Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Blaðsíða 8
8 UMRÆÐA Sandkorn 21. febrúar 2020 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir Prentun: Torg prentfélag Dreifing: Póstdreifing Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Aftur til fortíðar É g er ekkert sérstaklega fjármálalæs, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir foreldra minna til að reyna að berja það inn í höfuðið á mér. Ég bý samt yfir ákveðinni lágmarks- þekkingu; að eyða ekki umfram efni (eða reyna það allavega), ekki skuldsetja mig upp í topp og sníða stakk eftir vexti. Draga saman seglin þegar á reynir og velja tímapunktinn mjög vel þegar ég ákveð að þenja þau lítillega út. Mikil áhersla í uppeldinu á að spara fyrir því sem maður vill eignast hefur nýst mér vel. Ég safnaði mér fyrir fyrsta sjón- varpinu, fyrsta bílnum, nokkurra mánaða Evrópureisu. Þetta hef ég reynt að innprenta mínum börn- um og var mjög hreykin af mér á dögunum þegar næstyngsta barnið, 10 ára, keypti „loksins“ sinn fyrsta síma sem það hafði safnað fyrir alveg sjálft. Ég var enn hreyknari af barninu því það er staðreynd að þegar maður þarf að eyða peningum sem maður hefur unnið fyrir og safnað, jafn- vel í mörg ár eins og í þessu tilviki, verða hlutirnir sem maður eyðir þeim í dýrmætari. Svo má ekki gleyma gömlu, góðu reglunni sem móðir mín básúnaði sí og æ þegar komu út- sölur – að maður sparar ekkert með því að eyða peningum. Mað- ur getur vissulega gert kjarakaup og fengið óþarfa hluti ódýrari en ella. Það finnst hins vegar enginn sparnaður í svoleiðis gjörningi. Í ljósi þessara lífslexía, sem ekki aðeins foreldrar mínir hafa til- einkað sér heldur einnig fremstu sparnaðarráðgjafar, þá hef ég ill- an bifur á þeirri röksemdafærslu Landsbankans að það að eyða tæpum tólf milljörðum í stein- steypu sé sparnaður. Það tekur bankann samt rúma tvo áratugi að borga upp nýjar höfuðstöðvar sínar á dýrustu lóð landsins en samt er þetta sett undir hatt hag- ræðingar og sparnaðar. Eins og við almúginn séum slefandi hálf- vitar og kaupum þessa vitleysu. Ekki er langt síðan Landsbank- inn blés til umfangsmikillar aug- lýsingaherferðar undir formerkj- unum Ungt fólk og peningar. Herferðin snerist um sparnað. Andlit herferðarinnar var náms- maður með takmarkaðar tekjur en fjögurra milljóna króna úr á úlnliðnum. Ætli það hafi ekki verið sama hugmyndafræði og með steinsteypuna? Námsmað- urinn hefur kannski átt eldgamalt úr sem gekk ekki nógu vel með þeim afleiðingum að hann var alltaf of seinn. Því hafi hann spar- að mörg hundruð þúsund með því að kaupa sér almennilegt úr frá úraframleiðanda sem er heims- þekktur fyrir rándýr úr. Verður samt einhver ár að borga það upp. Skítlúkkar samt. Stöðutákn. Þetta eru skilaboðin sem einn af stóru bönkunum á Íslandi sendir. Við eigum að skuldsetja okkur upp í topp, kaupa hluti sem við höfum ekki efni á og spara með því að halda ímyndinni tipp topp. Kaupa okkur Range Rover, smella á okkur Rolex-úri og kaupa íbúð á dýrasta bletti bæjar ins. Borða þriggja rétta mál- tíð á hverju kvöldi. Fara fimm sinnum til útlanda á ári. Maxa kreditkortið og skipta greiðslum út í hið óendan lega. Allt í nafni sparnaðar og hagræðingar. n Spurning vikunnar Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Mái snýr aftur Nú styttist óðum í endurkomu Þorsteins Más Baldvinssonar í forstjórastól Samherja. Hann steig til hliðar í nóvember á meðan norska lögmannsstof- an Wikbork Rein rannsakaði starfsemi Samherja í Nami- bíu. Samherji stendur sjálfur fyrir rannsókninni og greiðir lögmannsstofunni fyrir þjón- ustuna. Björgólfur Jóhannsson tilkynnti í vikunni að hann ætli að láta af störfum sem starfandi forstjóri Samherja fyrir lok marsmánaðar. Þessi tíðindi ættu því væntanlega að fela í sér að rannsókn Wik- borg Rein sé lokið, eða við það að ljúka. Margir hafa gagnrýnt rannsóknina þar sem hún sé dæmd til að vera hlutdræg því Samherji kosti hana sjálfur. Þessi tíðindi þýða líka að Þor- steinn stefni á endurkomu þá og þegar. Það hefði kannski verið eðlilegra fyrir Þorstein að bíða þess að rannsókn opin berra aðila á fyrirtækinu lyki og kannski líka að bíða eftir því hver sú niðurstaða yrði. En aftur á móti eru það rannsóknir sem hann hefur enga stjórn á, og getur þar af leiðandi vart vitað niðurstöð- una fyrirfram. Sólveig og Dagur í hár saman Efling greindi frá því í vikunni að félagið hefði lagt fram nýtt tilboð í kjaraviðræðunum við borgina sem hafi verið „sáttar- hönd láglaunafólks“. Borgar- stjóri greindi frá því að borgin hefði að sama skapi lagt fram tilboð sem fæli líklega í sér mestu hækkun lægstu launa sem samið hafi verið um. Að- ilar beggja vegna samninga- borðsins furða sig á dræmum undirtektum gagnaðilans. Erfitt er fyrir almenning að átta sig á stöðunni. Hvað er það nákvæmlega sem Efling er að fara fram á og hvað er það nákvæmlega sem borgin hef- ur boðið á móti? Eitt er líklega ljóst og það er að öll umræða um kjaraviðræður fyrir opnum tjöldum hefur rækilega verið kæfð og þar til samningar nást og verða kynntir félagsmönn- um þá verðum við hin líklega að gera okkur að góðu að reyna að fylla í eyður gífuryrða og mótsagnakenndra full- yrðinga í hálfkveðnum vísum Eflingar og Reykjavíkurborgar. Grjónagrautur með rúsínum. Stefán Eiríksson Pasta carbonara Þórunn Ívars Það er rjúpusúpa. Forréttur borðaður einu sinni á ári alla tíð. Þóra Tómasdóttir Ég borðaði kolkrabba í óvæntu og skyndilegu vetrarfríi hér í Lissabon í gær. Held að hann sé í uppáhaldi akkúrat núna Guðmundur Gunnarsson Leiðari Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Þingað um jafnrétti Fjölmennt var í Hörpu þegar jafnrétti var reifað og ljóst að málefnið brennur á mörgum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.