Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 30
É g er oftast með puttana í mörgum verkefnum, en þessa dagana er ég að einbeita mér að fyrirtæk- inu mínu Náttúrusmiðjunni ehf. sem á vörumerkið ICE- HERBS natural supplements. En það eru íslensk, náttúruleg bætiefni, sem ég vil meina að geri líf þitt betra og fallegra,“ segir Katrín, sem sjálf leggur mikið upp úr náttúrulegum hráefnum. „Verandi upptekin móðir á hlaupum þá kýs maður lífs- stíl sem er í einhvers konar jafnvægi flesta daga og með dágóða orku. Vörurnar okkar eru allar náttúrulegar og inni- halda einungis hreinar jurtir og náttúrulegar afurðir og koma í vegan hylkjum. Þannig að þetta er allt fallegt frá a til ö. Ofsalega gaman.“ Katrín segir að það séu engir tveir dagar eins hjá sér. „Ég er mikil A-manneskja og vakna alltaf snemma, alla daga vik- unnar. Ég legg mikla áherslu á að byrja alla daga í engu stressi og trúi að það skili sér út í daginn og orkuna. Ég reyni eftir fremsta megni að koma dætrum mínum tveimur út í daginn að minnsta kosti smá zen-uðum, þótt það sé auðvitað stundum algjörlega steikt og ógerleg hugmynd. Annars er morgunbolli á einhverju kaffihúsinu með kærastanum mínum eða vin- konu fáránlega solid byrjun á góðum degi. Dætur mínar eiga tvö heimili, hjá mér og svo hjá pabba sínum, þannig að mér finnst ég eiga tvö mjög ólík líf. Algerlega tveir heimar á milli vikna þegar dætur mínar eru hjá mér, eða hjá pabba sínum. Ég kann að meta þetta fyrir- komulag.“ Burt með sykurslenið „Ég er bara í flæðinu í þessu lífi. En eðlilega líður mér best þegar ég hlúi að mér á allan hátt og er mataræði þar engin undantekning. Ég aðhyllist hugmyndina um hófsemi í öllu og þá líka í mat, sem gerir mér það kleift að borða og drekka allt í heiminum, þó í hófi ef mig langar. Með árunum veit ég sjálf hvað fer vel í mig og hvað ekki og fylgi ég því bara minni eigin sannfæringu. Hins vegar er sykurát eitt- hvað sem ég reyni að lágmarka eins og ég get og mæli ég með því við alla,“ segir Katrín, en sykurslenið er letjandi að hennar sögn. Katrín segist ekki eyða miklum tíma í eldhúsinu nema kannski um helgar. „Mér finnst rosalega gaman að græja eitthvað skemmtilegt um helgar þegar heimilið mitt fyllist af börnum – ég elska þegar dætur mínar eru með vinkonur sínar heima og þá er gaman að henda í pönnu- kökur og vöfflur, og ég elska að leggja fallega á borð og hugga mig. Þessi spurning fékk mig til að hugsa hvað eldamennska og það að borða góðan mat er félagslegt í alla staði, og helst það í hendur í hvernig mynstri þú lifir. Í dag bý ég ein með dætrum mínum tveimur og því er eldamennskan einföld!“ Hún segist sátt ef börnin hennar fái heimagerðan mat og grænmeti á kvöldin og allir séu heilsuhraustir. „Ég kýs frekar að eyða tímanum okkar saman í etthvað skemmtilegt, frekar en að standa yfir pott- unum og elda mat sem börn- unum er svo mögulega alveg sama um.“ Popp í kvöldmat „Þar sem áður fyrr, í svoköll- uðu fyrra lífi þegar ég var gift kona með eiginmann, börnin alltaf heima og þetta týpíska, formfasta heimilislíf, þá henti maður í þriggja rétta læti um helgar og fór upp í rúm með matreiðslubækurnar mega spenntur og slefaði yfir upp- skriftum á Instagram. Í dag er ég með minni kröfur og borða mögulega spínat- eggjahræru þrisvar í viku, eða fæ mér bara popp í kvöld- mat ef mér sýnist og finnst það geggjað. Þarf kannski að opna umræðuna? Ég ætla að taka af skarið, allir þarna úti, bjóðið vinum ykkar í mat sem eru fráskildir, með eða ekki með börnin. Við getum ekki borðað popp í kvöldmat endalaust.“ Uppáhaldsmáltíð? Lax með grænu pestói, mozza- r ella, basilíku og sætum kart- öflum. n Matseðill Katrínar Amni Morgunmatur Grænt te, chia / hafragrautur – stundum ekkert. Millimál Kaffi – kaffi gerir mig hamingju- sama. Hádegismatur Algjörlega random, smoothie eða skál eða næs löns, þá vel ég oftast fisk. Millimál Alls konar og ekkert. Hnetur og ávextir. Kvöldmatur Spínat-eggjahræra kemur sterk inn þegar ég þarf bara að nær- ast. En annars vinn ég mest með fisk eða bakað grænmeti og kjúkling. Stundum popp, ef ég er mjög flippuð. Hamingjumorgungrautur Þessi grautur hefur gert alla ham- ingjusama sem hafa hann smakkað. Í hann er mikilvægt að vera villtur í dass-inu: 1 bolli hafrar eða tröllahafrar 3 msk. eða dass af chia-fræjum Lúka af bláberjum og / eða söx- uðum eplabitum Dass af (1-2 msk.) fræjum, hnetum og rúsínum – bara það sem þú átt. Ég nota hörfræ, sólblómafræ, rús- ínur ½ tsk. hlynsýróp (leyndarmálið mitt í eldhúsinu í flest) 3 dropar vanilludropar Salt á hnífsoddi Hálf teskeið kanill Hitað að suðu. Hitinn lækkaður og látið malla við lágan hita í 5 – 10 mín. Sett í skál. Ísköld mjólk yfir – ég vel rísmjólk. Örlítið dass af hlynsýrópi yfir. Svo má setja hvað sem er yfir. Ég set ber og / eða banana. Fyrir dætur mínar á ég alltaf köku- skraut sem ég set yfir hamingju- grautinn, sérstaklega um helgar. Það er rosa stemning, prófið! Borðið hægt og fallega og brosið. Katrín Amni er með mörg járn í eldinum. MYNDIR/AÐSENDAR 30 MATUR 19. JÚNÍ 2020 DV Bjóðið fráskildum vinum ykkar í mat Katrínu Amni, markaðsráðgjafa og meðeiganda ICEHERBS, er sama hvað öðrum finnst og hún borðar popp í kvöldmat ef henni sýnist. Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.