Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR 19. JÚNÍ 2020 DV
V inalisti Donalds Trump Ba nd a r í kja forseta styttist, að því er virð
ist, með hverjum deginum um
þessar mundir. Hafa ýmsir
framámenn í Repúblikana
flokknum, auk hershöfðingja
og embættismanna, snúið baki
við forsetanum með opinber
um hætti.
Af fyrrverandi samstarfs
mönnum forsetans sem vinna
nú gegn baráttu hans fyrir
endurkjöri fer mest fyrir
John Bolton. Birtir hann í
óútkominni bók sinni sláandi
frásagnir af vafasömum emb
ættisfærslum og vanhæfni
Trumps. Einnig má nefna
hershöfðingja sem hafa talað
opinskátt gegn aðgerðum for
setans og forsetanum sjálfum,
en slíkt heyrði til algjörra
undantekninga áður fyrr og
hefur aldrei sést í þessum
mæli. Hershöfðingjarnir Col
in Powell, James „Mad Dog“
Mattis, Kelly, Milley, Allen,
Myers, Dempsey, Thomas,
Hayden, McRaven, Stavridis
og Mullen hafa allir viðrað
neikvæðar skoðanir sínar á
forsetanum.
Tvö stór mál skutust á dag
skrá á þessu kosningaári og
þykja Trump og ríkisstjórn
hans hafa brugðist illa við
þeim báðum. Þykir hann hafa
brugðist seint og illa við kór
ónaveirufaraldrinum í upphafi
árs, þrátt fyrir hans eigin orð
um annað. Enn fremur hafa
viðbrögð hans við ófriðaröldu
í kjölfar morðsins á George
Floyd vakið óhug og sundr
ungu innan hans eigin raða. Á
meðan lætur Biden lítið fara
fyrir sér, velur sér vandlega
stað og stund og leyfir Trump
að eiga sjónarsviðið. Virðist
kosningastjórn forsetaefnis
Demókrata, Joes Biden, ætla
að reiða sig á að Trump verði
sinn eigin versti óvinur, héðan
af sem hingað til.
Forskot Bidens
eykst til muna
Skoðanakannanir hafa sveifl
ast frá Trump undanfarið og
stuðningur við Biden aukist til
muna á sama tíma. Nate Silver,
stofnandi stjórnmálaskýringa
síðunnar 538, birti í vikunni
samantekt skoðanakannana,
sem bendir til 9% forystu Bi
dens. Eins og glöggt áhuga
fólk um bandarísk stjórnmál
þekkir, skipta skoðanakann
anir á landsvísu litlu máli,
enda baráttan um kjörmenn
háð á ríkjavísu. Þurfa fram
bjóðendur 270 kjörmenn til
að sigra og mælist Biden með
öruggan, eða líklegan, stuðn
ing hjá 248 þeirra og vantar
því aðeins 22 til að tryggja sér
sigur. Trump á vísan stuðning
204 kjörmanna og vantar því
talsvert fleiri í safnið eða 66.
Augu framboðanna beinast
því helst að þeim ríkjum þar
sem forsetaefnin geta sótt sér
þá kjörmenn sem þau vantar,
með sem minnstum tilkostn
aði. Þau ríki eru Arizona, Wis
consin, Pennsylvania, Norður
Karólína og Flórída.
Sveifluríkin fimm
Trump hefur lítið gert til þess
að vingast við kjósendur þess
ara ríkja undanfarið og ýmsar
uppákomur á kjörtímabilinu
vinna gegn honum. Til dæmis
eru kjósendur í Arizona (11
kjörmenn) minnugir kergj
unnar á milli Johns McCain,
öldungadeildarþingmanns
ríkisins, og Trumps. McCain
lést á kjörtímabilinu, en áður
hafði McCain gefið það opin
berlega út að hann vildi ekki
að Trump yrði viðstaddur út
för sína. McCain var gríðar
lega vinsæll í ríkinu og á milli
hans og Bidens ríkti vinskapur
úr öldungadeildinni, sem lík
legt er að Biden reyni að nýta
sér í baráttunni.
