Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Blaðsíða 24
Sérblað 21. febrúar 2020KYNNINGARBLAÐ Veggfóður sem hæfir sænskri konungsfjölskyldu Einar Beinteins ehf. býður upp á gagnlega þjónustu fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir svo sem í teppa- og dúkalögn, strigastrekkingu og flotspörtlun. Fyrirtækið sérhæfir sig einnig í innflutningi, sölu og uppsetningu á veggfóðri. „Duro, Marburg, Engblad & Co, Cole & Son, Mr. Perswall, Boråstapeter og Mineheart eru flottustu veggfóðursframleiðendurnir í dag. Í gegnum þessa framleiðendur getum við boðið upp á frábært úrval af fyrsta flokks veggfóðri fyrir heimili, fyrirtæki, hótel og stofnanir á breiðu verðbili. Við sérpöntum fyrir viðskiptavini okkar og getum útvegast nánast hvað sem er,“ segir Einar Beinteins, dúklagninga- og veggfóðrarameistari og eigandi fyrirtækisins. Einar Beinteins ehf. byggir á þriggja kynslóða reynslu í veggfóðrun og dúkalögn. „Afi var í þessu á sínum tíma og pabbi líka og lærði ég gífurlega mikið af þeim feðgum. Því má segja að reynsla mín spanni um það bil 75 ár í dúkalögn og veggfóðrun,“ segir Einar. „Mín reynsla er sú að veggfóður er alltaf móðins. Þau fást í óendanlegum litum, áferðum, samsetningum og gerðum. Hvort sem þú vilt einfalt og einlitt veggfóður með smá áferð, litríkt og upphleypt veggfóður eða heila veggmynd. Þetta er í raun einfaldasta og oftar en ekki ein ódýrasta leiðin til þess að fríkka upp á herbergi eða rými.“ Veggfóður sem hæfir drottningum! Duro veggfóðrið er sænsk hágæðavara enda hafa þeir framleitt veggfóður fyrir sænsku konungshirðina síðan 1946. Klassísk mynstur, smekklegir litir og nýmóðins áhrif. Duro býður upp á spennandi valkosti fyrir kröfuharða heimiliseigendur. Veggfóðrin eru umhverfisvæn, afar létt en sterkbyggð og þola þvott. Brautryðjendur í veggfóðurshönnun Marburg veggfóðrin eru hönnuð og framleidd í Þýskalandi. Einstök hönnun fyrirtækisins hefur vakið athygli um allan heim. „Marburg er brautryðjandi þegar kemur að hönnun veggfóðurs en þeir framleiða allt frá einföldu, klassísku og einlitu eða smámynstruðu veggfóðri upp í sjálflýsandi veggfóður og jafnvel veggfóður með gljásteinum. Það voru þeir hjá Marburg sem fundu upp hið svokallaða textíl-veggfóður árið 1965. Marburg býður upp á frábærar veggfóðurslausnir fyrir hótel, skrifstofur og heimili á enn betra verði.“ Sænska fyrirtækið Engblad & Co var fyrst til þess að hanna og framleiða veggfóður í Skandinavíu. Stílvitund og nýsköpun einkenna veggfóðrin frá þessum framsækna veggfóðursframleiðanda. Mineheart veggfóðrin fela í sér allt það sem er töff, nýmóðins og frumlegt en byggja á sama tíma á klassískri hönnunarsögu. Útkoman er satt að segja stórkostleg. Gullfalleg mynstur og frábær barnaherbergislína Veggfóðrin frá Boråstapeter eru ævintýralega falleg og henta í hvaða herbergi sem er í húsinu. Allt frá einföldum geómetrískum mynstrum til flókinna náttúrumynstra. Boråstapeter framleiðir þar að auki dásamlega falleg veggfóður inn í barnaherbergi með frumskógardýrum, flugvélum, hvölum og fleiri skemmtilegum myndum og mynstrum. Hannaðu þitt eigið veggfóður Mr. Perswall framleiðir sérprentuð veggfóður en býður einnig upp á gífurlegt magn af skemmtilegri og nýstárlegri hönnun. Veggfóðrinu frá Mr. Perswall halda engin bönd nema ímyndunaraflið. Sérprentuðu veggfóðrin eru sérhönnuð til þess að passa nákvæmlega á þann vegg sem þú ert með í huga. Nýtt og gamalt Frá árinu 1875 hefur enski veggfóðursframleiðandinn Cole & Son hannað og framleitt hágæða veggfóður fyrir kröfuharða viðskiptavini. Nýstárleg hönnun byggir á klassískum mynstrum átjándu, nítjándu og tuttugustu aldarinnar og útkoman er vægast sagt heillandi. Nánari upplýsingar má nálgast á veggfodur.is Dalvegur 16 D, 201 Kópavogskaupstaður. Sími: 892-4588 Tölvupóstur: einar@eb.is Facebook: Veggfoður.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.