Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Blaðsíða 18
18 FÓKUS 21. febrúar 2020 Rekstrarumsjón ehf. • Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði • S: 571 6770 • www.rekstrarumsjon.com • umsjon@rekstrarumsjon.com LÁTIÐ OKKUR UM REKSTUR HÚSFÉLAGSINS Við sérhæfum okkur í umsjón með rekstri húsfélaga og bjóðum trausta og faglega þjónustu á góðu verði Hafðu samband og fáðu tilboð strax í dag! vera þeir að hún ætti það til að vera „of ákveðin, svo það jaðraði við þrjósku. Hún fæst ekki til að víkja frá þeim ákvörðunum sem hún tekur. Hún er stundum of dómhörð á sjálfa sig og umhverfi sitt. Hún er er lítillát þrátt fyrir að hafa gert stóra hluti.“ Edda Arnljótsdóttir, leik- kona og vinkona Brynhildar, lýsti henni sem dásamlegri mann- eskju „og ótrúlega klár.“ Þá lýsti Harpa Þórsdóttir, listfræðing- ur og vinkona Brynhildar, henni sem einstaklega fjölhæfri. „Hún er ein af fáum manneskjum sem ég þekki sem getur bókstaflega allt. Ef hún vill eitthvað þá leitar hún leiða til að ná því, hún nær árangri í öllu sem hún ætlar sér. Hún er ótrúlega hæfileikarík og ferlega fyndin. Hún getur verið frekar gagnrýnin, bæði á sjálfa sig og aðra.“ Fjölhæf með eindæmum Af öðrum hlutverkum sem Bryn- hildur hefur hlotið mikið lof fyrir má nefna Sólveigu í Pétri Gauti árið 2006, Brák árið 2008, Dani- elu í Gullregni Ragnars Braga- sonar árið 2013 og Njál í Njálu árið 2016, en hún hlaut Grímu- verðlaunin fyrir öll framan nefnd hlutverk. Fyrir utan leikhúsið hef- ur Brynhildur farið með hlutverk í kvikmyndum á borð við Okk- ar eigin Osló, Duggholufólkið, Málmhaus og Sumarbörn. Þá hefur hún leikið í sjónvarpsþátta- röðum á borð við Heimsendi og Stelpurnar, þar sem hún var einnig ein af handrits- höfundum. Þá hefur hún nokkrum sinnum komið fram í áramótaskaupi RÚV. Brynhildur hefur einnig látið til sín taka sem leik- skáld. Hún hreppti Grímu- verðlaunin 2008 sem Leik- skáld ársins fyrir Brák sem samið var sérstaklega fyrir Söguloft Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi. Þetta sama ár hlaut Brynhildur styrk úr Minningar- sjóði frú Stefaníu Guðmunds- dóttur árið 2008 og var einnig handhafi Íslensku bjartsýnisverð- launanna. Þá skrifaði hún, og lék aðalhlutverkið í Frida, viva la vida sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu árið 2009, en verkið fjallaði um ævi og störf mexíkósku listakon- unnar Fridu Kahlo. Árið 2011 bauðst Brynhildi að fara á styrk sem rannsóknarnemi í leikritun í Yale, en það er þriggja ára nám sem hún fékk að taka á einu ári, sökum reynslu og fyrri starfa. Árið 2014 ræddi hún við Fréttatímann um ákvörðunina um að fara út í óvissuna. „Ég bara ákvað að fara þó svo að ég vissi í raun ekkert hvert ég væri að fara. Það krafðist alveg gífurlegs hug- rekkis fyrir mig að segja bless við öryggið. Þegar maður er búinn að vera í fastri vinnu á gemsanum og bara skipta um gír.“ Á öðrum stað í viðtalinu sagð- ist Brynhildur vera mjög heima- kær. „Mér líður eiginlega best hérna í húsinu mínu.“ Það sama ár ræddi við Frétta- blaðið við nokkra af sam- starfsmönnum Brynhildar og bað þá um að lýsa henni í stuttu máli. „Hún er rosalega frjó, gefandi og hlýr karakter. Hún er mjög klár og gefur allt í það sem hún gerir. Hún er allt umvefjandi karakter, það er allt eða ekkert hjá henni. Hún er mjög orkumikil og það er í henni svona frumkvöðull. Svo er hún bara manneskja sem er gam- an að tala við um allan andskot- ann. Bæði klár og hlý,“ sagði Arn- dís Hrönn Egilsdóttir leikkona. „Hún sannar þetta með smár og knár, flestum betur. Hefur bein í nefinu. Og það er ekkert smá nef. Svo er hún hjarta- og hug- umstór. Örlát, blíðlynd og fanta lista maður,“ sagði Ólafur Egill Egilsson, leikari og leikstjóri. Þá sagði Nína Dögg Filippusdóttir leikkona að Brynhildur væri „eitt hæfileikabúnt.