Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 20

Íþróttablaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 20
12 IÞRÓTTABLAÐIÐ Metsveit Ægis í 8x50 m. skriðsunili. í sveitinni eru, talið til hægri: Guðjón Ingimundarson, Logi Einarsson, Halldór Baldvinsson, Jónas Halldórsson, Ásgeir Magnússon, Hörður Sigurjónsson, Edvard Færseth og Hjörtur Sigurðsson. ist umhugaS a<5 sýna sem mesta yfir- burði, en það leit út eins og þeir væru liræddir um úrslit. Þó var mikið meira vit í sókn þeirra, hún var auð- sýnilega byggð á góðum samleik. Stig féllu þannig milli félaganna: 1. Ármann A 6 stig, setti 22 mörk gegn 2. 2. K.R. 4 stig, setti 10 mörk gegn 11. 3. Ármann B 2 stig, setti 7 mörk gegn 11. 4. Ægir 0 stig setti 2 mörk gegn 16. Reykjavíkurmeistarar Ármanns eru þessir: Ögm. Guðm., Sigurjón Guð- jónss., Stefán Jónss., Magnús Krist- jánss., Gísli Jónss., Lárus Þórarinss. og Guðm. Guðjónsson. Þjálfari flokksins er Þorst. Hjálmars- son, og hefur hann unnið mikið og gott starf, sem hann má vera hreyk- inn af. Póló—Sóló. Sundmót Ægis. Hið árlega sundmót Sundfélagsins Ægis, fór fram i Sundhöll Reykjavikur 9. febrúar síðastliðinn. Skráðir þátttakendur voru 61, þar af 27 frá Ægi, 15 frá Ármanni, 14 frá K.R. og 5 frá Í.R. Á þessu sundmóti var sett eitt met í 8x50 m. skriðsundi karla, af sveit Ægis á 3 mín. 58,2 sek., eldra metið var 3 mín. 59,2 sek., sett i fyrra af sveitum Ármanns og Ægis, sem urðu þá jafnar. Úrslit í einstökum vegalengdum var þessi: 50 m. skriðsund, karla. 1. Rafn Sigurvinsson K.R. 28,7 sek. 2. Hörður Sigurjónsson Æ 28,9 sek. 3. Óskar Jensen Á. 29,1 sek. Allir þessir þrír menn voru sem sagt jafnir, þar til síðustu metra leið- arinnar. Rafn vann þar með Hraðsunds- bikarinn í fyrsta skipti. Bikar þenn- an þarf að vinna til eignar 3 i röð eða fimm sinnum alls. Hvorki Rafn né Hörður náðu eins góðum tíma, eins og við tiefði mátt búast af þeim. 100 m. skriðsund, drengja. 1. Halldór Bachmann Æ. 1 m. 15,5 s. 2. Hreiðar Hólm Á. 1 m. 20,5 sek. 3. Garðar Halldórsson Æ. 1 m. 22,7 s Tími Halldórs má teljast' ágætur af 15 ára dreng. 200 m. skriðsund, karla. 1. Sigurg. Guðjónss. K.R, 2 m. 46,3 s. 2. Guðm. Guðjónsson Á. 2 m. 47,7 s. 3. Guðm. Jónsson Æ. 2 m. 48,5 sek. í þessu sundi kom Sigurgeir alveg á óvart, flestir höfðu búizt við að Guðmundarnir myndii keppa um fyrsta og annað sætið. 100 m. bringusund, konur. 1. Unnur Ágústsd. K.R. 1 m. 40,5 sek. 2. Kristin Eiríksd. Æ. 1 m. 42,8 sek. 3. Halldóra Einarsd. Æ. 1 m. 42,9 s. í þessu sundi var meiri þátttaka en almennt liefur verið í kvennasundum nú undanfarið, er vonándi að kven- fólkið fari að táta meira til sín taka í sundiqu. 400 m. bringusund, karla. 1. Sigurður Jónsson K.R. 6 m. 43,2 s 2. I£inar Davíðsson Á. 6, m. 59,2 sek. 3. Hörður Jóhannesson Æ. 6 m. 59,2 s. Sigurð vantaði Inrðari keppinauta til'þess að ná góðum tíma; annars má telja ágætan árangur hjá Herði af 16 ára dreng að vera. 50 m. baksund, drengja. 1. Guðm. Ingólfsson Í.R. 36,4 sek. 2. Halldór Bachmann Æ. 39,5 sek. 3. Leifur Eiríksson K.R. 41,5 sek. Guðmundur er lang efnilegasti bak- sundsmaðurinn, sem við höfum átt um langan tíma og á hann vonandi eftir að ryðja einhverjum metum áður en langt líður. ísl. met á 50 m. baksundi er 35 sek. 50 m. bringusund, drengja. 1. Hannes Sigurðsson Æ. 40,1 sek. 2. Valur Júlíusson Á. 41.9 sek. 3. Jón F. Björnsson l.R. 42.3 sek. 8x50 m. skriðsund, karla. 1. Sveit Ægis 3 m. 58,2 s. (nýtt metl 2. Sveit Ármanns 4 m. 02,1 sek. 3. Svei't K. R. 4m. 06,0 sek. Sveit Ægis tók forystuna strax, og hélt .henni út allt sundið. Um tímabii var sveit K.R. næstum jöfn sveit Ár- manns. Tími Ægis hefði getað orðið ennþá betri ef supiir sundmennirnir

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.