Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 20
Vinsælustu fegrunar­ aðgerðirnar á Íslandi í dag Fegrunaraðgerðir eru eins vinsælar og þær eru umdeildar. Það er misjafnt hverju sinni, hvaða aðgerðir eru vinsælastar. Hannes Sigurjónsson lýtalæknir segir lagfær­ ingu á kviðvegg um leið og svuntuaðgerð er gerð, geta lagað bakverki til muna. H annes Sigurjónsson lýtalæknir starfar á lýtalækningastöðinni Dea Medica í Glæsibæ. Þar eru gerðar allar tegundir lýta- og fegrunaraðgerða. Hannes var í sérnámi á Karolinska háskólasjúkrahúsinu í Stokk- hólmi og var búsettur þar í níu ár, en er nú alfarið fluttur til Íslands. Hannes segir að um 20 prósent þeirra sem leita til hans séu karlmenn. Þróun síðustu ár Aðspurður hvort það hafi orðið einhver þróun varðandi vinsældir fegrunaraðgerða undanfarin ár svarar Hannes játandi. „Það hefur verið vinsælt síð- astliðin misseri að fjarlægja silíkonpúða og lyfta brjóst- unum og/eða gera fitufyll- ingu. Við fitufyllingu er notað fitusog á svæðum þar sem einstaklingurinn vill losna við fitu. Fitan er síðan unnin á ákveðinn hátt, þar sem blóð og vökvi er skilið frá og fitan brotin niður í smærri eining- ar. Henni er síðan komið fyrir í brjóstunum með sprautu. Þarna er komin góð leið til að stækka og móta brjóst, en að sjálfsögðu ekki hægt að stækka jafnmikið með fitu, samanborið við ísetningu púða,“ segir hann. Brjóstastækkanir hafa verið ein vinsælasta aðgerðin og eru það enn. „Konur eru nú meðvitaðri um hvers konar púða og af hvaða tegund lýta- læknar nota. Þær eru upplýst- ari um kosti og galla ólíkra aðgerðartegunda og púða. Á Dea Medica notum við púða frá framleiðanda sem heitir Motiva. Þeir púðar hafa komið einna best út úr rannsóknum á öryggi og langtímaárangri,“ segir Hannes en ekkert lát er á vinsældum brjóstaaðgerða. Fylliefni Fylliefni eru vinsæl í dag og mikið notuð til að bæta upp tap á fyllingu í andliti, sem verður þegar árin færast yfir, að sögn Hannesar. Hann segir það aðallega ungar konur sem sækjast eftir því að stækka og móta varirnar. „Einnig er hægt að lagfæra ýmis útlitsvandamál með fylliefni, svo sem skekkjur á nefi og ósamræmi milli andlitshelminga. Fylliefni eru yfirleitt úr svokallaðri hýalúronsýru, sem er nátt- úrulegt efni og fyrirfinnst í húðinni okkar. Hýalúronsýra, kollagen og fita, minnkar svo með aldrinum í andliti og því er gott að eiga möguleikann á því að fylla í á ný,“ segir Hannes. „Algengasti aldurshópurinn þegar kemur að fylliefnum er á milli 35 og 65 ára. Yngri konur sækjast einnig eftir meðferðum með fylliefnum, en þá eru það sérstaklega var- irnar sem sá aldurshópur vill stækka og móta,“ segir hann og bætir við: „Mín tilfinning er sú að meðferð með fylliefnum sé að verða hófstilltari og um leið almennari. „Less is more“ eru til dæmis mín einkunnarorð þegar kemur að fylliefnum og leitast ég eftir að ná nátt- úrulegri niðurstöðu, þar sem einstaklingurinn lítur vel út og að það sjáist helst ekki að eitthvað hafi verið gert.“ Umdeild aðgerð Það hafa sumir talað um að brazilian butt lift sé ein hættulegasta fegrunaraðgerð sem völ er á. Þetta er aðgerð þar sem fita er notuð til að fylla í rass og mjaðmir. „Þessi aðgerð fékk á sig slæmt orð vegna tíðra fylgi- kvilla, sem aðallega voru vegna þess að ósérhæfðir aðilar voru að framkvæma þessar aðgerðir, það er, ekki lýtalæknar, og jafnvel voru þær framkvæmdar í kjall- araíbúðum erlendis, þar sem iðnaðarsilíkoni eða öðrum efnum var komið fyrir í rass- inum. En ef þessi aðgerð er gerð af sérhæfðum lýtalækni á faglegan hátt, við viður- kenndar aðstæður og með viðurkenndum aðferðum, þá er tíðni fylgikvilla ekki hærri en við aðrar algengar fegrun- araðgerðir,“ segir Hannes. Hann segir að aðgerðin sé ekki meðal algengustu að- gerðanna hér á landi, en hann er mikið spurður um hana. „Þá er mikilvægt að upp- lýsa einstaklinginn vel um hvernig aðgerðin er fram- kvæmd, hvaða takmarkanir hún hefur og um hugsanlega fylgikvilla.“ n VINSÆLUSTU FEGRUNARAÐGERÐIRNAR Í DAG Fitusog „Fitusog er einnig mjög vinsælt. Sú aðgerð miðar að því að fjarlægja fitu af svæðum þar sem fólk á erfitt með að losna við fitu, jafnvel þó það sé í kjörþyngd, svo sem á maga eða mitti, upphandleggjum eða lærum.“ Bótox „Bótox til að slaka á vöðum í andliti, í þeim tilgangi að minnka hrukkur.“ Svuntuaðgerð Hannes segir að mikil aukning hafi orðið í aðgerðum sem miða að því að fjarlægja aukahúð eftir þyngdar- tap. „Þar er svuntuaðgerð vinsælust, þar sem auka- húð er fjarlægð af maga. Þar að auki er kviðveggurinn lagfærður, en hann gliðnar oft í sundur á meðgöngu eða við mikla þyngdaraukningu. Þessi gliðnun veldur því að kviðveggurinn er ekki eins sterkur og hann ætti að vera. Það eitt getur valdið langvarandi bakverkjum. Með aðgerðinni er þetta leiðrétt og höfum við á Kar- olinska háskólasjúkrahúsinu birt rannsóknir sem styðja það að þessi lagfæring getur bætt bakverki að miklu leyti.“ Brjóstaaðgerðir „Brjóstaaðgerðir ýmiss konar eru með vinsælustu að- gerðunum sem við lýtalæknar gerum. Svo sem lyfting, minnkun, stækkun með púða og fituflutningur,“ segir Hannes. Augnlokaaðgerðin „Augnlokaaðgerð er líklega vinsælasta aðgerðin sem við gerum í staðdeyfingu. Þá er aukahúð fjarlægð og fitupúði sem við erum með undir húðinni minnkaður.“ Húðfjarlæging „Húðfjarlæging á öðrum svæðum svo sem upphand- leggjum og lærum er einnig algeng og á sennilega eftir að aukast í framtíðinni, þar sem vinsældir ýmissa magaminnkunaraðgerða hafa aukist mjög síðastliðin ár,“ segir Hannes. Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Hannes reiknar með að vinsældir húðfjarlægingar muni aukast í framtíðinni, vegna aukinna vinsælda hjáveituaðgerða. MYND/AÐSEND MYNDIR/GETTY 20 FÓKUS 19. JÚNÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.