Íþróttablaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 10
2
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
Ef við athugum skemmtana- og
iþróttalíf okkar fslendinga, verð-
um við að viðurkenna að það er
fremur fábreytt, minnsta kosti
held ég að enginn vafi sé á því,
að allt of lítið sé um heilbrigðar
skemmtanir hér. Þá liefur Ims-
næðisskortur háð mjög allri starf-
semi íþróttafélaganna, auk þess
sem þau hefur líka vantað í-
þróttavelli mjög hagalega. Það er
þvi enn mikið verk framundan
óleyst, þar til fullnægt er nauð-
synlegustu skilyrðum, sem til
staðar þurfa að vera, svo íþrótta-
lif vort geti vaxið og dafnað eðli-
lega, í samræmi við kröfur nú-
tímans. Það sýnist því vera full
þörf fyrir eina skautahöll hér í
hæ, því sízt mundu þær íþrótta-
greinar verða of márgar, sem
starfað geta óhindraðar hvað
húsnæði snertir. Væri ein slík
bygging hér í Reykjavik, mundi
nýtt líf færast i íþrótta- og
skemmtanalíf þessa hæjar. Gætu
þá íþróttafélögin stofnað æfinga-
deildir í skautaíþróttinni, svipað
og skiðadeildir eru nú i mörgum
íþróttafélögum. í kjölfar þessar-
ar starfsemi mundi að sjalfsögðu
fylgja skemmtilegir kappleikir í
hinum ýmsu greinum liinnar fjöl-
breyttu skautaíþróttar, ásamt
skemmtilegum skautaíþróttasýn-
ingum.
Auk þeirrar starfsemi, sem
fram færi á vegum íþróttafé-
laganna í þessari væntanlegu
skautahöll, þykir mér ekki ólík-
legt að skautaíþróttin mundi
einnig' verða tekin upp, sem einn
liður í leikfimi skólanna hér í
bæ, og mundi sú ráðstöfun áreið-
anlega verða mjög vinsæl sér-
staklega í barnaskólunum, og
koma að góðuin notum.
Ennfremur mundu þeir mörgu
einstaklingar, ungir og gamlir,
karlar og konur, sem ekki eru
innan vébanda neinna íþróttafé-
laga, að sjálfsögðu iðka þessa
hollu og fögru íþrótt mjög' mikið
ef til væru liúsakynni.
Skautaíþróttin er nú talin ein
af hollustu, fegurstu og skemmti-
legustu íþróttagreinum nútímans,
enda skipar íþróttagrein þessi nú
virðulegan sess meðal íþrótta
viða um heim. Við fslendingar
höfum staðið illa að vígi að iðka
þessa fögru og liollu íþrótt, enda
vantar næstum því öll skilyrði tii
þess. Hið hreytilega tíðarfar hér
gerir það að verkum að mjög
sjaldan er hér nothæfur skautaís,
nema einn og einn dag, oft með
löngu millibili. Með tilliti til hins
óhlíða og hreytilega tíðarfars,
virðist vera enn meiri nauðsyn á
skautahöll hér en víða annars-
staðar í heiminum. Það er engin
von um neinn teljandi árangur i
skautaíþróttinni hér á landi, fyrr
en liægt er að æfa innanhúss, án
tillits til árstíða og veðurfars.
Það er langt síðan nágranna-
þjóðir vorar byrjuðu að hvggja
skautahallir með tilbúnum ís. Tal-
ið er að fyrsta skautahöllin í
heiminum hafi verið byggð í
London árið 1876. Sú næsta var
hyggð í Madison Square Garden,
New York þrem árum síðai', eða
árið 1879. Eftir 1880 voru svo
hyggðar hver skautaliöllin eftir
aðra víðsvegar um Evrópu og
Ameríku. Byggingum þessum
liefur svo stöðugt fjölgað hröð-
um skrefum ár frá ári.
í Ameriku mun þó skautahöll-
um hafa mest fjölgað á árunum
frá 1925 til 1940. Ég man eftir
því þegar ég átti heima vestur
við Kyrrahaf, á árunum 1921 til
1925, að skautahallir voru þá að-
eins í hinum stærri borgum. En
á ferð minni um austurhluta
Bandaríkjanna sumarið 1942, sá
ég að hvggingar þessar voru orð-
in svo sjálfsögð menningartæki,
að i smáþorpum voru slíkar
byggingar algengar. Mynd sú,
sem hér fylgir, er af skautahöll í
einu slíku þorpi, sem telur þó
aðeins 3000 íbúa. Skautaliöll
jiessi er samt all vegleg, liefur
liún áhorfendasvæði fvrir 7200
manns, og svellflötur 65 og 28
metra að stærð.
Það má benda á það, að skauta-
hallir eru notaðar fyrir fleira en
skautaíþróttina eina saman. Þar
fara fram fjölmennar íþróttasýn-
ing'ar, allskonar íþrótlakeppni,
fjölmennir hljómleikar o. fl. o. fk
Er þá ísinn tekinn burtu á með-
an, en það er liægt á tiltölulega
skömmum tíma.
Ég liefi nú hér að framan bent
á nokkur atriði þvi til sönnunar,
að skautahöll eigi hér ekki að-
eins framtíð og tilverurétt, held-
ur sé hún og þýðingarmikið
menningartæki, sem þörf hefði
verið á fyrir löngu síðan. Það má
að vísu segja með nokkrum rétti
að oss íslendingum sé nokkur
vorkunn hvað langt vér erum á
eftir öðrum þjóðum í þessu efni,
ef tillit er tekið til þess, hve afar
dýrar þessar hyggingar eru, vegna
Iiinnar rniklu stærðar, sem á
þeim þarf að vera. Það er þó hót
í máli að hafinn er nú undirbún-
ingur að byggingu skautahallar
hér í Revkjavík, sá undirbúning-
ul' hófst raunverulega fyrir mörg-
um árum. Hafa ófyrirsjáanleg-
ar orsakir og örðugleikar tafið
allar framkvæmdir, og nú síðast
af styrjaldarástæðum hefur
reynst óframkvæmanlegt að fá
nauðsynlegt efni og flutninga til