Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 15
DV 19. JÚNÍ 2020 Áslaug segir lykilinn að velgengni sinni að hún sé óhrædd. MYND/VALLI FRÉTTIR 15 á framtíðina á allt annan hátt en í stjórnmálum,“ segir Ás- laug, sem útilokar ekki kenn- arastarfið í framtíðinni. „Ég sé vel fyrir mér að gera svo eitthvað allt annað þegar ég er orðin stór.“ Enginn leyndarmálaskápur Ráðherrar fá úthlutað bílstjóra þegar þeir taka við embætti sínu. Bróðir Áslaugar grínað- ist með það þegar hún tók við embættinu, að götur borgar- innar væru strax öruggari ef hún væri ekki á bíl. Sjálf kýs Áslaug að ganga stundum til og frá vinnu þegar kostur gefst, en slíkt er ekki sjálfgefið. Aðspurð hvort hún hafi þurft að fá undanþágu frá ör- yggisreglum til að ganga til vinnu, svarar hún: „Kannski ekki alveg undanþágu. Ég bý mjög nálægt vinnunni og geng stundum til eða frá vinnu. Bíl- stjórinn er þó líka öryggis- vörður ráðherra, svo það er kannski frekar málið. Það eru mjög frjálslegar öryggisreglur hérlendis, miðað við annars staðar.“ Þegar hún er spurð hvort hún sé ekki með peningaskáp fullan af leyndarmálum á skrifstofunni kippast munn- vikin upp. „Nei, ekki get ég sagt það.“ Áttu ekki einu sinni stóran „trúnaðarmál“-stimpil? „Kannski ritari ráðuneytis- ins.“ Misgóðir dagar Aðspurð um sína stærstu áskorun í starfi segir Áslaug að þeir sem séu svo lánsamir að fá að starfa í stjórnmálum, gangi að því vísu að það verði ýmsar erfiðar áskoranir, því málefnin snerta líf fólks beint. „Einhver sagði nú í gamni að þetta væri ráðuneyti sem tæki á málum frá vöggu til grafar, af því undir dómsmálaráðu- neytið falla barnamál ýmiss konar, gjaldþrotaskipti, út- lendingamál, dómstólar, þjóð- kirkjan og kirkjugarðar. Og lögreglan og sýslumaður og allt þarna á milli. Það eru mestu áskoranirnar að eiga við viðkvæm mál. Þetta eru mál sem tengjast oft stærstu erfiðleikunum í lífi fólks. Ég er í þessu verkefni til að auðvelda líf fólks og gera það betra.“ Áslaug segir það lykil atriði í sínu lífi að umkringja sig góðu fólki þegar á reynir. „Það koma upp viðkvæm mál og þau munu alltaf vera hluti af verkefnum stjórnmálamanna. Það helst í hendur þegar þú tekur að þér svona stórt verkefni að það er ekki alltaf einfalt, en það er partur af því sem ég sóttist eftir. Ég bjóst alltaf við því að þetta yrði líka erfitt.“ En þú hlýtur stundum að bugast? Við gerum það flest. „Við eigum öll misgóða daga, það er hægt að segja um hvaða starf sem er. Ég er samt alltaf meðvituð um það að verkefnin eru til þess að takast á við þau og það er ekki hægt að færa erfiðu verkefnin á milli daga. En vissulega eru verkefni, bæði í ráðuneytinu og í þing- inu, sem ég tek inn á mig og sum eru erfiðari en önnur. Rétt eins og ég lýsti því hvernig maður þarf að vera mannlegur í lögreglunni, er maður líka mannlegur í stjórnmálum.“ Hugrekki er leynivopnið Það virðist fátt koma Áslaugu úr jafnvægi, sem mætti lík- lega flokkast sem leynivopnið hennar. Aðspurð hvað hún telji vera lykilinn á bak við velgengni sína segir hún: „Ég hef alltaf lagt mig fram um að vera óhrædd. Sama við hvað er að etja. Óhrædd við að biðja um það sem mig langar, að segja hvað mér finnst, að tapa, að fá ekki það sem ég vil, að tala um tilfinningar mínar. Það er held ég þetta viðhorf, að vera óhrædd, sem hefur komið mér hvað lengst, ekki bara í stjórnmálum heldur almennt í lífinu.“ Það er ekki hægt að kveðja Áslaugu án þess að spyrja hana út í COVID og hennar tilfinningu fyrir framhald- inu. „Vá, þetta er búinn að vera ótrúlegur tími. Þessi veira er búin að hafa áhrif þvert á landamæri og ein- staklinga. Það sem við stjórn- málafólk getum tekið til okkar og lært af þessu, er að samvinna og upplýsingagjöf til fólks er algjört lykilatriði. Við erum góð í að taka slag, sem þjóð, enda setjum við allt í það.“ Hún segir að nú muni þó reyna á þolrifin. „Takmark- anir mega ekki fara að hafa verri áhrif en árangurinn af þeim. Það er hættulegt að setja takmarkanir á frelsi fólks. Nú þurfa stjórnmála- menn að hjálpa fólki og fyrir- tækjum að komast í gegnum öldurótið. Það eru mörg fé- lagsleg og heilsufarsleg vandamál sem fylgja því að búa við efnahagssamdrátt og atvinnuleysi til lengri tíma,“ segir Áslaug, en það er ljóst að hún efast ekki um getu samlanda sinna til að skara fram úr enn á ný, ef veiru- djöfullinn lætur til sín taka. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.