Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 21
Á ferð um landið BORGARNES Borgarnes er dásamlegur án- ingarstaður í nágrenni höfuð- borgarinnar. Þar eru fjölmörg skemmtileg söfn, þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. KRAUMA Krauma eru skemmtilegar náttúrulaugar við vatnsmesta hver Evrópu, Deild- artunguhver, og eru því í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá Borgarnesi. Náttúrulaugarnar innihalda hreint og tært vatn, beint úr Deildartunguhver, sem kælt er með vatni undan öxlum Oks. Laugarnar eru sex talsins, fimm heitar og ein köld. Engum sótthreinsandi efnum er bætt í vatnið, heldur er hreinleiki þess tryggður með mjög miklu vatnsrennsli í laugarnar. Huggu- legur veitingastaður er á staðnum og slökunarherbergi. Hægt er að panta sér drykk ofan í laugarnar og tilvalið að gefa sér góðan tíma til að slaka á. Í júní bjóða til dæmis Nova, Olís og Arion banki tvo fyrir einn, frá sunnudegi til fimmtudags, og þeir sem eru með Icelandic Coupons eru með 15% afslátt í böðin. Einnig er boðið upp á tilboð í tengslum við ferðaávísunina. LANDNÁMSSETRIÐ Í Landnámssetri Íslands er hægt að kynnast Egils sögu og landnámssögunni í nútímaútfærslu. Í Landnámssetrinu eru tvær fastar sýningar, önnur um landnám Íslands, en hin um Egils sögu. Farið er í gegnum sýningarnar með hljóðleiðsögn sem til er á 15 tungumálum, auk sérstakrar barnaleiðsagnar á íslensku. Safnið er einstaklega vel heppnað og lifandi. Þar eru reglulegir viðburðir og veitingastaðurinn virkilega góður. Hugmyndina að Landnáms- setrinu fengu hjónin Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmunds- dóttir sumarið 2003 og byggðu það upp af miklum myndarbrag. Kjartan er virtur leikstjóri og bera sýningarnar allar keim af hæfileikum hans. SAMGÖNGUSAFNIÐ OG LATABÆJARSAFNIÐ Í Samgöngusafninu er að finna fornbíla frá síðustu öld, ljósmyndir og sögur, auk veglegs safns af lög- regluhúfum. Í Latabæjarsafninu eru litríkir og skemmtilegir munir sem notaðir voru við tökur sjón- varpsþáttanna um íþróttaálfinn og félaga hans, en forsprakki þátt- anna og íþróttaálfurinn sjálfur, Magnús Scheving, er uppalinn í Borgarnesi. Tók Magnús sjálfur virkan þátt í að koma Latabæjar- safninu upp, en hann þykir ansi handlaginn. BJÖSSARÓLÓ Það er stutt gönguleið frá Eng- lendingavík og yfir á Bjössaróló. Róluvöllurinn er allur gerður úr endurunnu efni, svo sem rekavið. Bjössaróló er hannaður og smíð- aður af Birni Guðmundssyni. Á Bjössaróló eru rólur, rennibrautir, vegasalt, gamall bátur, brú og ýmislegt fleira skemmtilegt. Fjaran liggur svo á milli Englend- ingavíkur og Bjössarólós og þar er upplagt að tína nokkrar skeljar og byggja kastala, ef fata og skófla eru með í för. LEIKFANGASAFNIÐ Leikfangasafn Soffíu saman- stendur af safni Óskar Elínar Jóhannesdóttur og leikfangasafni sem var staðsett í Iðnó, ásamt leikföngum í eigu velunnara safns- ins. Safnið er opið öllum. Frítt er á safnið, en frjáls framlög eru vel þegin og lítill baukur er á staðnum. Safnið er staðsett við hlið Eng- lendingavíkur og er því tilvalið að reka þar inn nefið á leiðinni á Bjössaróló, eða á leið í kræsingar á pallinum á Englendingavík. STEÐJI BRUGGHÚS OG GISTING Brugghúsið Steðji tekur bæði á móti gestum í skoðunarferð og smakk í gestastofu sinni. Brugg- húsið er eigu hjónanna Svanhildar Valdimarsdóttur og Dagbjarts Ari- líussonar, sem einnig reka gist- ingu í formi hálfgerðra smáhýsa, sem líta út eins og bjór tunn ur. Brugghúsið framleiðir ýmiss konar bjór, til dæmis Halelúja jólabjór og Súran þorrabjór með keim af hvals eista. Steðji er í 25 mínútna akstursfjarlægð frá Borgarnesi. ENGLENDINGAVÍK Við Kaupfélagsfjöruna í Borgar- nesi er að finna guðdómlegt gisti- hús og veitingastað. Staðurinn er einstaklega notalegur og leitast er við að láta húsnæðið halda sér sem upprunalegustu. Huggulegur pallur er fyrir utan veitingahúsið, þar sem yndislegt er að sitja á góðviðrisdögum og virða fyrir sér litlu Brákarey. Skipulagðar uppákomur verða á staðnum alla laugardaga í júlí og ágúst. B59 Það er nokkuð ljóst að Borgarnes hefur ansi margt upp á að bjóða og því tilvalið að dvelja yfir nótt. B59 er eitt best geymda leyndarmál lands- ins, en þar er virkilega góður matur á hagstæðu verði (tveir veitingastað- ir), falleg herbergi, spa og afar þjón- ustulundað starfsfólk. Mælt er með að kíkja á Snorra Bistro í hádeginu, en þar má fá góðan mat á mjög góðu verði að ógleymdum Aperol Spritz kokteilnum, sem allir elska. Í júní er boðið upp á tilboð, gisting með freyðandi fordrykk, aðgang í spa, þriggja rétta kvöldverði og morgun- verði á aðeins 24.900 krónur. HAMARSVÖLLUR Borgarnes býr yfir glæsilegum 18 holu golfvelli, sem stendur rétt fyrir utan bæinn. Völlurinn skartar líka ákaflega skemmti- legum starfsmönnum, ef marka má nýlega frétt á heimasíðu vallarins: „Hamarsvöllur kom vel undan vetri, þrátt fyrir að sá skratti hafi verið mjög rysjóttur og viðsjárverður. Framkvæmdastjóri / vallarstjóri hóf þó snemma að kitla gróðurinn til dáða á flötum og öðrum mikilvægum stöðum.“ MYND/GETTY MYND/AÐSEND SKJÁSKOT/FACEBOOK MYND/AÐSEND MYND/PJETUR MYND/AÐSEND SKJÁSKOT/FACEBOOK MYND/AÐSEND SKJÁSKOT/FACEBOOK MYND/AÐSEND FÓKUS 21DV 19. JÚNÍ 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.