Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13DV 19. JÚNÍ 2020 vantrauststillaga á hendur þáverandi ríkislögreglu- stjóra, Haraldi Johannessen, var samþykkt af öllum lög- reglustjórum landsins, nema einum. Í kjölfarið var samið um starfslok við Harald. Áslaug segir stöðuna í lög- reglunni í dag vera betri og mikla ánægju til dæmis með lögregluráð, sem sett var á fót og tók til starfa í byrjun ársins. Áslaug segir það hafa verið mikilvægan lið í að bæta samstarf innan æðstu stjórnar lögreglunnar. „Að setja á fót lögregluráð sem formlegan samráðsvettvang hefur virkað mjög vel.“ Ás- laug segir að lögreglumenn hafi verið afar mikilvægir í framlínunni undanfarið. Mikið mæði á þeim líkt og sást bersýnilega um síðustu helgi þegar lögreglumaður smitaðist af COVID-19 við skyldustörf. Ekki mikið fyrir boð og bönn Mikið hefur verið rætt um spilafíkn upp á síðkastið þar sem flestir spilakassar voru lokaðir í samgöngubanni og hefur sú umræða sprottið upp hvort ekki sé kominn tími á að loka kössunum endanlega. „Ég er ekki mikið fyrir boð og bönn. Ágóðinn af starfseminni fer til margvíslegra mála, meðal annars í þágu fólks með fíknivanda. Mér finnst að frumkvæðið ætti frekar að koma frá þeim almannaheilla- félögum og öðrum, sem njóta góðs af rekstri kassanna, að loka þeim.“ Hún segir þörfina ekki hverfa, þó rekstur spilakassa verði bannaður. „Spilin færast þá líklega enn frekar á inter- netið og þá þarf að spyrja sig hvort það muni ekki aðeins leiða til þess að þetta færist meira undir yfirborðið. Það var ákveðið með þeirri fram- kvæmd sem nú er, að gera þetta svona til að hafa þetta uppi á yfirborðinu og ég tel vænlegra til árangurs að hafa um happdrætti og netspil skýrar leikreglur. Sú stefna hefur verið ríkjandi ára- tugum saman og ég sé ekki að það verði stórar breytingar á þessu í náinni framtíð.“ Rafræn stjórnsýsla mun létta lífið Rafræn stjórnsýsla er dóms- málaráðherra afar hugleikin, en Íslendingar munu sem dæmi geta haft ökuskírteini sín á rafrænu formi í sím- anum í lok júní, ef allt gengur upp. „Það er slæmt þegar fólk upplifir ríkið þungt og sein- legt. Það er allt of langur bið- tími hjá sýslumanni, svo tekið sé dæmi. Með rafrænni stjórn- sýslu verður hægt að nálgast Maður lærir að takast á við til- finningar sínar og leyfa sér að líða illa í stutta stund og halda síðan áfram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.