Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Blaðsíða 32
32 PRESSAN 21. febrúar 2020 A ð kvöldi 3. maí 2007 hvarf Madeleine McCann, sem vantaði 10 daga upp á að ná fjögurra ára aldri, úr íbúð í Ocean Club í Praia da Luz í Portúgal þar sem hún var í sumar fríi með foreldrum sínum. Þau höfðu skilið Madeleine og tveggja ára tvíburasystkin henn- ar eftir í íbúðinni meðan þau fóru að borða á nálægum veitinga- stað með vinum sínum. Allt frá þessu örlagaríka kvöldi hefur lög- reglan, bæði sú portúgalska og sú breska, unnið að rannsókn málsins, þó með hléum, en án árangurs. Margar kenningar hafa verið settar fram um hvað gerð- ist þetta kvöld en þær hafa ekki leitt til nokkurs sem hefur varpað skýru ljósi á afdrif hennar. Margt hefur verið rætt og ritað um málið og heimildamyndir hafa verið gerðar. Einna mesta athygli vakti líklegast heimilda- mynd Netflix, The Disappearance of Madeleine McCann, en í henni er rætt við lögreglumenn, sem hafa unnið að rannsókn máls- ins, auk annarra. Ekki er að sjá að áhugi fólks á málinu fari þverr- andi og öðru hverju skjóta upp kollinum nýjar kenningar um af- drif hennar. Líklega mun það halda áfram að gerast næstu árin ef að ekki fæst niðurstaða í mál- ið. Eftirtaldar kenningar eru með- al þeirra sem hafa verið einna mest ræddar meðal fólks í gegn- um árin. Foreldrar hennar áttu hlut að máli Fljótlega eftir að Madeleine hvarf fóru að heyrast raddir sem töldu að foreldrar hennar, læknahjón- in Kate og Gerry McCann, ættu hlut að máli. Í september 2007 fengu þau stöðu grunaðra í rann- sókn portúgölsku lögreglunn- ar. Kenningin var að þau hefðu orðið dóttur sinni að bana fyrir slysni með því að gefa henni of mikið af róandi lyfi í þeirri von að hún svæfi á meðan þau færu út að borða með vinum sínum. Hjónin áttu síðan að hafa falið líkið, sett brottnám hennar á svið og þremur vikum síðar, þegar leit að Madeleine stóð sem hæst, að hafa sett lík hennar í farangurs- rými bílaleigubíls og ekið með það á afskekktan stað þar sem þau földu það. Svo virðist sem portúgalska lögreglan hafi trúað þessu eða einhverju álíka og það virðist hafa styrkt trú hennar að tveir sporhundar, sem breska lög- reglan fór með til Algarve í júlí 2007, virtust gefa ákveðna svörun. Annar hundanna var sérþjálfaður í að greina lykt af mannsblóði en hinn af líkum fólks. Farið var með þá á marga staði en þeir sýndu engin viðbrögð nema í íbúðinni sem McCann- fjölskyldan hafði dvalið í. Líkleitarhundurinn sýndi einnig viðbrögð þegar hann fór í bílaleigubílinn sem McCann- hjónin leigðu 24 dögum eftir að dóttir þeirra hvarf. Breskir sérfræðingar rannsök- uðu hár og trefjar sem fundust í bílnum og íbúðinni. Fjórum dög- um eftir að þeirri rannsókn lauk fengu foreldrarnir stöðu grun- aðra í málinu hjá portúgölsku lögreglunni. Þarlendir lögreglu- menn sögðu að DNA-gögn væru ein af ástæðunum fyrir því. Síð- ar kom í ljós að hvorki frammi- staða leitarhundanna né DNA- -gögnin voru eins skotheld og sumir töldu. Deilt hefur verið um áreiðanleika leitarhunda. Í einu bandarísku máli féllst dómari á greiningu á frammistöðu þriggja líkleitarhunda en þeir reyndust hafa rangt fyrir sér í 78%, 71% og 62% tilfella. Hvað varðar DNA-gögnin voru ákveðnir fyrirvarar á þeim þegar niðurstaða bresku rannsóknar- stofunnar lá fyrir. Yfir maður rannsóknarstofunnar sagði að ekki væri hægt að skera úr um hvort það hefðu verið erfðaefni úr Madeleine sem fundust í bílnum. Til þess hafi vantað fleiri þætti í gögnin. Ekki væri hægt að útiloka að um erfðaefni einhvers annars væri að ræða. Í júlí 2008 féll portúgalska lög- reglan frá grun sínum á hendur McCann-hjónunum en þau héldu alltaf og hafa alltaf haldið fram sakleysi sínu. Þau hafa alla tíð vísað „fáránlegum“ kenning- um, um að þau hafi notað bíla- leigubílinn til að losa sig við lík Madeleine, á bug. Innbrot fór úrskeiðis Önnur vinsæl kenning er að innbrot í íbúð McCann- fjölskyldunnar hafi farið úrskeiðis. SANDBLÁSTURSFILMUR Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is Ráðgjöf Tilboð Hönnun Uppsetning n Ýmsar kenningar hafa engu skilað n Leit hefur staðið síðan hún hvarf í Portúgal árið 2007 Hvarf Madeleine McCann – Hvað varð um hana? Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.