Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Side 44
44 FÓKUS 21. febrúar 2020 É g vil bara að fólk viti af þessu, svo það geti verið vel upplýst og farið varlega,“ segir ung íslensk kona sem komst í kynni við mann í gegnum Tinder-forritið og hitti hann síðar á stefnumóti. Stuttu seinna komst hún að því að maðurinn hefði hlotið þriggja ára fangelsisdóm fyrir að taka þátt í að hópnauðga konu. Konan kynntist mannin- um í gegnum forritið í seinasta mánuði. Þau spjölluðu saman um tíma áður en þau ákváðu að hittast í eigin persónu og fara út að borða. „Mér fannst hann skemmtileg- ur og fínn gaur en samt eitthvað pínulítið „off“ við hann áður en við hittumst. Meira „off“ við hann á deitinu, og sú tilfinning fyrir honum varð bara sterkari með hverjum degi eftir deitið,“ segir konan en hún segir manninn hafa verið ákafan í að hitta hana aftur eftir þetta. Hún ákvað hins vegar að fylgja innsæinu og leita á náðir Google til að finna upplýsingar um manninn. „Þar sem ég er mjög lífsreynd kona að þá þekki ég ansi margt. Ég veit eitt og annað og er góð í að lesa fólk, og er næm fyrir fólki í þokkabót.“ Grunur konunnar reyndist réttur. Maðurinn sem hún kynnt- ist á Tinder heitir Ingi Björn Inga- son. Hann og félagi hans Jakob Viðar Grétarsson voru dæmdir í þriggja ára fangelsi árið 2016, fyrir að hafa nauðgað konu á heimili Inga. Konuna höfðu þeir hitt fyrr um kvöldið á skemmtistaðnum Spot en fyrir dómi sagðist konan hafa verið mjög ölvuð og ekki munað hvernig hún endað heima hjá Inga. Félagarnir tveir þving- uðu konuna inni í svefnherbergi Inga þar sem þeir brutu á henni kynferðislega og skildu hana eftir með marbletti á upphand- leggjum, hægri framhandlegg og hægri sköflungi. Braut gegn 12 stúlkum Undanfarin misseri hafa ís- lenskar konur reglulega birt færslur á samfélagsmiðlum og sagst hafa rekist á eða átt sam- ræður við dæmda ofbeldis- og kynferðisglæpamenn á forritinu. Í sumum tilfellum hafa samræð- ur á forritinu leitt til stefnumóts. Erol Topal, 48 ára karlmaður, var skráður á Tinder á seinasta ári. Aðeins ári áður hafi Erol hlotið fimm ára fangelsi fyrir að nauðga tveimur konum, þeirri fyrri árið 2015 og þeirri seinni árið 2016. Þeirri fyrri nauðgaði Erol eftir að hafa elt hana heim að nóttu til. Seinni nauðgunin átti sér stað á heimili Erols og var einkar hrottaleg og stóð lengi yfir, Erol hafði deilt leigu bíl með kon- unni úr miðbæn um. Hann beitti hana of beldi meðal ann ars með því að slá hana og kýla ít rekað í and lit og lík ama. Í samtölum við lögreglu staðfestu ná grann ar hans að þeir hefðu heyrt ösk ur og hróp í rúm an klukku tíma áður en þeir kölluðu til lög reglu, en þeir töldu í fyrstu að hljóðin kæmu frá bíó mynd. Sjálfur hélt Erol því fram fyrir dómi að konan hefði sjálf veitt sér þá áverka sem fund- ust á henni. Árið 2013 var Eyþór Kolbeinn Kristbjörnsson sakfelldur í Hér- aðsdómi Reykjavíkur fyrir kyn- ferðisbrot gagnvart tólf ungum stúlkum. Eyþór tældi stúlkur til sín undir því yfirskini að hann væri „áhugaljósmyndari“ sem vildi mynda þær. Hann var einnig kærður fyrir þrjár nauðganir en aðeins sakfelldur fyrir eina. Nauðgunin sem hann var sak- felldur fyrir beindist gegn 16 ára stúlku, en yngstu fórnarlömb Eyþórs voru tólf og þrettán ára þegar hann braut gegn þeim. Hann var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Málið var tölu- vert til umræðu á sínum tíma og hlaut Eyþór Kolbeinn fljótlega uppnefnið „Eyþór áhugaljós- myndari.