Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Blaðsíða 22
22 21. febrúar 2020FRÉTTIR
Ó
tímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem
starfa fyrir Reykjavíkurborg hófst í vikunni. Má
einkum gæta áhrifa verkfallsins á leikskólum og
hjúkrunarheimilum þar sem þjónusta er skert eða
engin.
Að grípa til verkfalla er engin nýlunda á Íslandi, en sagt
hefur verið að Íslendingar eigi heimsmet í verkföllum.
Davíð Oddsson sagði meðal annars í þjóðhátíðarræðu
sinni um aldamótin síðustu:
„En við eigum samt enn heimsmet í þeirri „íþrótta-
grein“. Það er eina heimsmetið af þessu tagi í okkar hönd-
um og er það örugglega ekki met sem nokkur þjóð reynir
að hafa af okkur. Það er við okkur sjálfa að eiga. Um það
verður vart deilt að tapaðir vinnudagar eru tapað fé. Verk-
föll eru sjálfsagt óhjákvæmilegt baráttutæki en óhófsnotk-
un á því tæki er öllum til ills. Það er vissulega engum ein-
um aðila um að kenna að svo illa hefur tekist til.“
Verkfallsrétturinn er mikilvægt tól launþega til að knýja
fram kjarabætur og til að verja réttindi sín. Íslendingar hafa
verið duglegir síðustu 100 árin að nýta þennan rétt, þó að
á tíðum hafi stjórnvöld ákveðið að grípa inn í deiluna með
lagasetningu.
Eftirminnileg verkföll á
Íslandi síðan um aldamótin
Framhaldsskólakennaraverkfall 2000
Framhaldsskólakennarar fóru í verkfall árið 2000 sem stóð
í einar átta vikur eða 62 daga. Nokkuð var um brottfall
nemenda í framhaldsskólum vegna verkfallsins og í mörg-
um skólum reyndist þrautin þyngri að koma nemendum
aftur í gang að verkfalli loknu.
Grunnskólakennaraverkfall 2004
Grunnskólakennarar fóru í verkfall þann 20. september
2004 og stóð verkfallið í 39 virka daga, eitt það lengsta í
sögu íslenskra skóla. Verkfallinu lauk með inngripi löggjaf-
ans þegar Alþingi setti bráðabirgðalög sem bönnuðu verk-
fallið. Í kjölfarið fengu samningsaðilar frest til að ganga frá
samningum áður en deilan færi fyrir gerðardóm. Samn-
ingar tókust áður en til gerðardóms kom.
Verkfall hjúkrunarfræðinga 2015
Hjúkrunarfræðingar voru á þriðju viku verkfalls árið 2015
þegar lög voru sett á verkfallið. Í kjölfarið fengu aðilar tæki-
færi til að semja áður en til gerðardóms kæmi. Þær samn-
ingaviðræður tókust ekki og ákvarðaði gerðardómur kaup
og kjör hjúkrunarfræðinga. Í dag eru hjúkrunarfræðingar
lausir undan gerðardómnum en hafa ekki samið að nýju.
Verkfall BHM 2015
Starfsmenn ríkisins innan BHM fóru í ellefu vikna verkfall
árið 2015 sem lauk með inngripi löggjafans. Meðan á verk-
falli stóð kom upp erfið staða innan heilbrigðiskerfisins og
samkvæmt skýrslu Landlæknis til Alþingis þá var öryggi
sjúklinga ekki tryggt. Niðurstöður rannsókna töfðust mik-
ið, greiningar sjúkdóma töfðust, aðgerðum var frestað og
biðlistar lengdust.
Afskipti stjórnvalda af verkföllum
Alþingi hefur gripið inn í kjaradeilur þónokkrum sinnum
með lagasetningu. Byggjast þær ákvarðanir á mismun-
andi sjónarmiðum sem eiga það þó sameiginlegt að miða
að því að vernda hag almennings eða efnahagslegan stöð-
ugleika.
Í verkfalli grunnskólakennara 2004 þótti mikilvægt að
grípa inn í þar sem 45 þúsund skólabörn voru ekki að fá þá
menntun sem þeim væri með lögum skylt að fá.
Í verkfalli BHM og hjúkrunarfræðinga 2015 var grip-
ið inn í á grundvelli almannaheillar þar sem staðan inn-
an heilbrigðiskerfisins var orðin svört og öryggi sjúklinga
ekki tryggt.
