Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 4
1 Erjur vegna snyrtimeðferðar – hóta kærum á víxl Kona sem fór í snyrtimeðferð hjá líkamsmót- unarstofunni The House of Beauty í Reykjavík, er óánægð með með- ferðina sem hún fékk. 2 Hildur Sif pantaði bikiní á netinu – hefði betur sleppt því Hildur Sif pantaði bikiní frá ASOS, en þegar sendingin kom var bikiníið allt of lítið og passaði á köttinn hennar. 3 Spurningar úr inntökuprófi í læknadeild – Ert þú klárari en læknanemi? Lesendum var boðið að spreyta sig fjölbreytilegum á spurningum úr inntökuprófinu. 4 Höddi Magg bálreiður eftir þungar ásakanir: „Því miður virðist botninn vera endalaus“ Íþróttafréttamaðurinn góðkunni grun- aður um að sigla undir fölsku flaggi á samfélagsmiðlinum Twitter. 5 Bíllinn endaði ofan í, en veiðin hætti ekki Bíll sem var notaður í veiðiferð í Miðfjarðará lenti í vatninu. 6 Elísabet fékk alveg nóg og missti 17 kíló á þremur mán- uðum Einkaþjálfarinn Elísabet bjó til eigið æfingaprógramm, fór í fjall- göngur og borðaði hollan mat. 7 Vikan á Instagram: „Íslenska sumarið er yndislegt“ Skemmti- legar myndir frá íslenskum áhrifa- völdum. Fastur liður á dv.is alla mánudagsmorgna. 8 Mörg ógeðfelld brot stjarnanna – lét hunda éta líkið af kærustu sinni Yfirferð á ýmsum glæpum sem þekktir, erlendir knattspyrnumenn hafa framið. 9 Kristín birti mynd frá Strandgötu – sérð þú eitthvað athugavert við myndina? Vakin athygli á mikil- vægi þess að hjólreiðafólk klæði sig þannig að það sjáist í umferðinni. 10 Skelfileg og sprenghlægileg Photoshop mistök áhrifa- valda Myndir af óheppilegum mis- tökum sem erlendir áhrifavaldar hafa gert í myndvinnsluforritum. MEST LESIÐ Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST... Friðlýsing Geysis Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráð- herra, friðlýsti Geysi í Haukadal á þjóðhátíðardaginn. Við þetta tilefni sagði ráðherra: „Þar sem Geysissvæðið er eitt þekktasta goshverasvæði Jarðar tel ég friðlýsingu þess vera heimsviðburð og Íslendingar mega vera stoltir af því að taka þá ákvörðun að vernda svæðið fyrir núverandi og komandi kynslóðir, alls staðar í heiminum.“ Erlendur aðili á 3,5% fiskveiðikvótans Baldvin Þorsteinsson á í gegnum eignarhlut sinn í fyrirtækj- um Samherja um 3,5 prósenta hlut af öllum fiskveiðikvóta Íslands. Baldvin er búsettur í Hollandi og telst því samkvæmt skilningi íslenskra laga vera erlendur aðili. Nokkrum dögum áður en fréttaskýringarþátturinn Kveikur fjallaði um málefni Samherja fékk atvinnuvegaráðuneytið tilkynningu um kaup erlends aðila á stórum hlut í Samherja hf. Ekki var tilkynnt opinberlega um þessi viðskipti fyrr en í maí. Eftirlýstir Rúmenar Þrír Rúmenar voru handteknir í vikunni grunaðir um þjófnað en tveir þeirra reyndust smitaðir af COVID-19. Eru þeir í ein- angrun í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg. Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu lýsti í kjölfarið eftir ellefu til viðbótar, sem komu til landsins með sama flugi, og voru einnig grunuð um að hafa brotið sóttkví. Allir sem lýst var eftir eru nú komnir í leitirnar. Þórhildur Sunna segir af sér formennsku Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, sagði af sér for- mennsku í nefndinni á þingfundi í vikunni. Kornið sem fyllti mælinn hjá henni var hvernig meirihlutinn hefði staðið í vegi fyrir frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar vegna Samherjamálsins. Þá sagði Þórhildur Sunna að meiri- hlutinn notaði hana sífellt sem blóraböggul og drægi persónu hennar niður í svaðið. Boltinn rúllar á ný Sófakartöflur landsins og knattspyrnuáhugafólk tekur gleði sína á ný. Á dögunum fór boltinn að rúlla hér á Íslandi og er nú allt komið á fullt hér á landi. Fyrsta umferð í efstu deildunum hér á landi fór fram um síðustu helgi og var mikið fjör á völlum landsins þrátt fyrir fjöldatakmarkanir. Fleiri tóku svo gleði sína í vikunni þegar enska úrvalsdeildin fór af stað. Fótboltinn á Englandi er stundum kallaður þjóðar- íþrótt Íslendinga en vinsæld- irnar hér á landi eru hreint ótrúlegar. Kröfu sonar Tryggva Rúnars hafnað Ríkið hafnaði 85 milljóna króna bótakröfu Arnars Þórs Vatns- dal, blóðsonar Tryggva Rúnars Leifssonar, með vísan til ætt- leiðingar. Arnar var tveggja ára þegar faðir hans var hnepptur í gæsluvarðhald árið 1975 vegna gruns um aðild að hvarfi Guð- mundar Einarssonar. Arnar var ættleiddur tólf ára, fjórum árum eftir að faðir hans losnaði úr fangelsi. CMYK SV/HV Vertu viss um að velja besta kjötið á grillið! Meira á www.fjallalamb.is 4 FRÉTTIR 19. JÚNÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.