“ Hann afplánaði dóm sinn í fangelsinu að Sogni. Undanfarin misseri hafa DV borist nokkrar ábendingar um að Eyþór sé virkur á Tinder-for- ritinu og sé sífellt að stofna nýj- an aðgang. Oftast notast hann við nafnið Thor. „Mun líklega adda þér á Snap“ Í ágúst 2016 nauðgaði 19 ára piltur, Elvar Sigmundsson, tveim- ur unglingsstúlkum í sömu vik- unni. Brotin voru hrottaleg en brotaþolar voru báðir 15 ára. Þeirri fyrri nauðgaði hann mánu- daginn 25. júlí og þeirri síðari helgina eftir, aðfaranótt sunnu- dagsins 31. júlí. Fyrri nauðgun- in átt sér stað á heimili Elvars, hjá foreldrum hans í Reykjanes- bæ. Stúlkan sem varð fyrir því broti lýsti því fyrir dómi svo að hún hefði talið að hún myndi deyja þar og þá. Elvar beitti hana grófu ofbeldi auk þess að nauðga henni. Hann tók hana meðal annars kverkataki, sló hana ítrek- að í andlitið og steig á háls henn- ar þar sem hún lá á gólfinu. Í desember þetta sama ár var Elvar dæmdur í fimm og hálfs ára fangelsi fyrir brotin. Í júlí 2017, aðeins sjö mánuðum seinna var hann hins vegar kominn á Vernd, eftir að hafa verið á Sogni, og bú- inn að stofna aðgang á Tinder. DV greindi frá málinu á sínum tíma. Fram kom að Elvar hefði byrj- að á Tinder um svipað leyti og hann var á leið á Vernd en á Sogni er öll notkun samskiptamiðla bönnuð. „Ljóst er að hann var virkur á stefnumótaforritinu því hann „super-lækaði“ nýverið unga stúlku líkt og sjá má á meðfylgj- andi mynd. Það þýðir með öðr- um orðum að hann lýsti yfir eindregnum áhuga á frekari kynnum. Á Tinder lýsir hann sér svo: „Lele mun mest líkleg- ast adda þér á snap ef ég sé það cause why the fuck not? Fun having friends“. Samfangi Elvars sem DV ræddi við sagðist óttast veru- lega að hann myndi nauðga aftur þar sem hann hefði sagt „þetta vera eðlilega framkomu við druslur“. Skráði sig á Tinder áður en hann lauk afplánun Árið 2017 hlaut Hrafn- kell Óli Hrafnkelsson tíu ára fangelsis dóm fyrir hrottalegt ofbeldi gegn konu á þrítugs- aldri. Í nóvember 2018 greindi DV frá því að finna mætti að- gang á Tinder undir hans nafni og mynd. Hrafnkell var dæmdur fyrir tilraun til mann- dráps, frelsissviptingu, nauðg- un og sérstaklega hættulega lík- amsárás gegn konunni. Samkvæmt dómnum kom Hrafnkell óboðinn til konunn- ar ásamt félaga sínum eftir að hafa skemmt sér í miðbænum. Konan leyfði þeim að gista á sófa í stofunni. Fyrr en varði var hann kominn inn í svefnherbergi hennar og fór að káfa á henni. Þegar hún hafnaði honum hófst nærri þriggja tíma martröð. „Vitn- ið kvaðst þó hafa náð að losa sig og hlaupa fram á gang og opna útidyrahurðina, en vegalengd- in sé svo stutt að ákærði hefði strax náð vitninu og snúið það niður með hálstaki fyrir utan úti- dyrahurðina. Vitnið kvaðst hafa reynt eins og það gat að sparka og klípa í punginn á ákærða og losna,“ segir meðal annars í dómi. Samkvæmt dómi stóð þetta yfir lengi og fannst konunni eins og hún væri að deyja. Það eina sem hún mundi af þessu hefði verið að hún hefði hætt að geta hreyft sig og hristist í fótunum. Fram kom í frétt DV að það væri að vísu ekki útilokað að einhver DÆMDIR NAUÐGARAR Á TINDER n Fjölmörg dæmi eru um að dæmdir kynferðis- og ofbeldisglæpamenn séu skráðir á forritið n „Ómögulegt að skima alla“ Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.