Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 25

Íþróttablaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 25
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 17 Ungverjinn var ósigrandi. Mann- fjöldinn liamaðist, klappaði, söng, stappaði og æpti: „Szebes sigrar! Szebes sigrar!“ Fagnaðarlætin dundn og glumdu um þveran leikvanginn og áhorfendurnir voru sem vitstola af fögnuði yfir sigurvonum landa síns. Svo kom að síðustu umferðinni. Szebes kastaði, en náði ekki beztu kastlengd sinni, Pentilá ekki held- ur. Matti Járvinen, særði Finn- lendingurinn, var einn eftir. En livers mátti vænta af honum? Einskis. Það var fyrirfram ákveð- ið, enda sannfæring allra áhorf- enda. Dómarar og aðrir starfs- menn mótsins föðmuðu Szebes að sér og þökkuðu lionum með tárin í augunum fvrir glæsilega unninn sigur. En meðan þessu fór fram, tók Matti spjótið í síðasta sinn í hönd sér. Honum sveið í sárið, umbúð- irnar voru alblóðugar, sólarhitinn var lamandi, og' Matti leið bölv- aniega. Hann reiddi spjótið í axl- arhæð, stillti sér upp á enda til- Iilaupsbráutarinnar, spretti liarð- ara úr spori en nokkru sinni áður, stakk við á fullri ferð og kastaði spjótinu af öllu því afli og öllu því fjaðurmagni, sem til var í líkama lians. Hann gerði það vegna Finniands. Spjótið flaug hátt til lofts, hærra og lengra en það liafði nokkru sinni áður gert í þessum kappleik. Og með þessu kasti, sem var (18.28 stikur, bar Járvin- en óvæntan en verðskuldaðan sig- ur úr býtum, þrátt fvrir meiðsli og lamandi bita. I júlimánuði þetta sama sum- ar, setti Járvinen fyrsta heimsmet sitt í spjótkasti. Það var í Stokk- hólmi, og bætti hann þar með heimsmet Lundquists úr 71.01 st. Iþróttír Beztu Norðurálfuafrek í sumar. Það þarf engum blöðum um það að fletta, að beimsstvrjöld sú, sem nú herjar með eyðandi öflum sínum, hefur mjög dregið úr iðkun og afrekum íþrótta hér í álfu. Þó hafa ýms álitleg afrek verið unnin i frjálsum í- þróttum og þarf ekki annað en minna á hin frábæru afrek sænsku hlauparanna. upp i 71.88 st., og skönnnu síðar bætti liann það upp í 72.93 st. Næsta ár á eftir var Matti Járv- inen ósigrandi í spjótkasti, hann liafði leikandi yfirburði yfir keppinauta sína og hann bætti met sín hvað eftir annað án nokkurrar hættulegrar sam- keppni. A Olympíuleikunum í Los Angeles var talið að Matti hefði sýnt glæsilegasta yfirburði allra sigurvegara þar. Þó er langur vegur frá, að Matti Járvinen hafi náð sínum bezta árangri í Los Angeles. Seinna það sama sumar kastaði hann enn lengra, eða 74.02 st., og árið eftir bælti hann heimsmetið tvisvar, fyrst upp í 74.61 st., og síðar í 76.10 st. Arið 1934 hefur Járvinen ef til vill verið jafn beztur á ævinni. í tíu kappleikjum, er hann tók þátt í það sumar, náði hann 74.60 st. meðal kastlengd. En lengstu kasti náði liann þá á Evrópumeistara- mótinu í Turin, þar sem hann hætti í heimsmetið upp i 76.66 erlendii. í fyrri heimsstvrjöldinni eign- uðust Svíar heimsfrægan hlaup- ara, Jobn Zander. Nú eiga Svíar ekki aðeins einn afburðahlaup- ara, heldur marga. Svo sem kunnugt er, fór þeirra frægasti hlaupari, Gunder Hágg, til Ameríku í sumar sem leið og bar þar hvarvetna sigur af liólmi með miklum glæsileik. En á með- an hann var þar ytra að leika sér að Amerikönunum, setti landi stikur. Árið 1936 færði Járvinen heimsmetið upp í 77.23 stikur, og það er bezti árangur, sem liann hann hefur náð. Það má ef til vill, segja sem svo, að Járvinen sé ekki lengur einstæður í sinni íþrótt — að ann- ar hafi komið honum snjallari. En hvað sem því líður, má þó segja um hann eins og Nurmi, að hann var einstæður og einvaldur í sinni íþrótt um margra ára skeið. Það er líka annað, sem segja má um Járvinen. Hann var ekki einhæfur íþróttamaður, og heima i ættlandi hans er talið, að liann mundi getað bafa orðið jafn frá- bær tugþrautarmaður, sem spjót- kastari. Hann stökk t. d. 7.07 st. í langstökki, kringlunni varpaði hann 44 st., kúlunni 14.60 st. og 100 stikurnar hljóp lrann á 11.2 sek. — Svo mikil var fjölhæfni þessa undursamlega spjótkastara. Þ. J.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.