Framangreind verkföll eiga það einnig sameiginlegt að
varða opinbera starfsmenn, starfsmenn ríkis og sveitar-
félaga. En sögulega hafa opinberir starfsmenn á Íslandi
nýtt sér verkfallsréttinn nokkuð ríkulega. Í grein Gylfa
Dalmanns Aðalsteinssonar um verkföll opinberra starfs-
manna á Íslandi frá 2015 segir: „Má segja að opinberir
starfsmenn, sem eru rúmlega fimmtungur íslensks vinnu-
afls, standi fyrir u.þ.b. helmingi af töpuðum vinnudögum
vegna verkfalla hér á landi.“ Í sömu grein tekur Gylfi fram
að umfang verkfalla opinberra starfsmanna sé mun meira
en á almenna vinnumarkaðnum.
Mun Alþingi skipta sér að verkfalli Eflingar?
Miðað við framangreint þá gæti löggjafinn mögulega grip-
ið inn í stöðuna í Reykjavík með lagasetningu. Grund-
völlurinn yrði þá væntanlega almannaheill. Verkföllin
eru farin að hafa áhrif inn í grunnskólana, þótt þau birt-
ist enn skýrar hjá leikskólunum. Hins vegar er skólaskylda
hjá grunnskólabörnum, en börnum er ekki skylt að vera í
leikskóla.
Mögulega gætu tapaðir vinnudagar foreldra leikskóla-
barna spilað inn í, en þó hefur verkfallið aðallega áhrif á
foreldra barna sem skráð eru á leikskóla í Reykjavíkurborg
svo ekki er fyrirséð hvort áhrifin verði metin það víðtæk
að það réttlæti inngrip inn í lögbundinn verkfallsrétt. Inn-
grip löggjafans verða að byggja á málefnalegum grunni
og mega ekki ganga lengra en nauðsynlegt þykir þar sem
verkfallsrétturinn er lögbundinn og mikilvægur launþeg-
um í baráttunni fyrir bættum kjörum.
Eins er það staða þeirra sem þurfa á umönnun að halda
sem gæti hreyft við löggjafanum, en þó hafa víðtækar
undanþágur verið heimilar til að tryggja öryggi þeirra sem
dvelja á dvalar- og hjúkrunarheimilum.
Má áætla að verkfallið þurfi að standa yfir í nokkurn
tíma áður en það kæmi yfirhöfuð til álita að grípa inn í
með lagasetningu.
Höfrungahlaup
Í umræðunni er tíðnefnt svokallað höfrungahlaup og
hættan á slíku ef gengið verði að kröfum Eflingar um leið-
réttingu lægstu launa hjá borginni. Almennt hefur þótt
rétt að miðstýrðir samningar, til dæmis á borð við lífs-
kjarasamninga, séu leiðandi við kjaraviðræður til að fyrir-
byggja höfrungahlaupið. Í því fælist að ef ein stétt myndi
semja mun betur en aðrar þá færu aðrar stéttir að sækj-
ast eftir sambærilegum bótum á sínum kjörum. Þar með
yrði jöfnuðurinn sem sóst var eftir með leiðréttingu lægstu
launa enginn því aðrar stéttir myndu hlutfallslega hækka
að sama skapi og kaupmáttaraukningin hyrfi með hækk-
uðu verðlagi. Efling hefur þó hafnað því að kröfur félagsins
leiði til höfrungahlaups þar sem aðeins sé verið að ræða
um leiðréttingu á lægstu launum, en ekki fordæmisgef-
andi hækkun fyrir alla launþega landsins.
Fyrirhuguð verkföll
Verkfallsboðun félaga í aðildarfélögum BSRB var samþykkt
með yfirgnæfandi meirihluta í vikunni. Verkfallsaðgerðir
munu hefjast að óbreyttu þann 9. mars næstkomandi.
Samkvæmt tilkynningu á vef BSRB munu verkföllin hafa
mikil áhrif á almannaþjónustuna og munu ná til starfs-
fólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspít-
alanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimil-
um. Þá mun starfsfólk í sundlaugum og íþróttahúsum sem
sinna þjónustu við aldraða og fólk með fötlun leggja nið-
ur störf. Aðgerðir verða tvenns konar. Þorri starfsmanna
mun leggja niður störf á nánar tilgreindum dögum á með-
an smærri hópar fara strax í ótímabundið verkfall.
Margir kjarasamningar eru nú lausir og því má vænta
þess að fleiri stéttir hugi að mögulegum verkfallsaðgerð-
um. n
EIGUM MARGA
LITI Á LAGER
Nánari upplýsingar á
mt.is og í s: 580 4500
HANNAÐ FYRIR
ÍSLENSKT VEÐURFAR
ÁLKLÆÐNINGAR
& UNDIRKERFI
Í viðjum verkfalla
n Opinberir starfsmenn með mikinn verkfallsvilja n Starfsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg í
ótímabundnu verkfalli n Aðildarfélög BSRB samþykkja verkfall með yfirgnæfandi meirihluta
Erla Dóra
erladora@dv.is