Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Blaðsíða 46
46 21. febrúar 2020STJÖRNUSPÁ
stjörnurnar
Spáð í Afmælisbörn vikunnar
Naut - 20. apríl–20. maí
Fiskur - 19. febrúar–20. mars
Vatnsberi -
20. janúar–18. febrúar
Steingeit -
22. desember–19. janúar
Bogmaður -
22. nóvember–21. desember
Sporðdreki -
23. október–21. nóvember
Vog - 23. sept.–22. október
Meyja - 23. ágúst–22 .sept.
Ljón - 23. júlí–22. ágúst
Krabbi - 22. júní–22. júlí
Tvíburi - 21. maí–21. júní
Stjörnuspá vikunnar
Gildir 23. – 29. febrúar
Þú skalt passa að taka frá tíma til að
hugleiða og vera með sjálfri/um þér. Í
einsemdinni fæðast oft bestu hugmynd-
irnar. Þér er ráðlagt að tileinka þér betri
svefnvenjur; fara fyrr að sofa og vakna
snemma. Búðu til reglu og fylgdu henni
frá A til Ö. Ekki svindla!
Það sem einkennir næstu vikur er góð
samvinna að sameiginlegu verkefni. Þú
safnar góðu fólki í kringum þig, brýtur
odd af oflæti þínu og lærir að miðla
málum og vinna með fólki. Út úr þessu
samstarfi kemur eitthvað stórkostlegt
– vittu til.
Það fer þér ekkert sérstaklega vel að
vinna alltof mikið – þú ert einfaldlega
ekki nógu hraust/ur til að þola það. Að
lokum gefur kroppurinn sig og þú verður
að horfast í augu við að þú virkar ekki vel
undir álagi. Kannski er kominn tími á að
þú skiptir um vinnu?
Það kemst lítið annað að hjá þér þessa
dagana en spennandi ferðalag sem
þú ert að skipuleggja. Þú hefur velt því
mikið fyrir þér hvert þig langar að fara og
loksins er það ákveðið. Þessi ferð verður
stórkostleg og breytir lífi þínu á fleiri vegu
en þig grunar.
Þú þráir að endurvekja kynni við gamlan
vin sem er svo þægilegur í umgengni.
Þetta er vinur sem þú getur setið með
dægrin löng án þess að segja aukatekið
orð. Þetta er vinur sem skilur þig og það
er það sem þú þarft núna. Vinur sem
dæmir ekki.
Lífið er of stutt fyrir hálfkák. Þér finnst
erfitt þessa dagana að vera föst/fastur
í fari sem leyfir þér ekki að blómstra. Þú
gerir ekkert 100 prósent og það veldur þér
kvíða. Nú er tíminn til að slíta sig lausa/n,
fylgja innsæinu og láta draumana
rætast.
Þú þarft að setja meiri athygli á heilsuna
og ferð hamförum í eldhúsinu. Þú finnur
ástríðuna fyrir eldamennsku aftur og
töfrar fram alls kyns gúmmulaði fyrir þig
og þína. Þú ert búin/n að vera að leita að
neistanum og stundum þarf ekki að leita
langt yfir skammt.
Það er þvílík ástríðusprengja sem ríður
yfir þessa dagana – sérstaklega hjá
einhleypum sporðdrekum. Þeir einhleypu
hafa verið að hitta ýmsa vonbiðla undan-
farið og njóta þess að upplifa nýja hluti
í svefnherberginu. Lofaðir sporðdrekar
gera allt til að gleðja makann, sem tekst
prýðilega.
Hugur þinn er skýrari og þú ert jarð-
bundnari en þú hefur verið í langan tíma.
Þú einbeitir þér að heimilislífinu og að
verkefnum heima við sem hafa setið á
hakanum. Það veitir þér mikla gleði og
þú færð sjaldgæft tækifæri til að virkja
sköpunargáfuna.
Þú átt þér draum og hefur átt hann lengi.
Hins vegar hefur þú ekki tekið af skarið
enn þá til að láta hann rætast – fyrr en
núna. Þú átt spennandi tíma í vændum,
þar á meðal ferð með einstaklingi sem
mun hjálpa þér að láta drauma rætast.
Þig langar að taka þig á og hafa aga
í lífinu. Þú þarft að setjast niður og
skipuleggja þig vel, hvort sem það er í
heimilislífinu eða vinnunni. Losaðu þig við
hluti og muni sem gera þér ekkert gott.
Taktu til í kringum þig og innra með þér.
Hvaða áskorun viltu leggja fyrir þig?
Hefur þig kannski dreymt lengi um þessa
áskorun en ekki þorað að taka stökkið?
Nú er tíminn kominn og þú skalt heldur
betur stökkva og dýfa þér í djúpu laugina.
Ástina finna einhleypir fiskar á óvæntum
stað og það er dásamlegt.
