Íþróttablaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 31
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
23
41.5% í stað 5%.
Sundlaugin í SúgandafirSi hafði í sumar starfað i 10 ár.
Á þessum 10 árúm hafði sú framför orSiS um sund-
kunnáttu, aS árið sem laugin tók til starfa voru 5% ai
íbúum hreppsins syndir, en nú eftir 10 ára starf er sú
hundraðstala komin upp í 41.5%.
Þegar rudd var skíðabraut í Öskjuhlíð.
Þegar Ungmennafélag Reykjavíkur var stofnaS liaustið
1906 fékk þaS skömmu eftir stofnun sína 15 fikíðasam-
stæður frá Noregi fyrir félaga sína, en nokkurir höfðu þó
iðkað skíðaíþróttina áður og þeirra á meðal Magnús Kjar-
an stórkaupm., Sjgurjón Pétursson frkvstjóri og' Jón Helga-
son bólstrari. Æfðu þeir ielagar einkum í Tjarnarbrekku,
sem nú er albýggð, en fóru stöku sinnum inn í Artúns-
brekkur.
Komst nú skriður á iðkun skíðaiþróttarinnar hér i bæn-
um, m. a. er ráðist i það að búa til skíðabraut í öskju-
hlíS. Jón Helgason hefir lýst undirbúningi og fram-
kvæmd þess fyrirtækis í Minningarriti U.M.F.Í. og fer hér
á eftir útdráttur úr greinarstúf hans:
Þó aS Tjarnarbrekkan væri allra bezta brekka til að
byrja með, var hún ekki framtíðarstaður, en Ártúnsbrekk-
an of langt í burtu og engin leið að komast nema á skið-
unum sjálfum.
Til að ráða bót á þessum ágalla, réðist U.M.F.R. i þá
stórvirku fyrirætlun að rySja skíSabraut í Öskjuhlíð. Var
ráðist í þetta árið 1908 með því að stofnaður var sam-
tiginlegur flokkur úr U.M.F.R. og U.M.F. Iðunni, og nefdist
liann „H.F. Skíðabrautin“. Markmið hans var að skapa
sem fullkomnust skilyrði þeim til lianda er iðka vildu
skíðaíþróttina. Var þá fyrst fyrir hendi að útvega skíða-
brekku og varð Öskjuhlíðin fyrir valinu, því liiin var
skannnt frá þænum, en samgöngumöguleikar engir að kom-
ast neitt lengra burt.
Var nú ráðist í að ryðja stórgrýtisurð úr Öskjuhliðinni,
norðanvert við veginn og var unnið að henni i átta ár,
eða til ársins 1916.
Allir voru þar jafnir og öllum gert jafnt undir höfði,
og ekkert manngreinarálit var þar til. Þar báru saman á
börum, bæði grjót og mold, jiær biskupsdæturnar frá Lauf-
ási og skútukarladætur vestan úr Grjótaþorpi. Og öllum
var þar goldið sama kaup, 25—30 aurar um klukkutím-
ann, enginn munur var þar á því, hvort unnið var á nótt
eða degi; helgum eða rúmhelgum dögum, nema að því
leyti, að öll vinna í Skíðabrautinni var frá upphafi ákveðin
frístundavinna.
Öll vinna var lögð inn, og var greidd með hlutabréfum,
en nafnverð þeirra var 5 krónur. Var það flestum metnað-
armál að eignast sem flest hlutabréf, án þess að vænta
hagnaðar af þeim.
Sumarið 1916 var síðast unnið í Skiðabraulinni og Var
þá lokið neðri hluta hennar, og gjörð bráðabirgðar undir-
staða að stökkbrún. Auk þess var búið að ryðja burt mest
öllu grjóti alla leið neðan af jafnsléttu og upp á hlíðina.
Var grjótið að nokkru leyti hlaðið upp í garða á báðar
hliðar, en mikið var flutt burtu.
Konungleg skíðakennsla fyrir 158 árum.
Á síðari hluta 18. aldar lætur konungur boð út ganga,
að ef stiftamtmaður og amtmaður héldu að skíðaferðir
væru gagnlegar á íslandi, þá skyldu þeir liafa heimild til
j;ess að greiða norskum undirassistent á Húsavík, Nicolos
Ruch að nafni, verðlaun fyrir þá þrjá íslendiriga, sem
hann kenndi listina fyrst. Þeir liinir sörnu nemendur
mættu svo eiga von á verðlaunum ef þeir kenndu út frá
sér. Ólafur Davíðsson kemur þannig orðum að þessu í
kaflanum um íþróttir í bók sinni „íslenzlcar gátur, þulur
og skemmtanir“: „Nú fór Ruch að kenna, enda er honum
eignað það að skíðaganga breiddist út um Þingeyjarsýslu.
1786 fær Buch 8 rbd. verðlaun fyrir skíðaferðir „og at
hafa í margann máta framit ok uppkvatt skíðaferðir“ og
sömuleiðis Gunnar bóndi Þorsteinsson á Mýlaugsstöðum
í Suður-Þingeyjarsýslu „fyrir fimleika hans á skíðahlaup-
um, og fyri þat hann kénnt hefir 2 drengjum kunzt þessa“.
„Loksins er hverjuin þeim í Vaðlaþingi allramilldilegaz
launum heitit, í næztu 3 eða 4 ár, sem sannat gétr at
hann hafi lagt sig eptir skíðahlaupum ok lær þau til gagns
ok fulIkomnunar“.
Séra Jón Ingvarsson telur i sóknarlýsingu sinni 50 ór-
um síðar að skiðaíþróttin, sem hann kallar „allþarfa“
hafi breiðzt út þar nyðra frá þeim höndlaranum á Húsa-'
vik og nemendum hans.
Nicolos Ruch keypti síðan Laxamýri við Húsavík og
bar þar bein sin.
Verð á skíðum 1880.
í Fróða nr. 27 eru vönduð skíði auglýst á kr. 3.50—4.00.
Iþróttir og fræðsla.
Iþróttablaðinu þætti mjög vænt um að fá eldri eða yngri
frásagnir af íþróttaviðburðum eða íþróttamönnum víðs-
vegar á landinu. Ennfremur hugleiðingar, aðfinnslur og
ýmislegt annað, sem blaðinu eða lesendum þess gæti orð-
ið til gagns eða gamans.
íslenzk skrif um tóbak á 17. öld.
Arngrímur Jónsson, einn lærðasti maður íslendinga á
17. öld og Oli Worm prófessor í Kaupmannahöfn, frægur
vísindamaður og mikill íslandsvinur, skrifuðust á um 20
ára skeið.
I einu bréfi sinu spyr Arngrímur Ola Worm um tóbak og
notkun þess og ritar: „Mér þætti gaman að vita skoðun
yðar um jurt þá, sem menn kalla tóbak, og sem drukkin er
gegnum litla pípu þannig, að reykurinn fer út um munn
og nasir, eftir þeirri aðferð er sjómenn hafa kennt oss; hve
mikið á að nota i einu og hvað oft? Fastandi eða annars?
Sumir segja að reykur þessi, sem svo er drukkinn, sé lioll-
ur fyrir höfuð og brjósl, en aðyir segja að munntugga,
vel tuggin og bleytt gefi góðar hægðir og hreinsi líka mag-
ann með uppsöhi. Þetta er nú sjómanna læknisfræði, þessa
jurt flytja þeir hingað til þess að nota í pipu smáskorna og
þurrkaða, svo kviknað geti í henni.“