Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR 19. JÚNÍ 2020 DV V inalisti Donalds Trump Ba nd a r í kja forseta styttist, að því er virð­ ist, með hverjum deginum um þessar mundir. Hafa ýmsir framámenn í Repúblikana­ flokknum, auk hershöfðingja og embættismanna, snúið baki við forsetanum með opinber­ um hætti. Af fyrrverandi samstarfs­ mönnum forsetans sem vinna nú gegn baráttu hans fyrir endurkjöri fer mest fyrir John Bolton. Birtir hann í óútkominni bók sinni sláandi frásagnir af vafasömum emb­ ættisfærslum og vanhæfni Trumps. Einnig má nefna hershöfðingja sem hafa talað opinskátt gegn aðgerðum for­ setans og forsetanum sjálfum, en slíkt heyrði til algjörra undantekninga áður fyrr og hefur aldrei sést í þessum mæli. Hershöfðingjarnir Col­ in Powell, James „Mad Dog“ Mattis, Kelly, Milley, Allen, Myers, Dempsey, Thomas, Hayden, McRaven, Stavridis og Mullen hafa allir viðrað neikvæðar skoðanir sínar á forsetanum. Tvö stór mál skutust á dag­ skrá á þessu kosningaári og þykja Trump og ríkisstjórn hans hafa brugðist illa við þeim báðum. Þykir hann hafa brugðist seint og illa við kór­ ónaveirufaraldrinum í upphafi árs, þrátt fyrir hans eigin orð um annað. Enn fremur hafa viðbrögð hans við ófriðaröldu í kjölfar morðsins á George Floyd vakið óhug og sundr­ ungu innan hans eigin raða. Á meðan lætur Biden lítið fara fyrir sér, velur sér vandlega stað og stund og leyfir Trump að eiga sjónarsviðið. Virðist kosningastjórn forsetaefnis Demókrata, Joes Biden, ætla að reiða sig á að Trump verði sinn eigin versti óvinur, héðan af sem hingað til. Forskot Bidens eykst til muna Skoðanakannanir hafa sveifl­ ast frá Trump undanfarið og stuðningur við Biden aukist til muna á sama tíma. Nate Silver, stofnandi stjórnmálaskýringa­ síðunnar 538, birti í vikunni samantekt skoðanakannana, sem bendir til 9% forystu Bi­ dens. Eins og glöggt áhuga­ fólk um bandarísk stjórnmál þekkir, skipta skoðanakann­ anir á landsvísu litlu máli, enda baráttan um kjörmenn háð á ríkjavísu. Þurfa fram­ bjóðendur 270 kjörmenn til að sigra og mælist Biden með öruggan, eða líklegan, stuðn­ ing hjá 248 þeirra og vantar því aðeins 22 til að tryggja sér sigur. Trump á vísan stuðning 204 kjörmanna og vantar því talsvert fleiri í safnið eða 66. Augu framboðanna beinast því helst að þeim ríkjum þar sem forsetaefnin geta sótt sér þá kjörmenn sem þau vantar, með sem minnstum tilkostn­ aði. Þau ríki eru Arizona, Wis­ consin, Pennsylvania, Norður­ Karólína og Flórída. Sveifluríkin fimm Trump hefur lítið gert til þess að vingast við kjósendur þess­ ara ríkja undanfarið og ýmsar uppákomur á kjörtímabilinu vinna gegn honum. Til dæmis eru kjósendur í Arizona (11 kjörmenn) minnugir kergj­ unnar á milli Johns McCain, öldungadeildarþingmanns ríkisins, og Trumps. McCain lést á kjörtímabilinu, en áður hafði McCain gefið það opin­ berlega út að hann vildi ekki að Trump yrði viðstaddur út­ för sína. McCain var gríðar­ lega vinsæll í ríkinu og á milli hans og Bidens ríkti