Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 11

Íþróttablaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 11
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 3 íslenzkir iþróttamenn: Gnðmnndni' Ag:nsts§on Guðmundar Ágústsson glímukonungur og glímusnillingur Islands, skrifar að þessu sinni sjálfsfrásögn fyrir Iþróttablaðið. Guðmundur er kornungur maður, fæddur 1. ágúst 1917 að Hróarsliolti í Flóa, en þrátt fyrir æsku sína ar hann búinn að geta sér hinn ágætadta orðstír, ekki aðeins sem glímumaður, heldur og sem frjáls-íþrótta- maður. Vonandi á Guðmundur eftir að afreka miklu á sviði íþrótt- anna og bera marga sigra úr býtum. Guðmundur er félagi í U.M.F. „Vöku“, og hefur keppt fyrir það félag þar til í vetur á Skjaldar- glímu Ármanns, að hann keppti fyrir Glímufélagið Ármann. Frá því að sögur liófust iiér á landi, er jafnan getið um það, er menn komu saman til þinga og annarra mannfunda, að íþróttir voru iðkaðar, og þá einkum glíma. Þótti það jafnan góð skemmtun þeim, er á horfðu. Vafalaust liefir glíman verið nokkuð frábrugðin því, sem hún er nú, bæði hvað glímutök og byggingarinnar. En strax og um liægist og færi gefst, verður bygg- ingarframkvæmdum áfram hald- ið, en hvenær það verður, fer að sjálfsögðu eftir því, hve lengi núverandi styrjöld stendur. En það er von mín, að þess verði ekki langt að bíða, að hér í höf- uðstað landsins rísi nýtízku skautahöll. Það er von mín að væntanleg skautahöll með hinu heilbrigða íþróttalífi, sem þar á að þróast, megi draga hugi æsk- unnar frá hverskyns óreglu og óhollum stöðum, og vera þannig hið sterkasta vígi gegn hverskon- ar óreglu, en um leið vermireitur heilbrigðs íþrótta- og skemmt- analífs í landinu. brögð snerti. Þá voru ekki notuð belti þau, sem nú tíðkast, aðeins buxnatök, og kom það sér þá vel að gömlu íslenzku vaðmálsfötin voru sterk, því að oft munu svift- ingar hafa orðið allharðar. Brögð- in munu hafa breyzt nokkuð frá þvi sem áður var, ný brögð hafa komið inn og sunnnn liinna gömlu hefur verið beitt á annan hátt eða þá verið feld niður með öllu, en önnur vegna þess, að þau voru talin hættuleg. Það sýnir hezt hvað glíman hefir verið vinsæl og rótgróin meðal þjóðarinnar, að hún skuli Iiafa lifað fram á þennan dag í gegnum margra alda kúgun og þrengingar og enn skipa sæti meðal okkar glæsilegustu íþrótta. Til samanburðar má geta þess, að jafnvel sundið, sem í fornöld var mjög útbreitt og mikið iðkað hæði af frjálsum og ófrjálsum mönnum, náði ekki að lifa óslit- ið fram á þennan dag. Um all- langt skeið voru ef til vill a.ðeins örfáir menn á öllu landinu, er voru syndir. Nú er þetta orðið gjörbrevtt til liatnaðar og er ])að vel. Þegar ég var drengur heima í Guðmimdur Ágústsson. minni sveit, bar það eigi ósjald- an við, er við hittumst nokkrir jafnaldrar, að við tókum buxna- tökum og glímdum eða iðkuðum aðrar íþróttir okkur til gamans. Sjálfsagt hefur glímunni hjá okkur verið alhnjög ábótavant, þvi að fá voru brögðin, sem við kunniun og enginn sem gat leið- beint okkur. Yið fórum eftir því, sem við héldum réttast og bezt og það sem við sáum i bókum um þetta efni. En livað um það, við höfðum gainan af þessu samt.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.