Hrútur - 21. mars–19. apríl
J
ón Viðar Arnþórsson, einn stofnenda Mjölnis,
leitar nú að kaupanda að hlut sínum í íþróttafé-
laginu en hann er einn af stærstu eigendunum
með 14,71 prósents hlut. DV ákvað að leggja
tarot fyrir Jón Viðar og sjá hvað framtíðin ber í skauti
sér. Lesendur geta sjálfir dregið tarotspil á vef DV.
Sérstök manneskja
Fyrsta spil sem kemur upp er 2 bikarar. Það tákn-
ar sérstaka manneskju sem á stóran þátt í daglegu
lífi Jóns Viðars. Þar ríkir traust, heiðarleiki og gagn-
kvæm virðing. Jón Viðar hrífst af þessari mann-
eskju og treystir henni fyrir sínum dýpstu
óskum og leyndarmálum. Það ríkir mjög
gott jafnvægi í sambandinu. Hins vegar
virðist einhvers konar ósætti hafa átt
sér stað en nú er það á bak og burt,
enda afar lítilfjörlegt í stóra sam-
henginu. Hugsanlega er trúlofun eða
gifting í vændum.
Stór viðburður
Svo er það Keisaraynjan. Aftur kem-
ur upp stór viðburður í lífi Jóns Við-
ars; gifting eða barnsburður birt-
ist hér. Það ríkir mikil vellíðan
í ástarsambandi sem hann
er í. Þar ríkir kærleik-
ur, heiðarleiki og
hrein vinátta.
Saman skapa
þau eftir-
sóknarvert
umhverfi
sem er
umlukið
hlýju,
umhyggju og aðhaldi. Það er gaman að vera í kring-
um Jón Viðar og í fyrsta sinn í langan tíma er hann
afar sáttur við sjálfan sig.
Breytingar til batnaðar
Loks er það spilið Breytingar. Það er kafli senn á
enda, sá kafli sem tengist Mjölni. Nýr er um það
bil að hefjast og það er tími til að fagna þessum
breytingum, enda eru þær til batnaðar. Aftur kem-
ur upp mikilvægur viðburður, en nú tengist hann
nýju starfi eða flutningi. Jón Viðar er minntur á að
breytingar geta verið erfiðar í fyrstu en þess-
ar breytingar hafa ekkert nema gott í för
með sér. Um leið og Jón Viðar stend-
ur í þessum breytingum verður hann
að gera upp fortíðina, gefa hana upp
á bátinn og bjóða nýja kafl-
ann velkominn með
allri sinni gleði og
hamingju. n
Lesið í tarot Jóns Viðars
Andstæður mætast -
Svona eiga þau saman
T
ónskáldið Hildur Guðnadóttir hefur svo
sannarlega heillað heimsbyggðina upp úr
skónum síðustu vikur og mánuði. Hennar
heittelskaði, tónskáldið Sam Slater, hefur stað-
ið sem klettur við bak hennar. Því datt DV í hug að
rýna í stjörnumerki turtildúfnanna og athuga hvernig
þær eiga saman.
Hildur er meyja og Sam er krabbi, tvö afar ólík
merki enda blossar þessi ást upp hratt og örugglega.
Meyjan og krabbinn þurfa smá tíma til að sjá hve góð
þau eru saman, en það þýðir aðeins að sambandið
verður traustara fyrir vikið.
Bæði meyjan og krabbinn eru afar metnaðarfull og
hlaupa í átt að markmiðum sínum. Þau eru stoð og
stytta hvort annars og virkilega trú hvort öðru. Hvor-
ugt merkið er gefið fyrir einnar nætur gaman og því
nenna þau engu haltu-mér-slepptu-mér veseni.
Bæði krabbinn og meyjan leggja hart að sér og
uppskera það sem þau hafa sáð. Þau vilja ekki fá neitt
gefins og geta ekki notið ríkidæmis eða velgengni án
þess að vita að þau hafi unnið fyrir því.
Vissulega geta þau stundum farið í taugarnar á
hvort öðru. Meyjan er ofboðslega smámunasöm oft
og krabbinn mikill sveimhugi. En smáhnökrar eru
auðveldlega leystir þegar sambandið er jafnsterkt og
samband Hildar og Sams. n
Hildur
Fædd: 4. september 1982
Meyja
n traust
n ljúf
n vinnuþjarkur
n hagsýn
n feimin
n of gagnrýnin
Sam
Fæddur: 23. júní 1989
Krabbi
n þrautseigur
n hugmyndaríkur
n traustur
n tilfinningavera
n óöruggur
n skaphundur
Gerir upp fortíðina
n 23. febrúar Hrönn Þorsteinsdóttir gleðisprengja, 45 ára
n 23. febrúar Leifur Sigfinnur Garðarsson körfuknattleiksmaður, 52 ára
n 24. febrúar Sindri Birgisson leikari, 40 ára
n 25. febrúar Nína Dögg Filippusdóttir leikkona, 46 ára
n 26. febrúar Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður, 48 ára
n 27. febrúar Baltasar Kormákur leikstjóri, 54 ára
n 28. febrúar Örn Úlfar Sævarsson handritshöfundur, 47 ára