Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 10
19. JÚNÍ 2020 DV
A ð mörgu er að huga þegar fjárfest er í fast-eign. Gunnar Fannberg
Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Hönnunar og eftirlits
ehf., bendir á tengsl milli þess
hve fáir nýta sér ástandsskoð-
un og fjölgunar dómsmála um
galla á fasteignum.
Ein stærsta, fjárhagslega
ákvörðun sem flestir munu
taka á lífsleiðinni er um kaup
á fasteign. Fasteignaviðskipti
eru um leið stærsta og mesta
fjárfesting langflestra. Á sölu-
skrá fasteignavefja, þegar
þetta er skrifað, eru um 9.500
eignir og því nægt úrval. Að
ýmsu er þó að huga áður en
kaupsamningur er undirrit-
aður.
Að finna áhugaverða eign er
aðeins fyrsta skrefið. Við tek-
ur ferli sem fæstir þekkja og
þurfa því flestir að reiða sig á
sérfræðinga eins og fasteigna-
sala. Hér eru þó örfá ráð til að
hafa í huga, sem vonandi eru
til þess fallin að auka sjálfs-
traust fólks í fasteignaleit.
Sífellt algengara er að opin
hús séu auglýst og því fyrsta
skref að mæta þangað og
skoða fasteignina.
Ráð á opnu húsi
n Hleraðu samtal annarra
við fasteignasalann. Ef til vill
spyrja aðrir spurninga sem þú
vilt vita svörin við.
n Teldu gestina. Ef þú ert
ein/n er samningsstaða sterk-
ari en ef fjöldi manns mætir.
n Vertu hreinn og beinn við
fasteignasalann og mundu að
hann er líka að vinna fyrir
þig sem kaupanda. Eru komin
tilboð? Er mikill áhugi á fast-
eigninni? Eru aðrar sambæri-
legar eignir í hverfinu til
sölu? Er það mat fasteigna-
sala að verðið á eigninni sé
sanngjarnt miðað við nýlega
kaupsamninga í hverfinu? Allt
eru þetta spurningar sem fast-
eignasali á að geta svarað.
n Ef þér líst vel á fasteignina,
fáðu að skoða hana aftur og
taktu einhvern með þér. Það
þarf ekki að vera sérfróður
iðnaðarmaður – heldur nægir
alveg annað sett af augum og
nefi, a.m.k. til að byrja með.
n Líttu allt gagnrýnum aug-
um. Ekki láta góðu atriðin
skerða sýn þína á þau nei-
kvæðu.
Skoðunarskylda
Þegar fasteign er skoðuð er
gott að vita af skoðunarskyldu
kaupanda í fasteignavið-
skiptum. Skoðunarskylda er
svo til óskilgreint og fljótandi
hugtak í lagalegu tilliti. Ekki
er ætlast til þess að hugsan-
legur kaupandi kynni sér
hvern einasta krók og kima
fasteignarinnar, heldur skoði
hana innan þess ramma sem
eðlilegt þykir.
Ríkari skoðunarskylda gæti
verið lögð á þá sem sérþekk-
ingu hafa í byggingamálum,
til dæmis aðila með sveins-
eða meistararéttindi í iðn-
greinum byggingafræðinga,
og svo framvegis Reglan er
sú að kaupandi á að skoða fast-
eign og það er á hans ábyrgð
að finna sjáanlega galla á fast-
eigninni, ef einhverjir eru.
Skylda seljanda er að gera
þeim göllum sem honum er
kunnugt um greinargóð skil.
Hér gildir aftur sú regla að
litið er til þess hvað hver og
einn mátti vita um, og ríkari
skylda gerð til fagaðila. Ef
eign hefur verið í útleigu
hvílir minni skylda á seljanda
að þekkja ástand fasteignar
og því ríkari þörf á ítarlegri
skoðun kaupanda.
Til eru fyrirtæki sem sér-
hæfa sig í ástandsskoðunum
fasteigna. Gunnar hefur sér-
hæft sig í ástandsskoðunum
um árabil. Hann segir að
ítarleg ástandsskýrsla um
fasteign geti komið í veg fyrir
illdeilur seinna meir og kom-
ið í veg fyrir kostnaðarsöm
málaferli vegna hugsanlegra,
leyndra galla.
„Við mætum með hita-
myndavél til dæmis og raka-
mælum, skoðum ástand lagna
bæði inni og úti og mælum
eindregið með að skolpkerfi
sé myndað,“ segir Gunnar.
Grunnskoðun felur í sér að
skýrsla er gerð um ástand
húss og lögð er áhersla á að
skila skýrslu innan fárra daga
frá því að óskað er eftir úttekt.
Gunnar segir það áhyggjuefni
hve illa ástandsskoðunum sé
sinnt. Tengsl séu milli þess hve
fáir nýta sér ástandsskoðun og
fjölgunar dómsmála um galla
á fasteignum. Fyrirvari um
ástandsskoðun er jafnframt
leið út úr kaupsamningi og því
viss trygging fyrir kaupendur,
segir Gunnar. n
FASTEIGNAKAUP
AUKTU LÍKUR ÞÍNAR
Á GÓÐUM KAUPUM
Að mörgu er að huga þegar fjárfest er í fasteign.
Gunnar Fannberg Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Hönnunar og eftirlits ehf., bendir á tengsl milli
þess hve fáir nýta sér ástandsskoðun og fjölgunar
dómsmála um galla á fasteignum.
Heimir Hannesson
heimir@dv.is Gunnar
Fannberg
Gunnarsson
framkvæmda-
stjóri Hönnunar
og eftirlits ehf.
Ein stærsta fjár-
hagslega ákvörð-
un sem flestir taka
á lífsleiðinni er um
kaup á fasteign.
10 FRÉTTIR