Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR 19. JÚNÍ 2020 DV Áslaug segist vel geta séð fyrir sér að starfa við eitthvað allt annað í framtíðinni, eins og til dæmis sem kennari. MYND/VALLI ýmis eyðublöð og umsóknir og afgreiða mál með skjótari hætti. Það verður mikill mun- ur að geta þinglýst skjölum, sótt um fæðingarorlof og ann- að, rafrænt. Þetta mun spara tugi milljóna og auka þjónustu en fyrst og fremst auðvelda líf almennings.“ En hvað með að gifta sig rafrænt? „Já, það er spurning um votta og slíkt, en það er eitt- hvað sem gæti orðið að veru- leika. Ég er að reyna að ein- falda hjúskaparlögin þannig að til dæmis lögskilnaður verði aðgengilegri og einfald- ari. Ég hef mikinn áhuga á að reyna að einfalda líf fólks.“ Landamærabíllinn umdeildur Útlendingamálin eru mála- flokkur sem alltaf er talsvert í umræðunni. Áslaug segir málaflokkinn skiljanlega við- kvæman því hann snúist um fólk. „Við viljum öll gera vel, við höfum byggt upp öflugt verndarkerfi sem í senn á að vera mannúðlegt og virka vel. Stjórnsýslan er þó orðin of þung, kostnaðurinn mikill og verst af öllu að einstaklingar bíða of lengi eftir niðurstöðu sinna mála.“ Getum við ekki tekið á móti fleirum? „Jú og aldrei höfum við veitt fleirum vernd en í fyrra. Við þurfum þó að passa að kerfið fyrir alþjóðlega vernd sé neyðarkerfi og virki sem best fyrir þá einstaklinga sem þurfa á vernd að halda og eru á flótta undan ofsóknum og lífshættu. Á sama tíma verðum við að þora að ræða breytingar á atvinnuleyfi þeirra sem hingað vilja koma og vinna og eru í leit að betri lífskjörum.“ Svokallaður Landamærabíll var nýverið tekinn í notkun og hefur verið gagnrýndur hart fyrir þar sé ómálefnalega tekið á útlendingum. „Landa- mærabílinn var keyptur til að bæta úr athugasemdum sem komu frá Schengen um að landamæraeftirliti í höfnum hér væri ábótavant. Hann er því færanleg landamærastöð. Síðan er það einnig verkefni lögreglunnar, ásamt öðrum aðilum, að vinna að eftirliti á vinnumarkaði og var það einn angi af Lífskjarasamningn- um. Í skoðuninni felst hvort aðilar séu með gild skilríki og hafi tilskilin leyfi, og mat á hvort um fórnarlömb man- sals geti verið að ræða. Þessa vinnu þarf að nálgast faglega og þar á kynþáttahyggja, eða hvers kyns mismunun önnur, ekkert erindi.“ Hendir sér ekki á Tinder Áslaug segist almennt upplifa það jákvætt að vera ung kona í stjórnmálum og að það sé með- byr með henni frekar en hitt. „Mér leyfist að vera óþolin- móðari og ýta á eftir verk- efnum sem hafa ekki hreyfst lengi. Almennt fæ ég mjög gott viðmót og ég get hrist upp í hlutunum.“ Hún segist helst finna kyn- bundinn mun þegar spurning- ar um útlit og hjúskaparstöðu hennar komi upp. Hún viður- kennir að hún sé reglulega spurð um ástalíf sitt. „Það er ekki mitt að hafa áhyggjur af því hvað fólki finnst um mitt hjúskaparlíf.“ Hvernig er það fyrir hana sem einhleypa konu að eiga einkalíf? Dómsmálaráðherra hendir sér ekkert á Tinder, er það? „Nei.“ Áslaug segir að þetta sé ekkert vandamál. „Ég sótt- ist sjálf eftir því að vera í þeirri stöðu sem ég er í dag, svo ég mikla það ekki fyrir mér að finna leiðir til að sinna mínu einkalífi.“ Áslaug sér fyrir sér að eign- ast börn í framtíðinni og fer ekki í felur með það að athygl- in getur ekki verið alls staðar í einu. „Í öllum stórum verk- efnum þarf að gefa eitthvað annað eftir. Það er þó auðvitað vel hægt að eiga fjölskyldu, ala upp börn og vera ráðherra. En ég verð ekki endalaust hér. Maður veit aldrei hvernig lífið þróast. Ég hef einsett mér að sinna vel því sem ég er í hverju sinni. Ég hef lært það að lífið getur tekið marga, óvænta snúninga og því er mikilvægt að njóta þeirra verkefna sem maður sinnir hverju sinni.“ Gæti vel hugsað sér að verða kennari Aðspurð hvaða starf hún hefði valið sér ef hún hefði ekki farið í stjórnmál svarar hún: „Ég gæti bæði ímyndað mér að vera lögreglumaður og kennari. Ég fékk að kynn- ast kennarastarfinu í gegnum mömmu, sem alltaf var að leita nýrra leiða til að glæða áhuga nemenda sinna á efninu og nýta tæknina í kennslu. Síðan á maður ýmsum kennurum á lífsleiðinni mikið að þakka.“ Þú hræðist sum sé ekki dólgslæti? „Nei,“ svarar hún og brosir. „Ég hef gaman af fólki og mun alltaf velja mér starf þar sem ég þarf að vera í miklum sam- skiptum við fólk. Í skólakerf- inu er verið að hafa góð áhrif Ég hef lært það að lífið getur tekið marga, óvænta snúninga og því er mikilvægt að njóta þeirra verkefna sem maður sinnir hverju sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.