Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 22
TÍMAVÉLIN mjúka svefnstóla, gott loft-ræstikerfi, ljós yfir hverju sæti, sjónvarps- og mynd- bandstæki, kaffivélar og kæliskápa, útvörp, segul- bönd og hátalarakerfi og fleiri útgöngudyr, sem auð- velduðu farþegum inn- og útgöngu. Að fljúga hringinn með Flugleiðum Fyrir rúmum 30 árum buðu Flugleiðir upp á hringflug á einum mánuði. Þeir staðir sem voru í hringferðinni ásamt Reykjavík voru Ísa- fjörður, Akureyri, Egilsstaðir og Höfn. Kostaði hringferðar- miðinn litlar 10.500 krónur. Einnig buðu Flugleiðir upp á eins dags flugferðir með staðarleiðsögn til Ísafjarðar, Akureyrar, Egilsstaða og Vestmannaeyja. Flogið var frá Reykjavík að morgni og til baka að kvöldi. Sumarfrí jurtaætunnar Vegan lífsstíll er alltaf að verða meira áberandi á Ís- landi. Margar sjoppur bjóða upp á vegan valkosti í bland við hamborgara og pylsur. Ef lesin er úttekt sem DV gerði á sumarfríi „jurtaætunnar“ árið 2001, má ætla að ein- staklingar sem velja vegan, eða grænmetisfæði, hafi ekki verið margir. Hjólhýsi algengari í Evrópu „Hjólhýsi eru einna sjald- gæfust hér á landi. Helst er að fólk kaupi sér hjólhýsi sem á sér fast land, sumarbústaða- land eða eitthvað slíkt. Þau hafa ekki fest rætur á Íslandi, því erfitt er að ferðast með þau hér. Hjólhýsi eru mjög stór og erfitt er að keyra með þau ef vegir eru ekki góðir.“ Svona hljóðar umfjöllun DV um hjólhýsi árið 1999. Vegir á landinu virðast hafa verið endurbættir. Hjólhýsi á veg- um landsins eru orðin algeng sjón og virðast vinsældir þeirra aðeins aukast. n S eint á síðustu öld voru ferðalög innanlands algeng á sumrin. Fjöl- breyttar rútuferðir voru vin- sælar þrátt fyrir mikla sam- keppni við einkabílinn. Rútudagurinn á BSÍ Þann 11. júní 1988 var Rútu- dagurinn haldinn hátíðlegur á Umferðarmiðstöðinni, eða BSÍ. Kemur þetta fram í Les- bók Morgunblaðsins sama dag. Samkvæmt Gunnari Sveinssyni, þáverandi fram- kvæmdarstjóra BSÍ, hafði rútufarþegum fækkað um 10% árlega í tvö til þrú ár á undan. Samkeppni við einka- bílinn og flug var að aukast, þrátt fyrir aukin gæði í rútum. Á þessum tíma innihélt hágæða rúta hágæða dún- Rútur þóttu bæði hipp og kúl á áttunda áratugnum svo ekki sé nú talað um hjólhýsi sem voru sjaldgæf sjón. Ef flugvél var fyrir valinu var hriungurinn í kringum landið falur fyrir 10.500 krónur. Rútudagurinn var haldinn til að vekja athygli á fyrirbærinu rúta, sem var orðin samgróið umhverfinu að sögn Gunnars Sveinssonar framkvæmdastjóra BSÍ. MYNDIR/TÍMARIT.IS Fyrir um 30 árum var áætlunarflug á Fagurhólsmýri. Sólgleraugun sem voru í tísku árið 1999 gætu slegið í gegn í ár. Hjólhýsi á vegum landsins í lok síðustu aldar voru sjalgæf sjón. Árið 2001 var mælt með því fyrir jurtaætur að lifa af því sem landið gefur af sér. Erfitt sumarfrí fyrir jurtaætur Á árum áður þótti það alls ekki sjálfsagt að henda sér upp í flugvél til Spánar þótt spáð væri rigningu í viku eða svo. 22 FÓKUS 19. JÚNÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.