Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Blaðsíða 33
PRESSAN 3321. febrúar 2020 Samkvæmt kenningunni var brot­ ist inn og hafi Madeleine annað­ hvort verið myrt eða numin á brott vegna þess að hún vaknaði og sá hvað innbrotsþjófarnir voru að gera. Orðrómur er uppi um að Lundúnalögreglan Scotland Yard hafi ekki útilokað að þetta hafi gerst. Það er þó rétt að hafa í huga að ef innbrotsþjófur eða þjóf­ ar hefðu fyllst örvæntingu þegar barn vaknaði hefðu þeir líklegast skilið eftir sig slóð sönnunargagna því þeir hefðu þá þurft að bregð­ ast hratt við. Scotland Yard yfirheyrði fjóra menn, sem bjuggu í Praia da Luz, árið 2014 en þeir voru taldir geta tengst málinu. Bakgrunnur þeirra, símagögn og staðsetning þeirra þegar Madeleine hvarf benti til að þeir hefðu getað tengst innbroti sem fór úrskeiðis. Lögreglan tilkynnti síðan að engar sann­ anir hefðu fundist fyrir tengsl­ um þessara manna við hvarf Madeleine. Þrátt fyrir að breska lög­ reglan telji ekki útilokað að inn­ brot hafi farið úrskeiðis þá telur fyrrverandi formaður samtaka portúgalskra lögreglumanna þessa kenningu fáránlega. „Þessi innbrotskenning er fárán leg. Ekki einu sinni veski hvarf, ekki sjónvarpstæki, ekkert hvarf. Barn hvarf,“ sagði hann í samtali við breska fréttaskýringa­ þáttinn Panorama. Rænt eða myrt af barnaníðingi Árið 2009 bárust fregnir af því að lög­ reglan teldi ekki útilokað að Made­ leine hefði verið rænt eða hún myrt af barnaníðingi eða barnaníðing­ um. Fram kom að mikill fjöldi barn­ aníðinga hafi verið á Algarve þegar hún hvarf tveimur árum áður. „Það eru 38 þekktir kynferðis­ brotamenn í Algarve. Svæðið er eins og segull fyrir barnaníðinga. Á síðustu fjórum árum hafa verið sjö kynferðisbrot gegn börnum ferðamanna í Algarve. Þeir nota allir sömu aðferðir og voru not­ aðar við hvarf Madeleine – það er brotist inn í sumarleyfisíbúðir og brotið gegn börnum. Fimm áttu sér stað áður en Madeleine hvarf og tvö eftir það. Eitt átti sér stað mánuði eftir að hún hvarf,“ sagði heimildarmaður við fjölmiðla. Því var velt upp hvort virkur barnaníðingur gæti hafa verið að verki og að hann gerst sekur um grófari hluti en áður. Í þetta skipti hefði viðkomandi ekki látið nægja að brjóta gegn barni í sumar leyfisíbúð heldur numið það á brott og jafnvel drepið það. Rænt af þrælasölum eða barnaníðshring Margar útgáfur hafa komið fram af þessari kenningu. Með­ al annars að belgískur barna­ níðshringur hafi „pantað“ unga stúlku hjá glæpahópi sem sá síð­ an um að ræna Madeleine. Því hefur jafnvel verið haldið fram að búið hafi verið að taka myndir af Madeleine úr laumi og senda til belgíska barnaníðingshringsins sem hafi staðfest að hún uppfyllti kröfur þeirra og í framhaldinu gefið grænt ljós á að henni yrði rænt. Samkvæmt annarri kenningu á Madeleine að hafa verið flutt beint niður að höfninni í Lagos og þaðan hafi verið siglt með hana til Marokkó. Fréttir hafa borist af því að stúlka, sem líktist Made­ leine, hafi sést í Marokkó á þeim tíma sem hún hvarf. Foreldrar hennar fóru til Marokkó fljótlega eftir hvarf hennar til að biðla til fólks um upplýsingar. Marokkó ber einnig á góma í kenningum um að Madeleine hafi verið seld í þrældóm í ríkjum við Sahara. Madeleine vaknaði, fór út og lenti í slysi Kenningum hefur verið varpað fram þess efnis að Made leine hafi vaknað, séð að foreldrar hennar voru ekki í íbúðinni og þá yfir­ gefið hana, lent í slysi og lát­ ist. Fram hefur komið að margar slysa gildrur voru nærri sumar­ leyfisíbúð fjölskyldunnar. Ef hún hefði villst í myrkrinu og tekið ranga beygju, innan við 200 metra frá íbúðinni, hefði hún lent inni á vinnusvæði þar sem unnið var að vegagerð. Þar var verið að grafa fyrir lögnum. Getur hugsast að hún hafi dottið þar ofan í, dáið eða misst meðvitund? Að ekki hafi verið tekið eftir henni þegar vatni var hleypt á lagnakerfið morgun­ inn eftir? Bæði verkfræðingurinn og verkstjórinn, sem stýrðu verk­ inu, segja að vinnusvæðið hafi verið girt af og að bæði þeir og lögreglan hefðu kannað það. Önnur útgáfa af slysasögunni gengur út á að ölvaður ökumað­ ur hafi ekið á Madeleine, fyllst örvæntingu og falið lík hennar. Staðkunnugur hefði búið yfir upplýsingum um hvar væri hægt að fela lík án þess að það fyndist áratugum saman. n Madeleine McCann Mynd hangir nálægt staðnum sem hún hvarf. Gerry og Kate Foreldrar Madeleine hafa aldrei hætt að leita. Mikil umfjöllun Í fyrra kom út heimildamynd á Netflix um hvarf Madeleine. Madeleine í dag Kate og Gerry halda á tölvugerðri mynd af Madeleine eins og hún gæti litið út í dag. MYND: GETTY IMAGES MYND: GETTY IMAGES MYND: GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.