Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 18
Í aðdraganda forsetakosn-inga er enn á ný rætt um hlutverk og stöðu forset- ans. Valdheimildir hans eru sem fyrr oftúlkaðar, en emb- ætti þjóðhöfðingja í þingræð- isríkjum fylgja gjarnan lítil eiginleg völd. Samt sem áður er hlutverk hans ekki endilega veigaminna fyrir það. Charles de Gaulle Frakklandsforseti sagði þjóðhöfðingjann eiga að vera eins konar „l’esprit de la nation“ – þjóðaranda, eða sam- einingartákn þjóðarinnar. Skipun utanþingsstjórnar Líklega er staða forseta Austurríkis einna líkust for- setaembættinu íslenska. Austurríkisforseti er kjörinn í almennri atkvæðagreiðslu, en kjörtímabilið er sex ár og hann má aðeins sitja sam- fleytt tvö kjörtímabil í röð. Í maímánuði í fyrra féll ríkisstjórn Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis og leið- toga Þjóðarflokksins, í kjölfar hneykslismáls sem tengdist þáverandi varakanslara og formanni Frelsisflokksins, Heinz-Christian Strache. Skömmu eftir fall stjórnar- innar lýsti austurríska þingið yfir vantrausti á stjórnina. Í stað þess að hún sæti áfram sem starfsstjórn skipaði Al- exander Van der Bellen, for- seti landsins, utanþingsstjórn með Brigitte Bierlein sem kanslara. Hún hefur aldrei komið nærri stjórnmálum og var forseti stjórnlagadómstóls Austurríkis. Bierlein sat sem kanslari fram í janúar á þessu ári þegar Kurz myndaði nýja ríkisstjórn, að þessu sinni með Græningjum, en skipan utanþingsstjórna er afar fátíð í þingræðisríkjum samtímans. Viðlíka aðstæður geta orð- ið hér á landi og forseti því haft mikilvægu hlutverki að gegna, þó svo að ekki hafi verið skipuð utanþingsstjórn á Íslandi síðan 1942. Að synja ráðherrum um skipun Þess eru líka dæmi að for- seti Austurríkis hafi synjað tilnefndum ráðherrum um skipun. Það gerðist seinast í tíð Thomasar Klestil, sem var forseti 1992–2004. Hann neit- aði tvisvar að skipa ráðherra. Annar var flæktur í rannsókn sakamáls, hinn hafði sýnt af sér útlendingaandúð í kosn- ingabaráttu. Hér er líka fróðlegt að skoða stöðu forseta Ítalíu, sem kjör- inn er af um það bil eitt þúsund þingmönnum ítalska þingsins og kjörmönnum sem héraðs- stjórnir tilnefna. Ítalíuforseti hefur þar af leiðandi ekki við- líka lýðræðislegt umboð og forsetar Íslands og Austur- ríkis. Það vakti því heimsat- hygli 27. maí 2018, þegar Ser- gio Mattarella, forseti Ítalíu, neitaði að veita Fimm stjörnu FORSETAR ÍSLANDS, AUSTURRÍKIS OG ÍTALÍU Forsetar Austurríkis og Ítalíu hafa synjað tilnefndum ráðherrum um skipun. Margt líkt með forsetakosningunum nú og árið 1988. Á ÞINGPÖLLUM Björn Jón Bragason eyjan@eyjan.is Alexander Van der Bellen, forseti Austurríkis, með Sebastian Kurz kanslara. Van der Bellen skipaði utanþingsstjórn í fyrra þegar þingið lýsti vantrausti á stjórn Kurz. Þjóðarflokkurinn, flokkur Kurz, vann stórsigur í þingkosningum og hefur nú myndað nýja stjórn. MYND/GETTY Forsetakosningar Hlutfall greiddra atkvæða til þess sem náði kjöri. Aftan við nafn hins kjörna og prósentur er heildarfjöldi atkvæða sem hann hlaut. hreyfingunni og Bandalaginu umboð til stjórnarmyndunar, yrði Paolo Savona fjármála- og efnahagsmálaráðherra. Mattar ella gerði þess í stað tillögu um aðra fulltrúa við- komandi