Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Blaðsíða 42
42 FÓKUS 21. febrúar 2020 Bolla, bolla, bolla DV fer hamförum í rjómabollum og hitar rækilega upp fyrir einn besta dag ársins – sjálfan bolludaginn n 220 g smjör n 2 bollar vatn n 1/2 tsk. salt n 2 bollar hveiti n 6–8 egg Hitið ofninn í 200°C á undir- og yfirhita. Setjið smjör og vatn í pott og bræðið yfir meðalhita. Náið upp suðu. Slökkvið síðan á hellunni og blandið hveiti og salt rösklega saman við þar til blandan hættir að fest- ast við pottinn. Skellið í hrærivélaskál og kælið þar til hættir að rjúka úr deiginu þegar það er snert. Pískið eggin, byrjið á sex eggjum ef þau eru mjög stór. Haf- ið hrærivélina í gangi og blandið eggjunum smátt og smátt saman við. Passið að hræra vel á milli til að sjá þykktina á deiginu. Það á að vera frekar stíft og glans- andi. Sprautið bollum á smjörpappírsklædda ofn- plötu eða notið skeið til að móta bollurnar. Bakið í 25 til 30 mínútur og alls ekki opna ofninn fyrr en eftir 20 mínútur svo bollurnar falli ekki. Hér fylgja með þrjár hugmyndir að fyllingum. n 2 tsk. þurrger n 1/2 bolli volgt vatn n 1/3 bolli + 1/2 tsk. sykur n 1/2 bolli volg mjólk n 75 g brætt smjör n 1 tsk. salt n 1 egg, þeytt n 1 tsk. kardimomma n 4 bollar hveiti Eggjabað – Hráefni: n 1 eggjarauða n 1 msk. rjómi Fylling – Hráefni: n 1 eggjahvíta n 1/2 bolli malaðar möndlur n 3/4 bolli flórsykur Blandið vatni, geri og 1/2 tsk. af sykri saman í skál. Leyf- ið að blómstra í nokkrar mínútur. Bætið mjólk, smjöri og eggi saman við. Bætið síðan kardimommu, hveiti, 1/3 bolla af sykri og salti saman við og hnoðið vel saman. Deigið verður klístrað. Hyljið skálina með viskastykki og látið hefast í um klukkustund. Skiptið deiginu í um 15 til 18 bita og búið til kúlur úr bitunum. Raðið á smjör- pappírsklædda plötu með smá millibili. Setjið inn í ofn- inn, ekki kveikja á honum, og látið hefast í klukkustund til viðbótar. Takið úr ofninum. Blandið eggjarauðu og rjóma saman og penslið bollurnar. Hitið ofninn í 175°C og bakið bollurnar í um 20 mínútur. Búið síðan til fyll- ingu. Stífþeytið eggjahvítu og blandið saman við möndl- ur og sykur. Þeytið rjóma. Þegar bollurnar hafa kólnað er hola skorin í miðjuna vog fyllt með um matskeið af fyll- ingu. Rjóma er sprautað ofan á og bollunni lokað. Loks er flórsykri dustað yfir. Nú er bolludagurinn fram undan með öllu sínu tilheyr- andi sykursukki. Þennan dag brotna jafnvel hörðustu menn niður og segja skilið við sérfæðið sem þeir eru á til að gæða sér á ljúfengri rjómabollu. En eigi þurfa þeir sem eru á ketó-mataræðinu að örvænta. Það eru nefnilega til sykurlausar rjómabollur. Hún María Krista Hreiðarsdóttir, einn eigenda verslunarinnar Systur og makar, á heiðurinn af uppskriftinni. Hún hefur lengi verið á ketó-mataræðinu og sett saman margar upp- skriftir að sykurlausu ljúfmeti sem gefur hefðbundna sælgætinu, sem við Íslendingar elskum svo mikið, ekk- ert eftir. Ketó-rjómabollur n 230 g vatn n 115 g smjör n 1 msk. Sukrin Melis n ½ tsk. salt n 55 g möndlumjöl fituskert, Funksjonell í grænum pokum n 25 g kókoshveiti Funksjonell n 1 tsk. xanthan gun n 3 meðalstór egg, pískuð n 1 tsk. vanilludropar Hitið vatn í potti ásamt smjöri, sætu og salti. Þegar vatnið er við suðu þá er þurrefnum bætt saman við, möndlumjöli, kókoshveiti og xanthan gun. Hrærið kröftuglega með sleif, best að nota trésleif og takið svo pottinn af hellunni. Hér má færa deigið yfir í hræri- vélarskál eða nota handþeytara í næstu skref. Meðan deigið kólnar er gott að píska eggin saman í annarri skál. Þegar deigið er orðið sæmilega volgt, þarf að vera hægt að snerta með fingrum, þá er eggjablöndunni bætt í smám saman og hrært vel á milli. Deigið á ekki að renna alveg út heldur halda formuðum toppum ef mögulegt er. Látið nú deigið í sprautupoka og látið standa í um 15 mínútur á meðan ofninn hitnar í 190°C. Þá má líka hvíla deigið í skálinni og nota síðan tvær skeiðar til að móta bollur. Sprautið næst fallegum boll- um á plötu eða notið tvær matskeiðar til að raða upp bollum á plötuna. Þetta deig nægir í um 10 meðalstór- ar bollur. Bakið bollurnar í um 20–25 mínútur á 190°C með blæstri í miðjum ofni og ekki opna allavega fyrstu 18 mínúturnar. Best er að opna sem minnst ofninn svo bollurnar falli ekki. Látið bollurnar kólna þegar þær eru fullbakaðar og skerið síðan í helminga og fyllið með rjóma og sultu eða því sem hugurinn girnist. Glassúr n 2 dl fínmöluð sæta n 2 msk. kakó n 1 msk. mct-olía n soðið vatn eða kaffi n örlítið af möndludropum Blandið saman sætu og kakói, þynnið svo glassúrinn með mct-olíu, og litlum skömmtum af soðnu vatni eða kaffi. Alls ekki setja of mikið, bara 2–3 msk. fyrst og bæta svo í ef þarf. Síðan er hægt að blanda við örfáum möndludropum, en það er ekki nauðsynlegt. Lakkrís og kókos Bræðið saman nokkrar bingókúl- ur og dreitil af rjóma. Fyllið bolluna með rjóma, 1/3 af kókosbollu og lakkrískurli. Lokið bollunni og hellið bingókúlusósunni yfir. Salthnetur og karamella Sprautið karamellusósu í botninn og rjóma ofan á. Skerið niður Twix og setj- ið ofan á rjómann. Lokið bollunni. Blandið saman mjólk, flórsykri og karamellusósu þar til þykkur kara- melluglassúr verður til. Hellið ofan á bolluna. Sítróna og jarðarber Hrærið Royal-búðing með sítrónubragði saman við 1/4 lítra mjólk og 1/4 lítra rjóma. Látið stífna. Fyllið bolluna með búðingnum og jarðarberjum. Dustið flórsykri ofan á. Bestu vatnsdeigsbollurnar Ketó-bollur sem bragð er að Sænska Semlan Lilja Katrín Gunnarsdóttir Erla Dóra lilja@dv.is / erladora@dv.is Mycket bra Semlan klikkar ekki. Mynd: Wikipedia Commons Fallegar eru þær Ketó-boll- ur. Mynd/María Krista
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.