Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 12

Íþróttablaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 12
4 IÞRÓTT ABL AÐIÐ Ég var eitthvað um 11 ára þeg- ar ég sá verulega glímu í fyrsta sinn, en það var á iþróttamótinu að Þjórsártúni og ég' man það, að mér þótti mjög til hennar koma og vonaði að einhverntíma fengi ég tækifæri til að læra þessa snjöllu iþrótt og verða góður glímumaður. Þegar ég var um tvítugt tók ég fyrst þátt í opinberri keppni á iþróttamóti héraðssambandsins Skarphéðinn að Þjórsártúni. Ég keppti þó ekki i glímu, heldur í frjálsum íþróttum. Ég náði all- góðum árangri eftir því sem þarna gerðist. Ég' varð fvrstur í hástökki, stökk 1.60 m. og annar í langstökki, stökk 6,15 m. Þetta varð til þess, að ég fékk meiri áliuga á íþróttum en áður, langaði til að æfa mig' betur og fá einliverja tilsögn. Það varð úr að ég fór á iþróttaskóla Sigurðar Greipssonar að Haukadal vetur- inn 1939—’40. Þar fékk ég mína fyrstu tilsögn í glímu og einnig í frjálsum íþróttum. Á þessum árum hafði ég ekki meiri áhuga á glímu en öðrum íþróttum enda þótt glíman yrði síðar min aðal- íþrótt og að þar hafi ég komizt lengst. Ég held það sé g'ott að æfa aðrar íþróttir samhliða glimunni, annaðhvort frjálsar íþróttir eða leikfimi. Það eykur fjölbreytni í þjálfuninni og meiri mýkt og lip- urð i hreyfingarnar. Úti um sveitir landsins, þar sem strjálbýli er, og samgöngur ekki sem beztar, á félagsskapur i sérhverri mynd, einkum íþrótta- iðkanir, mun örðugra uppdrátt- ar en lijá þeim, sem í þéttbýlinu húa. Þar verða hlutaðeigendur að leggja mjög mikið að sér, ef um langan veg er að sækja, og það eitt nægir til að draga úr þátt- töku ef áhuginn er ekki mikill fyrst í stað. Unglingar til sveita ná sér oft og einatt ekki á strik, þótt upplagið sé gott og áhuginn nógur, vegna þess að viða vantar þægileg skilyrði til æfinga, sem oft stafa af húsnæðislevsi eða erfiðum samgöngum. Á allra síð- ustu árum hefur líka oft alls enginn íþróttakennari verið til að leiðbeina eða kenna. Þetta er nú, sem betur fer, að færast í betra horf, þar sem íþróttakennarar ferðast nú um sveitir landsins og kenna þar bæði frjálsar íþróttir, leikfimi og glímu. Ég geri fast- lega ráð fyrir því, að margir af þeim ungmennum sem fá þar sína fyrstu þjálfun, muni síðár lialda áfram æfingum og vinna sér orðstir sem góðir íþrótta- menn. Ég' hefi alltaf liaft mikinn á- huga á frjálsum íþróttum og hefi jafnan æft mig dálítið á vorin á undan keppni, sem ég hefi tekið þátt i, og hefi þá leitazt við að fara eftir þeirri kennslu, sem ég hefi notið þótt ekki væri neinn íþróttakennari við liendina. Ég hefi oft og tíðum æft mig ein- samall, sem er e. t. v. ekki alls- kostar heppilegt. Til gamans læt ég fylgja skrá yfir heztu árangra, sem ég liefi náð í hverri iþróttagrein, sem ég hefi aðallega keppt í. Þessir á- rangrar eru frá mótum Iiéraðs- sambandsins Skarphéðins eða frá íþróttamótum U. M. É. „Vöku“ og U.M.F. „Samhyggðar“. Langstökk 6.15 m. Hástökk 1.71 m. Þrístökk 12.48 m. Stangarstökk 2.85 m. 100 m. hlaup 11.8 sek. Kúluvarp 12.05 m. I lengri hlaupum en 100 m. hefi ég aldrei lceppt, né öðrum köstum en kúluvarpi. Veturinn 1941—42 var ég i Reykjavík í atvinnuskyni, eins og svo margir aðrir á þessum at- vinnu- og stríðstímum. Þá notaði ég tækifærið og æfði glímu fvrir alvöru í Glímufélaginu Ármann Iijá Jóni Þorsteinssyni glímukenn- ara. Þar liefi ég æft glímu nokk- urnvegin stöðugt síðan. Hin raunverulega fyrsta stóra kapp- glíma, sem ég tók þátt í, var Skjaldarglíma Ármanns veturinn 1942. Það var ekki laust við, að mér væri dálítið órótt innan- brjósts rétt áður en keppnin liófst. Það voru 20 þátttakendur og þar af margir beztu glíniu- menn, sem liér var völ á. Mér óx það í augum, að eiga eftir að glíma við allan þennan fjölda og var ekki laust við að ég væri fyrst í stað með nokkrum glímu- skjálfta í þess orðs eiginlegustu merkingu. Mér gekk hálfilla til að byrja með, en sótti mig smám saman og var öruggari með hverri glímunni sem leið. Árang- urinn í þessari keppni var betri en ég hafði gert ráð fyrir í upp- hafi og varð ég' fjórði í röðinni. Síðan þetta skeði hefi ég tekið þátt í mörgum kappglímum og oftast gengið fremur vek Stærsta sigurinn sem ég hefi þó unnið, tel ég vera í íslandsglhnunni síð- astliðið vor. Ég taldi mig ekki vera sem hezt undir þá glímu bú- inn vegna þess, að ég varð sér- stakra ástæðna vegna að hætta öllum æfingum hálfum öðrum mánuði áður, og æfði ég lítið úr því. Þetta hefur samt ef til vill ekki spillt neitt fyrir mér. Marg- ir reyndir glímumenn telja það nauðsynlegt að liætta öllum æf-

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.