Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 27
FÓKUS 27DV 19. JÚNÍ 2020 Álitsgjafar Selma Björnsdóttir, leikstjóri og söngkona Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona Lovísa Thompson, handboltakona Jóhann Laxdal, knattspyrnumaður Atli Sigurjónsson, knattspyrnumaður Bergrún Íris Sævarsdóttir, rithöfundur Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, knattspyrnukona Berglind Hreiðarsdóttir, matgæðingur á gotteri.is Sigurður Gunnarsson, útvarpsmaður á K100 BESTI BRÖNSINN Brönsmenningin nær sífellt hærri hæðum. Íslend- ingar hafa svo sannarlega tekið þessari banda- rísku hefð opnum örmum. Almennt er skilgrein- ingin á bröns málsverður sem samanstendur af blöndu af morgun- og hádegisverði með áfengum drykk. Sunnudagshefð sem margir vilja tileinka sér. Coocoo’s nest og Snaps á toppnum Trukkurinn á Gráa kettinum er geggjaður. Egg og beikon, þykk brauð- sneið, kartöflur, maukaðir tóm- atar og pönnu- kökur með sírópi. Heldur manni söddum út vikuna! Notalegt og þægi- legt umhverfi til að koma og fá hágæðamat á góðu verði, færð allt sem hugurinn girnist og ekki má gleyma eftirrétta- borðinu. Mathús Garðabæjar á að vera fyrsta val hjá öllum þegar kemur að því að velja sér bröns- stað. Gr ái kö ttu rin n M at hú s G arð ab æj ar Spíran er uppáhalds, svona „casual“. Þar getur maður farið með öllum vinahópnum, þar sem fólk getur alltaf fundið eitthvað við sitt hæfi. Hollusta og hrein fæða er áberandi. Andrúms- loftið er gott og lítið barnahorn, þar sem börnin geta leikið sér á meðan maður fær sér kaffi og brownie. Sp íra n í G arð he im um Kannski of klassískt val en Snaps er einfaldlega langbestur þegar kemur að bröns. Maturinn, hönnunin á staðnum og and- rúmsloftið upp á 10. Sé aldrei neinn í vondu skapi á Snaps. Snaps kemur fyrst upp í hugann, finnst geggjaðir brönsréttir þar. Ég fæ mér yfirleitt Avocado Toast á Snaps, það er guðdóm- legt, geggjað brauð og hleypt egg... Þarf að segja meira? Með vinum mínum elska ég að fara á Snaps, þar er smjörið ekki sparað við eldun á eggjum og stemningin alltaf góð – maður hittir alltaf einhvern sem maður þekkir. – Í stærri hópum eða með fjölskyldu er þægilegt að fara á brönshlaðborð á Spírunni. Heiðarlegur matur, gott and- rúmsloft og fínt verð. – Stundum stelst ég einn á Kaffivagninn. Þar er gott að sitja og lesa blaðið, borða egg og beikon og fá sér svo randalínu (það sem sumir kalla lagköku) með kaffinu á eftir. Ég elska að hverfa aftur til gamalla tíma með því að fara á Kaffivagninn. Sn ap sMinn uppáhaldsbrönsstaður er Coocoo’s Nest. Ótrúlega hugguleg aðstaða, lítil og kósý og andrúmsloftið er gott. Morgunverðarvefjan er mitt „go to“ og ég mæli 100% með henni fyrir þá sem elska mexíkóskt! Alltaf best að heimsækja Coo- coo’s Nest á Granda og Luna Flórens. Stórkostlegur, ferskur og lífrænn matur í bland við yndislegt umhverfi og góða þjónustu. Borða alltaf yfir mig þar, en líður samt undan- tekningarlaust vel eftir matinn á þessum dásamlega demanti í Vesturbænum. Co oc oo ’s Ne st

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.