“ „Hæfileikar í hverju horni hjá þessari stelpu. Hún er einnig bráðskemmtileg og rosalega vel gefin enda með nokkrar há- skólagráður. Fegurðin skín úr augum hennar sem hún gefur af sér til allra.“ Árið 2014 lék Brynhildur Karítas í sam- nefndu verki Kristínar Marju Baldursdóttur sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu. Hún skrifaði einnig verkið Fíl sem sett var upp í Kassanum í Þjóðleikhús- inu það sama ár. Það var fyrsta leikverkið sem Brynhildur skrif- aði sem ekki var byggt á sögu- legum grunni, en í fyrrnefndu viðtali við Fréttatímann lýsti hún því sem verki um „konu og karl sem bæði hafa beðið and- legt og tilfinningalegt skipbrot og mismunandi leiðir þeirra til að takast á við það.“ Á seinustu árum hefur Bryn- hildur fært sig æ meir af sviðinu og yfir í leikstjórnina. Árið 2018 var hún sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Orðin södd sem leikkona Brynhildur er í sambúð með Heimi Sverrissyni kvikmynda- gerðarmanni. Hún var áður gift Atla Rafni Sigurðssyni leikara og eignuðust þau dótturina Rafn- hildi. Áður bjuggu þau Bryn hild- ur og Heim ir í vest ur bæ Reykja- vík ur en fyrr á árinu festi parið kaup á fast eign inni Fáfn is nesi 3 en húsið teiknaði Þor vald ur S. Þor valds son arki tekt og var það kosið feg ursta hús Reykja vík ur 1973. Seinasta vor losnaði staða leikhússtjóra Þjóðleikhússins og fljótlega fór að berast sögusagn- ir þess efnis að Brynhildur hefði áhuga á stöðunni. „Ég er manneskja með mína menntun, framgang í listum, á 48. aldursári og er að hugleiða það alvarlega; hvort ég eigi ekki bara að sækja um þetta starf. Ég er ekki þekkt fyrir að klúðra málum. Ég hef bara sagt þetta í þröngum hópi minna vina. Staðan er laus og tíminn líður. Maður vill veg ís- lenskrar leiklistar sem mestan og bestan. Um annað snýst það ekki,“ sagði hún þegar Vísir bar orðróm- inn undir hana í maí síðastliðn- um. Magnús Geir Þórðarson, fyrr- verandi borgarleikhústjóri, var að lokum ráðinn í starfið en fram kom að Brynhildur hefði verið ein af umsækjendum. Eftir að staða borgarleikhús- stjóra var síðan auglýst laus til umsóknar breiddust út margar getgátur um hver myndi hreppa hnossið. Nafn Brynhildar bar þá á góma. Stjórn Leik fé lags Reykja- víkur ákvað þó að birta ekki nöfn þeirra sjö sem sóttu um stöðu borg ar leik hús stjóra. Þann 14. febrúar síðastliðinn var síðan tilkynnt að Brynhildur hefði verið ráðin sem næsti leik- hússtjóri Borgarleikhússins en fagnaðarlætin munu hafa verið mikil þegar starfsmönnum leik- hússins var tilkynnt um ráðn- inguna á sameiginlegum fundi. Brynhildur mun taka við starf- inu af Kristínu Eysteinsdóttur um næstu mánaðamót. Í samtali við Fréttablaðið á dögunum lofaði hún spennandi tímum. „Þetta eru náttúr lega mjög stór tíma mót í mínu lífi. Ég er að stíga inn á nýjan vett vang í leik- hús heiminum þar sem ég lifi og hrærist. Ég var bara orðin södd sem leik kona og fann að ég varð að blaka mínum vængjum á ann- an hátt. Mitt yndi er að fá að segja sögur og það geri ég bara með öllum þeim meðulum sem leik- húsið býður upp á. Nú var bara komið að því að ég vildi fá að þakka fyrir mig og segja sögur á annan hátt.“ n „Hún er allt umvefjandi karakter, það er allt eða ekk- ert hjá henni. Úr DV í febrúar 1988. Brynhildur var þá 16 ára gömul og var í starfskynningu hjá Sjónvarpinu. Brynhildur, nýútskrifuð og upprennandi stj arna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.