NorðurKarólína (15 kjör
menn) er suðurríki sem Hill
ary Clinton sigraði í í kosning
unum 2016, þó með aðeins um
3% mun. Hlutfallslega margir
íbúar í ríkinu eru svartir, sem
eru talsvert líklegri til þess
að styðja Biden. Sá stuðning
ur er þó ólíklegri til þess að
skila sér í kjörkassann, enda
minnihlutahópar ólíklegri til
þess að mæta á kjörstað. Það
er því viðbúið að framboð Bi
dens muni leggja höfuðáherslu
á að koma þessum atkvæðum
á kjörstað í nóvember.
Wisconsin (10 kjörmenn) og
Pennsylvania (20 kjörmenn)
eiga það sameiginlegt að vera
dreifbýl ríki, en með fjöl
mennar borgir inn á milli víð
áttumikilla sveita. Borgirnar
hafa í fyrri kosningum hallast
að Demókrötum, en sveitirnar
að Repúblikönum. Í síðustu
kosningum sigraði Trump Wis
consin með 0,77% atkvæða og
Pennsylvania með 0,72%. Það
er því ljóst að Trump má ekki
við miklu á þessum vígvöllum.
Flórída (29 kjörmenn) hefur
oftar en ekki verið sökudólgur
mikillar óreiðu í kosningum og
kosningabaráttu. Fylkið er víð
áttumikið með þéttum sveitum
og sterkar rætur til íhaldssam
rar hugmyndafræði suðursins.
Aftur á móti eru í Flórída einn
ig stórar borgir með stórum,
frjálslyndum háskólum og
fjölmennum og áhrifamiklum
minnihlutahópum. Má þar
nefna Orlando, Gainesville,
Tallahassee og auðvitað Mi
NÝJAR KANNANIR BENDA TIL
VAKTASKIPTA Í HVÍTA HÚSINU
Allt virðist ganga á afturfótunum og viðbrögð Trumps við COVID-19 faraldrinum og
mótmælum í kjölfar morðs George Floyd verða ekki gott veganesti í kosningarnar.
Heimir Hannesson
heimir@dv.is
Joe Biden er frambjóðandi Demókrata. MYND/GETTY Trump á undir högg að sækja í kosningabaráttunni. MYND/GETTY
Dreifing kjörmanna
Bláu ríkin hallast að Demókrötum og þau rauðu að Repúblikönum.
Um þau gráu verður barist næstu mánuði.
HEIMILD: 270TOWIN.COM
WA
12
OR
7
MT
3
ID
4 WY
3
ND
3
SD
3
NE
5
IA
6
MN
10
WI
10
IL
20
IN
11
MI
16
OH
18
PA
20
NY
29
VT
3
ME
4
NH
4
TN
11
KY
8
WV
5 VA13CO9
UT
6
AZ
11 NM5
TX
38
OK
7
KS
6
MO
10
AR
6
LA
8
MS
6
AL
9
GA
16
FL
29
SC
9
NC
15
NV
6
CA
55
AK
3
HI
4
MA
RI
CT
NJ
DE
MD
DC
ami. Þangað mun Biden sækja
sinn stuðning. Donald Trump
hefur eytt miklum frítíma
sínum í ríkinu og á þar eignir
sem hann dvelur stundum í.
Trump gjörsigraði forval Re
públikana árið 2016 og sigraði
Clinton með 1,2%. Þar, sem
víðar, munu úrslitin ráðast á
kosningaþátttöku minnihluta
hópa.
Lífróður Trump
Biden myndi nægja það eitt
að krækja í Flórída, eða ein
hver tvö önnur sveifluríki, til
að ná sér í þá kjörmenn sem
upp á vantar. Trump aftur á
móti þarf sigur í Flórída auk
þriggja annarra sveifluríkja,
eða að tapa Flórída en ná öll
um hinum fjórum.
Ef líklegar sviðsmyndir
eru settar upp, og miðað við
nýlegar og áreiðanlegar skoð
anakannanir, bendir mikill
meirihluti mögulegra úrslita
til sigurs Biden. n
11
4
7
14
3
10
3
183 29 36 86 79 42 83
Demókratar 248 204 Repúblikanar