Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Blaðsíða 34
34 21. febrúar 2020 SAKAMÁL LÍFIÐ ER ENGINN LEIKUR – ÞAÐ ER DAUÐANS ALVARA n Brynn dreymdi um frægð og frama n Vegferðin á toppinn reyndist torsótt n Sat eftir þegar eiginmaður hennar baðaði sig í sviðsljósinu B rynn Hartman fæddist í apríl 1958 og hét í raun Vicki Jo. Hún var dóttir Donalds Genes Omdahl, verk- fræðings og eiganda smávöruversl- unar í Thief River Falls í Minnesota. Móðir Brynn var Constance Faye og Brynn átti þrjú systkin; bróður og tvær systur. Þetta fólk kemur ekki frekar við sögu hér. Brynn ólst upp í fjölskyldu sem lét lítið að sér kveða og var Brynn miðlungsnem- andi, en hún átti sína drauma eins og gengur og gerist. Því ákvað hún að hætta í skóla og þann 20. maí, 1977, giftist hún tal- símaverði, Douglas Torfin, sem einnig bjó í Thief River Falls. Blint stefnumót og upprennandi leikari Brynn vildi þó fá meira út úr lífinu og skildi við Douglas og sá sér að einhverju leyti far- borða með fyrirsætustörfum í Minneapolis. Frægð og frami létu lítt á sér kræla og því flutti Brynn til Hollywood þar sem hún leit- aði hófanna í kvikmyndaleik. Þangað kom- in kastaði hún nafni sínu, Vicki Jo, fyrir róða og tók upp nafnið Brindon sem síðar vék fyrir Brynn. Það var síðan árið 1986 sem Brynn hitti upprennandi leikara að nafni Philip Ed- ward Hartman á blindu stefnumóti. Sjálf var Brynn þegar þarna var komið sögu enn að baksa í fyrirsætustörfum, en Phil var sjálfsöryggið uppmálað enda á hrað- ferð upp metorðastigann í Hollywood sem skemmtikraftur og leikari. Gamlir draumar láta á sér kræla Brynn og Phil gengu í hjónaband árið 1987, hann í þriðja skipti en hún sitt ann- að. Hjónakornin komu sér fyrir í lítilli íbúð á Manhattan, tíminn leið og þau eignuðust tvö börn, son árið 1989 og dóttur árið 1992. Tilvera Brynn snerist að mestu um uppeldi barnanna en innra með henni blossuðu upp gamlir draumar um frama á sviði leiklistar og allt sem honum fylgdi. Brynn fór í leiklistartíma og lét „bæta“ útlit sitt með lýtaaðgerðum. Allt kom fyrir ekki og Brynn uppskar eingöngu örhlut- verk og einstaka tækifæri til að bregða fyr- ir í sjónvarpsþáttum, og þá yfirleitt fyrir til- stilli eiginmanns síns. Vaxandi öfundsýki Phil treysti sess sinn í harðri samkeppni í Hollywood og að sama skapi jókst öf- undsýki Brynn út í eiginmann sinn, enda mistókst henni endurtekið að gera sig gild- andi í þeim geira. Víkur nú sögunni til 28. maí, 1998, en þá reis stjarna Phils hærra en nokkru sinni fyrr, en stjarna Brynn var enn lágt á himni. Að nóttu þess dags, á milli klukk- an tvö og þrjú, ók Brynn heim til vinar síns, Rons Douglas. Hún sagði Ron að hún hefði banað eiginmanni sínum, en Ron lagði ekki trúnað á orð hennar. Allt í steik Klukkan 6.30 óku þau heim til Brynn og rann þá upp fyrir Ron að Brynn hafði engu logið því hún hafði skotið Phil þrem- ur skotum í höfuðið. Ron Douglas hringdi umsvifalaust í lögregluna sem byrjaði á því að koma börnum þeirra hjóna út af heimil- inu og taka morðvopnið í sína vörslu. Áður en lögreglan gat náð tali af Brynn fór hún inn í svefnherbergi þeirra hjóna, greip þar til annarrar skammbyssu og svipti sig lífi með einu skoti, beint í annað augað. Eins og oft vill verða þegar fólk fer yfir móðuna miklu þá kom í ljós að ekki hafði verið allt sem sýndist í hjónabandi Phils og Brynn. Lögfræðingur Phils sagði í grein á CNN að Brynn hefði átt til að taka ógnarleg reiðiköst og í öðrum miðli að áfengisneysla Brynn hefði verið uppspretta margra rifr- ilda hjá þeim. Kókaín og skilnaður Til að bæta gráu ofan á svart þá var Brynn háð kókaíni og punkturinn yfir i-ið var yfir- vofandi skilnaður hjónanna. Brynn og Phil voru óhamingjusöm og sökuðu hvort ann- að um að standa í vegi fyrir skilnaði. Að sögn hafði Brynn, kvöldið áður en hún myrti Phil og svipti sig síðan lífi, inn- byrt allt í senn, á veitingastað í Hollywood, kókaín, áfengi og Zoloft. Reyndar hafði Brynn haldið sig fjarri öllum vímugjöfum í 10 ár, en því bindindi hafði lokið um fimm mánuðum fyrr þegar ónafngreindur skemmtikraftur bauð henni kókaín og kom henni aftur á bragðið. Lífið er ekki leikur – það er dauðans alvara. n „Frægð og frami létu lítt á sér kræla og því flutti Brynn til Hollywood þar sem hún leitaði hófanna í kvikmyndaleik Hartman-hjónin Velgengni Phils gerði Brynn öfundsjúka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.