vinskapur úr öldungadeildinni, sem lík­ legt er að Biden reyni að nýta sér í baráttunni. Norður­Karólína (15 kjör­ menn) er suðurríki sem Hill­ ary Clinton sigraði í í kosning­ unum 2016, þó með aðeins um 3% mun. Hlutfallslega margir íbúar í ríkinu eru svartir, sem eru talsvert líklegri til þess að styðja Biden. Sá stuðning­ ur er þó ólíklegri til þess að skila sér í kjörkassann, enda minnihlutahópar ólíklegri til þess að mæta á kjörstað. Það er því viðbúið að framboð Bi­ dens muni leggja höfuðáherslu á að koma þessum atkvæðum á kjörstað í nóvember. Wisconsin (10 kjörmenn) og Pennsylvania (20 kjörmenn) eiga það sameiginlegt að vera dreifbýl ríki, en með fjöl­ mennar borgir inn á milli víð­ áttumikilla sveita. Borgirnar hafa í fyrri kosningum hallast að Demókrötum, en sveitirnar að Repúblikönum. Í síðustu kosningum sigraði Trump Wis­ consin með 0,77% atkvæða og Pennsylvania með 0,72%. Það er því ljóst að Trump má ekki við miklu á þessum vígvöllum. Flórída (29 kjörmenn) hefur oftar en ekki verið sökudólgur mikillar óreiðu í kosningum og kosningabaráttu. Fylkið er víð­ áttumikið með þéttum sveitum og sterkar rætur til íhaldssam­ rar hugmyndafræði suðursins. Aftur á móti eru í Flórída einn­ ig stórar borgir með stórum, frjálslyndum háskólum og fjölmennum og áhrifamiklum minnihlutahópum. Má þar nefna Orlando, Gainesville, Tallahassee og auðvitað Mi­ NÝJAR KANNANIR BENDA TIL VAKTASKIPTA Í HVÍTA HÚSINU Allt virðist ganga á afturfótunum og viðbrögð Trumps við COVID-19 faraldrinum og mótmælum í kjölfar morðs George Floyd verða ekki gott veganesti í kosningarnar. Heimir Hannesson heimir@dv.is Joe Biden er frambjóðandi Demókrata. MYND/GETTY Trump á undir högg að sækja í kosningabaráttunni. MYND/GETTY Dreifing kjörmanna Bláu ríkin hallast að Demókrötum og þau rauðu að Repúblikönum. Um þau gráu verður barist næstu mánuði. HEIMILD: 270TOWIN.COM WA 12 OR 7 MT 3 ID 4 WY 3 ND 3 SD 3 NE 5 IA 6 MN 10 WI 10 IL 20 IN 11 MI 16 OH 18 PA 20 NY 29 VT 3 ME 4 NH 4 TN 11 KY 8 WV 5 VA13CO9 UT 6 AZ 11 NM5 TX 38 OK 7 KS 6 MO 10 AR 6 LA 8 MS 6 AL 9 GA 16 FL 29 SC 9 NC 15 NV 6 CA 55 AK 3 HI 4 MA RI CT NJ DE MD DC ami. Þangað mun Biden sækja sinn stuðning. Donald Trump hefur eytt miklum frítíma sínum í ríkinu og á þar eignir sem hann dvelur stundum í. Trump gjörsigraði forval Re­ públikana árið 2016 og sigraði Clinton með 1,2%. Þar, sem víðar, munu úrslitin ráðast á kosningaþátttöku minnihluta­ hópa. Lífróður Trump Biden myndi nægja það eitt að krækja í Flórída, eða ein­ hver tvö önnur sveifluríki, til að ná sér í þá kjörmenn sem upp á vantar. Trump aftur á móti þarf sigur í Flórída auk þriggja annarra sveifluríkja, eða að tapa Flórída en ná öll­ um hinum fjórum. Ef líklegar sviðsmyndir eru settar upp, og miðað við nýlegar og áreiðanlegar skoð­ anakannanir, bendir mikill meirihluti mögulegra úrslita til sigurs Biden. n 11 4 7 14 3 10 3 183 29 36 86 79 42 83 Demókratar 248 204 Repúblikanar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.