flokka í embættið. Savona er prófessor í hag- fræði og nýtur virðingar sem fræðimaður, en hefur haft uppi efasemdir um myntbandalag Evrópu. Árið 2015 gekk hann svo langt að velta því upp að Ítalir skyldu vera undirbúnir undir mögulegt brotthvarf úr myntbandalaginu. Báðir þeir forsetar sem hér hafa verið nefndir, Van der Bellen og Mattarella, eru aldraðir, 76 og 78 ára gamlir, og hafa áunnið sér mikla virðingu. Beinum afskiptum þeirra af skipun ríkisstjórna og einstakra ráðherra er fróð- legt að velta upp í íslensku samhengi. Forseti Íslands felur ráðherrum vald sitt, en hvernig tækju stjórnmála- menn því hér á landi ef hann synjaði tilnefndum ráðherra um skipun? Mótframboð árið 1988 Forsetar Íslands hafa flestir haldið sig utan við dægurþras- ið og setið á friðarstóli. Fyrstu þrír forsetar lýðveldisins, Sveinn Björnsson, Ásgeir Ás- geirsson og Kristján Eldjárn fengu aldrei mótframboð með- an þeir sátu í embætti. Vigdís Finnbogadóttir var sjálfkjörin 1984 eftir fjögur ár á forseta- stóli, en 1988 brá svo við að Sigrúnu Þorsteinsdóttur úr Vestmannaeyjum tókst að safna tilskildum fjölda með- mælenda. Sigrún hafði starfað í Sjálfstæðisflokknum og síðar í Flokki mannsins. Hún kvaðst myndu vilja að forseti yrði miklu virkari í stjórnmálum og að hann ætti óspart að synja lagafrumvörpum stað- festingar. Í ævisögu Vigdísar eftir Pál Valsson segir að Vigdísi hafi verið vandi á höndum hvernig hún ætti að snúa sér gagnvart framboði Sigrúnar, þar sem ekki yrði um mikla baráttu að ræða. Grípum niður í ævi- söguna: „Vigdís varð að gæta sín á því að tala ekki þannig að hægt væri að saka hana um hroka, eða að tala niður til mótframbjóðandans með neinum hætti, því hún var þjóðhöfðinginn og fulltrúi valdsins.“ Yfirburðasigur Vigdís tók þá afstöðu að hafna óskum Sigrúnar um kosninga- fundi og sagði þjóðina geta dæmt sig af verkum sínum. En þrátt fyrir það hvöttu stuðn- ingsmenn Vigdísar landsmenn til að mæta á kjörstað og sýna þannig í verki þakklæti fyrir hennar störf. Fróðlegt er að bera kosningabaráttuna 1988 saman við þá sem nú er háð, enda margt líkt. Svo fór að Vigdís fékk mesta stuðning sem nokkur hefur hlotið í forsetakosningum hér á landi, eða 92,7% greiddra at- kvæða, en Sigrún 5,3%. Kjör- sókn var 72,4%. Alls greiddu 117.292 manns Vigdísi atkvæði sitt, en enginn frambjóðandi hefur fyrr eða síðar fengið yfir 100 þúsund atkvæði. Þar með var Vigdís orðin óum- deild sem sameiningartákn þjóðarinnar. Hver ætli kjörsóknin verði? Líklega varð 72,4% kjörsókn að teljast góð, því fjöldi fólks var í ferðalögum þegar kosið var 25. júní 1988. Og sama dag var háður úrslitaleikur Evr- ópukeppninnar í knattspyrnu milli Hollands og Sovétríkj- anna. Fróðlegt verður að sjá hver kjörsóknin verður í forseta- kosningunum 27. júní nk. og atkvæðatölurnar sömuleiðis, þó fáir efist um úrslitin. n 1954 Ásgeir Ásgeirsson 46,7% 32.924 1968 Kristján Eldjárn 65,6% 67.544 1980 Vigdís Finnbogadóttir 33,8% 46.611 1988 Vigdís Finnbogadóttir 92,7% 117.292 1996 Ólafur Ragnar Grímsson 41,4% 68.370 2004 Ólafur Ragnar Grímsson 67,5% 90.662 2012 Ólafur Ragnar Grímsson 52,8% 84.036 2016 Guðni Th. Jóhannesson 39,1% 71.359 18 EYJAN 19. JÚNÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.