Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Blaðsíða 11
FÓKUS - VIÐTAL 1121. febrúar 2020 og náði frábærum árangri af ekki stærra samfélagi. Við vorum til að mynda með fjórða besta sund- liðið á landinu og eigum í dag af- reksfólk í mörgum greinum, bæði íþróttum og öðru. Ég held að það sé að mörgu leyti tilkomið vegna sjálfstraustsins og samstöðunnar í samfélaginu, en fólk var almennt mjög duglegt að hjálpast að. Þótt við séum í dag einungis um fimm hundruð talsins er þetta sem ein stór fjölskylda og þar þekkjast all- ir. Auðvitað er það tvíeggjað sverð því það er gott að fólk viti mikið um þig en á sama tíma slæmt ef þú ert ekki góð manneskja. Að mínu mati eru kostirnir alltaf mun fleiri.“ Stefán vissi snemma hvert leið hans skyldi liggja, en segir á sama tíma að það hafi talist ansi háleit markmið fyrir lítinn sveitastrák að stefna á stóra sviðið. „Það voru í raun tvö atvik sem fengu mig til að trúa því að ég gæti orðið tónlistarmaður. Ég hafði spilað aðeins í gítarpartíum og var trommuleikari í hljóm- sveitinni Vírus í innra eyra, en einhverju sinni veiktist söngvari sveitarinnar og ég leysti hann af. Eftir tónleikana kom til mín mað- ur sem hvatti mig til að tromma minna en syngja meira. Hann átti engra hagsmuna að gæta og ég tók þess vegna mark á hon- um. Hitt atvikið var þegar ég söng Karma Police fyrir framan vin- konur mínar og ég þorði í fyrsta sinn að nota röddina almenni- lega. Ég gleymi aldrei svipnum á annarri þeirra, þetta var ekki svona aðdáunarsvipur heldur eitthvað miklu meira. Eftir það fór ég markvisst í það verkefni að færa kjarkinn úr herberginu mínu yfir til fleira fólks.“ Snýst ekki um að kunna heldur læra í leiðinni Stefán viðurkennir að feimnin hafi fylgt honum lengi og að hlé- drægi unglingurinn sé aldrei langt undan. „Hann er þarna enn og ég reyni ekkert að fela hann, enda er hann vinur minn líka. Ég reyni samt að ögra og setja mér háleit markmið sem eru alls konar í líf- inu. Sumum heldur maður fyrir sig en öðrum deilir maður. Eitt af þessum markmiðum var húsið sem ég keypti af foreldrum mín- um fyrir tæpum tveimur árum, en með hjálp vina og ættingja hef ég tekið það í nefið og gert hluti sem ég hafði ekki hundsvit á. Ég er alinn upp í sveit og þá snýst þetta ekki endilega um að kunna hlutina heldur læra þá í leiðinni. Þeir tengja sem hafa til að mynda gert upp eldhús og vita hvað það er leiðinlegt. Það er skemmtilegt fyrsta daginn sem þú rífur allt niður og sérð möguleikann, svo kemur kafli þar sem þú borðar mikið af skyndibita og sérð ekki fram úr neinu, en að lokum fer svo allt að virka og þá má líta um öxl og sjá hvað þú varst duglegur. Ég mæli með að tekin sé „fyrir“ og „eftir“ mynd, það er gott þegar maður er lítill í sér að fá þar klapp á bakið frá sjálfum sér.“ Stefán er faðir fjögurra barna og ól þau að hluta til upp í mið- bænum, en hann tekur þó sveita- lífið fram yfir borgina. „Ég bjó í sjö ár með börnin í bænum og var alltaf skíthrædd- ur að senda þau í skólann. Það er nóg af fábjánum í umferðinni, en heima í sveitinni veistu hver fá- bjáninn er og getur bent á hann. Í bænum þurfa börnin að passa sig á bílum almennt. Þar fyrir utan er maður viðstöðulaust í því að skutla og sækja en hér ganga allir frekar lausir. Það eru fleiri klukku- stundir nýtilegar ef þú býrð úti á landi og það er staðreynd því ég hef prófað hvort tveggja. Auðvitað eru færri valmöguleikar hvað varðar tómstundir og slíkt, en aðrir kostir koma í staðinn.“ Hef lítinn áhuga á peningum Sjálfur nam Stefán þroskaþjálfun og segir þá braut, rétt eins og ann- að í lífinu, hafa verið tilviljun háð. „Það einhvern veginn æxlaðist svona. Ég hef greinilega lítinn áhuga á peningum, svona þegar maður skoðar hvar áhugasvið mitt liggur, en á þessum tíma- punkti var ég kominn með tvö börn og það þriðja á leiðinni. Mér fannst ég verða að hafa eitthvað öruggt í bakhöndinni. Námið var praktískt en mér fannst full mikið einblínt á hvað mætti segja frekar en hvað ætti að gera. Staðreyndin er einfaldlega sú að hópur fatl- aðra er fjölbreyttur og ómögulegt að steypa alla í sama mót hvað þarfir varðar. Markmið námsins var að allir ættu jafna möguleika og sama rétt, en þá gleymast þeir sem eru með hvað mesta skerðingu. Mér fannst erfiðast við námið að mega ekki nota hvaða orð sem er og sú sýn að taka öllu sem neikvæðni. Sjálfur sé ég ekki muninn á því að segja að einstak- lingur sé fatlaður eða með fötlun því það vita allir um hvað ræð- ir. Umræðan á það til að snúast um hvernig hlutirnir eru sagð- ir frekar en um hvað málið snýst í raun. Svona eins og að segja pulsa eða pylsa, það vita allir um hvaða matvæli ræðir. Þegar upp er staðið eru ekki allir innviklað- ir í þennan geira og þótt einhver bóndi úti á landi noti óvart Ég man eftir þessu öllu, bæði látunum, gosbjarmanum og lyktinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.