Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Blaðsíða 36
36 21. febrúar 2020 A ðeins einu sinni hefur fallið dómur á Íslandi þar sem einstaklingur er sakfelldur fyrir svik við miðilsstörf. Það var árið 1941, þegar Ingibjörg Lára Ágústsdóttir, síðar þekkt sem Lára svikamiðill, var dæmd í árs fangelsi. Lára var á þessum tíma einn frægasti miðill Ís- lands. Þrír karlmenn voru dæmdir fyrir að- ild sína að málinu: fyrrverandi eiginmaður Láru og tveir ástmenn hennar. Á þessum árum voru allskyns trúarhóp- ar farnir að ryðja sér til rúms á Íslandi í takt við vaxandi vinsældir spíritisma og minnk- andi vald kirkjunnar. Dánaraldur var lægri en í dag og fólk þráði heitt að komast í sam- band við látna ástvini. Miðilsfundir voru þétt setnir víða um land og sumir miðlar urðu þjóðþekktir. „Frú Lára Ágústsdóttir, sem alþekkt er hér í bænum og víðar af hinum svoköll- uðu miðilsfundum sínum, liggur nú í Landsspítalanum og er þar í gæzluvarð- haldi lögreglunnar. Hefur hún nú, eftir all- nákvæma rannsókn lögreglunnar, játað að hafa framið svik í sambandi við hina svokölluðu andafundi sína, er hún hefir haft fjölda mörg undanfarin ár og selt að- gang að,“ segir í frétt Alþýðublaðsins þann 26. október 1940. Á miðilsfundum sínum sýndi Lára með- al annars sýnilega líkamningu, útfrymi og afholdgunarfyrirbrigði. Hún flutti raddir frá látnum ástvinum og sendi skilaboð til annarra um að koma í gegnum raddirnar. Í grein Alþýðublaðsins kom fram að Lára Ágústsdóttir væri 41 árs að aldri, fædd 1899. „Hún er fyrir löngu orðin alkunm hér í bænum og þá fyrst og fremst fyrir „anda- fundi“ sína. Hún segir sjálf svo frá að hún hafi byrjað á slíku sambandi við „annan heim“ 18 ára gömul en svikin hefir hún framið í mörg ár og byrjaði á þeim er hún bjó með manni sínum Þorbergi Gunnars- syni.“ Þá kom fram að tekjur Láru af fundum hefðu verið miklar en venjulega sóttu 10– 20 manns hvern fund. „Aðalstjórnandinn var „systir Clementia“, en auk hennar ýmsir aðrir, meðal annars smábörn. Fuglar flugu jafn- vel um fundarherbergið, tístu og sungu og Abessiníumenn gengu þar um eins og heima hjá sér,“ segir einnig í forsíðugrein Alþýðublaðsins og þá var birt ljósmynd sem hafði verið tekin á miðilsfundi hjá Láru árið 1934. Þar þóttist Lára hafa fallið í dá og og líkamningur hafði skotið upp koll- inum, líkamningur í gervi brúðu sem eig- inmaður Láru hafði útbúið. Það var Sigurður Magnússon, kennari og lögreglumaður, sem afhjúpaði Láru en hún hafði talið honum trú um að hún væri í sambandi við látna konu hans. Fram kom í Alþýðublaðinu: „Það var Sigurður Magnússon, kennari og lögreglumaður, sem raun- verulega afhjúpaði svik frúarinnar. Hann fór stöðugt að sækja fundi til frúarinnar vegna þess að hún sendi honum skilaboð um að látin kona Sigurðar, Anna Guðmundsdóttir hjúkrunarkona, vildi tala við hann, en þau Sigurður og kona hans höfðu oft, meðan hún lifði, rætt um þessi mál, og taldi hún Láru vera svika- miðil. Sigurður hefur sótt marga fundi til frú Láru undanfarið á Hverfis- götu 83 (Bjarnaborg), og bar upp á hana svikin, því að hann taldi hana svikamiðil. Rannsakaði hann lengi allar aðstæður og var loks talinn vera orðinn svo „góður fundarmaður“, að hann fékk að sitja í stól nr. 1, það er næst stól frúarinnar, þegar á fundi stóð. Síðastliðið föstudagskvöld var haldinn fundur. Kom Sigurður á fundarstað, laust áður en fundur hófst, frúin sat í stofu og rabbaði við kunningjakonu sína, en Sig- urður gekk í fundarherbergið og rann- sakaði það hátt og lágt, að sjálfsögðu án vitundar frúarinnar. Í fyrstu fann hann ekkert athugavert. Hann skoðaði stól frú- arinnar og inn í skáp, sem var rétt hjá stólnum og fann ekkert. En undir þessum skáp fann hann böggul. Í bögglinum var gardínu- efni yst en innan í geysistór gasslæða. Nokkrir gestir voru komnir í herbergið, þar á meðal Ásmundur Gestsson gjaldkeri og Engilbert Guðmundsson tannlæknir, kona hans og önnur kona til. Sýndi Sig- urður þeim pakkann og bað þau að leggja sér vel í minni, hvernig um hann væri búið. Lét hann pakkann síðan með sömu ummerkjum undir skápinn, en þó þannig að rétt sá á hann. Fundurinn hófst síðan. Hinir venjulegu kunningjar komu þarna fram en fundur- inn þótti þó ekki merkilegur, enda sögðu andarnir að frúin væri kvefuð og illa fyrir kölluð. Lauk svo fundinum og ljós- ið var kveikt. Gestirnir fóru að tínast út, en Sigurður bað þá sem séð höfðu pakkann áður en fundur hófst að doka við og sömuleiðis frú Láru. Er all- ir voru farnir, nema þeir, hann og Lára ætlaði hann að taka pakkann þar sem hann hafði látið hann, en pakkinn var þá ekki á sínum stað heldur kominn al- veg upp að þili innst inn undir skáp. Sig- urður benti vitnum sínum á þetta, tók síðan pakkann, sýndi vitnunum og var þá allt öðru vísi um hann búið en áður, gardínuefnið var nú innst en gasslæðan vafin utan um það. Lára neitaði því er Sigurður spurði hana, að vita nokkuð um þennan pakka. Það skal tekið fram að á meðan á fundi stendur er miðillinn í algeru myrkri, en svolítil draugaleg ljósglæta skín á gestina, svo að óglöggt má greina andlit og hend- ur.“ Málaferlin yfir Láru vöktu gríðarlega athygli og umtal og urðu meðal annars til þess að Halldór Laxness skrifaði pistil um málið í Tímarit Máls og menningar þar sem hann tjáði sig um andatrúarmenn og uppþotið í kringum Láru. „Mun slík meðferð á trúflokkum vera fátíð hér á landi og tæplega meðmælaverð – jafnvel í augum þeirra, sem setja annars andatrú tiltölulega lágt meðal kristilegra sértrúarflokka. Því hvemig á lögregla eða fógeti að geta skorið úr því, hvar sann- leikurinn endar og fölsunin byrjar í trúar- brögðunum?“ spurði nóbelsskáldið. n Gamla auglýsingin Heimsmynd - 1. mars 1986Tímavélin Andafundir komu henni í fangelsi n Einn frægasti miðill landsins dæmdur í fangelsi n Fyrrverandi eiginmaður og tveir ástmenn einnig gripnir„Á miðils­ fundum sínum sýndi Lára meðal annars sýnilega líkamn­ ingu, útfrymi og afholdgunar­ fyrirbrigði. Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.