað fólk,
en ef ég tala opinberlega í
nafni minna fræða þarf ég
að geta bakkað það upp auð
vitað. Sumir hafa miklar
skoðanir og liggur mikið á
hjarta, meðan aðrir eru ekki
með eindregna afstöðu. En
það verða seint gerðar svart
hvítar reglur um þetta.“
Ekki hvetjandi fyrir
hvassyrta
„Burtséð frá persónum og
leikendum, ef maður lítur á
það sem út úr þessu ferli kem
ur, þá er það nú ekki beinlínis
hvetjandi fyrir þá sem eru í
akademíunni eða þá sem eru
starfsmenn ráðuneytanna,
að hafa sjálfstæða skoðun.
Þetta eru slæm skilaboð inn í
fræðasamfélagið,“ segir Þór
ólfur Matthíasson hagfræði
prófessor. Hann telur málið
hverfast um þröngsýni í fjár
málaráðuneytinu:
„Þeir sem eru dálítið hvass
yrtir, þó þeir séu afburða
fræðimenn eins og í þessu
tilfelli og þekktir utan land
steinanna, virðast ekki metnir
að verðleikum. Ekki er litið á
faglega getu í þessu samhengi,
heldur ræður eins konar
hrepparígur för.“
Öðruvísi ef „omvendt“
Aðspurður hvort hann teldi
líklegt að vinstristjórn myndi
ráða hægrisinnaðan fræði
mann til svipaðra starfa, ef
aðstæðum yrði snúið við, taldi
Þórólfur svo vera, nema um
ræddur maður væri Hannes
Hólmsteinn Gissurarson:
„Hannes er ekki hæfur til
slíkra starfa. Þarna er ólíku
saman að jafna. Það er stór
kostleg móðgun við Þorvald
að bera þá saman. En ef þetta
væru til dæmis Jón Daníels
son eða Þráinn Eggertsson, þá
er ég ekki viss um að vinstri
stjórn myndi þvælast jafn
mikið fyrir þeim og Sjálf
stæðisflokkurinn í tilfelli Þor
valdar.“
Segir frekar en þegir
Sjálfur segist Þórólfur hafa
fengið að kenna á því fyrir að
vera ekki „þægur“, þar sem
þvælst hafi verið fyrir honum
við gagnaöflun og vísinda
starfsemi sína:
„Já, ég finn vel fyrir því, ég
er ekki beðinn um að vera í
stjórnum, nefndum og ráðum
nema í undantekningartil
vikum. Ég efast ekki um að ef
ég hefði hagað málflutningi
mínum með öðrum hætti og
verið þægur, þá hefði það ef
laust skilað sér betur í budd
una. En það gerist oft að látið
er eins og maður hafi enga
þjálfun eða þekkingu á því
sem maður er að tjá sig um
og það er frekar hlægilegt
og kannski það sem verið er
að gefa í skyn í þessu máli,“
segir Þórólfur. Aðspurður um
hvort kunningjasamfélagið
hafi ráðið för í máli Þorvaldar,
líkt og Bjarni gaf í skyn, sagði
Þórólfur: „Mér fannst þetta nú
ómaklegt gagnvart aðila sem
kemur að vali Nóbelsverð
launahafa, en Bjarni þekkir
nú kunningjasamfélagið betur
en ég.“
Fullt málfrelsi
Stefanía Óskarsdóttir, dósent
í stjórnmálafræði, segir að
fræðimenn séu alltaf fræði
menn þegar þeir tali opinber
lega:
„Þá gildir þessi almenna
regla að hafa skal það sem
sannara reynist og hver mað
ur ber ábyrgð á eigin orðum.
Þeir sem eru í þessu starfi,
háskólakennarar, eru hvattir
til þess að leggja líka eitthvað
til samfélagsumræðunnar. Og
auðvitað hafa fræðimenn fullt
málfrelsi einnig.“
Stefanía segist hafa fengið
sinn skerf af gagnrýni, en
það falli undir akademískt
frelsi að fræðimenn eigi ekki
að þurfa að veigra sér við að
tjá sig opinberlega.
Klíkuskapur
Hannes Hólmsteinn Gissurar
son, prófessor í stjórnmála
fræði, telur málið byggjast á
klíkuskap:
„Málið snýst að mínum dómi
ekki um það, hvort fræðimenn
dæmi sig úr leik með ummæl
um sínum opinberlega. Það
fer eftir ummælum og verk
efnum, hvort það minnkar
getu þeirra til að sinna ein
hverjum verkefnum. Að vísu
er það svo um ummæli Þor
valdar, að hann hefur gert
lítið úr helför gyðinga með því
að vera í sífellu að líkja ein
hverjum tiltölulega saklausum
athöfnum Sjálfstæðismanna
við helförina. Eða þegar hann
spurði, hvort Sjálfstæðis
menn færu ekki bráðum að
heiðra Adolf Hitler fyrir að
hafa kennt sér ýmsar stjórn
málabrellur. Hér er gert lítið
úr mannvonsku nasista. Þessi
ummæli eru alveg á jaðri þess
sem talist getur boðlegt. Víða
erlendis myndu samtök gyð
inga gera alvarlegar athuga
semdir við þau og raunar líka
háskólayfirvöld. Þorvaldur
hefur einnig látið að því liggja
að einn turnanna í New York
hafi ekki fallið vegna hryðju
verkaárásarinnar 2001 og að
háttsettir aðilar í Lýðveldis
flokknum (Repúblikanar) hafi
látið myrða John F. Kennedy.
Mér finnst þessar kenningar
óneitanlega undarlegar.“
Ys og þys út af engu
„En málið snýst ekki um nein
af þessum ummælum Þor
valdar, þótt einhverjir kynnu
að telja þau sum, eða öll, bera
vott um minni dómgreind en
æskilegt er í trúnaðarstörf
úti í löndum, hvað sem líður
grúski uppi í háskólum. Málið
snýst um það, að sænski hag
fræðingurinn Lars Calmfors,
sem er einkavinur Þorvaldar,
ætlaði að troða honum í þetta
verkefni án þess að bera það
undir til þess bæra aðila.
Hann ætlaði að fara fram hjá
venjulegum og viðurkenndum
vinnuferlum. Þetta heitir
klíkuskapur og einkavinavæð
ing á íslensku. Allt er þetta
mál ys og þys út af engu.“ n
ÞETTA ERU MJÖG SLÆM SKILA-
BOÐ INN Í FRÆÐASAMFÉLAGIÐ
Trausti Salvar
Kristjánsson
traustisalvar@eyjan.is
Mál Þorvaldar
Gylfasonar
hefur vakið
mikla athygli í
vikunni og sitt
sýnist hverjum
um hæfi hans.
Stefanía
Óskarsdóttir
dósent í
stjórnmálafræði
Þórólfur
Matthíasson
hagfræði
prófessor
Hulda
Þórisdóttir
dósent í
stjórnmálafræði
Hannes
Hólmsteinn
Gissurarson
prófessor í
stjórnmálafræði
Bjarni Benediktsson á leið á opinn fund hjá stjórnskipunar og
eftirlitsnefnd í vikunni. MYND/VALLI
Ekki eru allir á eitt sáttir um hvort Þorvaldur Gylfason sé rétti
maðurinn til að ritstýra Nordic Economic Policy Review. MYND/GVA