Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 19

Íþróttablaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 19
lÞRÓTT ABLAÐIÐ 11 Tvö inndmót. Guðmundur er hár maður, vel lim- aður og samsvarar sér vel. Hann er bragðmargur og Jaginn að nota sér tækifæri. Rögnvaldur Gunnlaugsson er tígu- legur og ákveðinn glimumaður. Hann og Kristinn Sigurjónsson mættu temja sér meiri mýkt í glímuviðureign. Samanburður á vinningum Rögnv. á Íslandsglímunni og þessu glímumóti, sýnir að Jiann liefui' tekið miklum framförum. Kristinn er aðsópsmikill og sterlc- ur og sýndi oft tilþrif i viðureign. Olafur Sveinsson virðist ekki nógu ákveðinn er hann gengur til glímu og illt að sjá við honum. Hið síðara er kostur glímumanns. ÓJafur þarf að temja sér meira líf í sókn til bragða. Hann felldi bæði Kiústinn og Guð- mund Guðmundsson. Sigurður Hallbjörnsson er kunmr glímumaður, sem er likt að segja um og Ólaf. Glínuir lians eru all misjafn- ar. Geta stundum farið út i sviftingar og bragðleysu, en stundum verið til- þrifamiklar og endað á fögru bragði. Steinn Guðmundsson hefur oft ver- ið sigursælli en nú. Framkoma og yfirbragð hans og Andrésar er við- feldin. Báðir þessir glimumenn lentu í löngum glímum, því að eins og tafl- an sýnir, áttu þeir á þessu glímumóti 4 glímumenn sér jafna. Þorlvell Þorkelsson var Jéttastur allra glímumanna og glimir vegna smæðar sinnar og þyngdar mikið í vörn, svo að eigi er gott að dæma hann, sem glímumann. Bol sást þó til lians. Glímumenn frá Í.R. eru lítt þekktir og hafa litla reynslu að baki sér, sem kappglímumenn og efamál er Jivort rétt hafi verið að láta þá koma fram í fyrsta skifti á svo erfiðu glímumóti. Sverrir Sigurðsson mun vera þeirra beztur glímumaður, enda af góðum glímumönnum kominn, Hnéhnykkm virðist honum tamur. Hjá hinum I.R.-ingunum bar mest á að sótt væri krækja og leggjarbragð. Kristján Sigurðsson frá Ármann' kom einnig eins og Í.R.-ingarnir nú fram á sitt fyrsta glímumót. Hann virðist enn of óákveðinn í framgönga og í sókn til bragða. Handvörn hans á gólfi var oft skökk og slapp í eitt skipti undárlega vel frá meiðsli. Snndknattleiksmót Reykjavíkur. Sundknattleiksmót Rvíkur fór fram í Sundhöll Rvíkur um miðjan desem- bermánuð. Þrjú félög tóku þátt í mót- inu, Ármann með tvö lið, og K.R. og Ægir með sitt liðið livort. Mót þetta fór yfirleitt vel fram að öðru leyti en því, að leikirnir byrjuðu yfirleitt ekki réttstundis. Er það mikill galli, sem forráðamenn sundsins verða að kippa i lag sem allra fyrst. Fyrsti leikur mótsins var inilli K.R. og Ármanns B, og endaði hann með sigri K.R. 4:1 eftir skemmtilegan og fjörugan leik. K.R.-ingarnir sýndu þarna að þeir eru í greinilegri framför hvað samspil og knattmeðferð snertir. Margir í B-liði Ármanns sýndu jiarna mjög góð til- Af þeim mönnum, sem glímdu gíimumótið á enda voru 7 mjög jafnir bæði að líkamsburðum og bragðfimi. Guðmundur Ágústsson ber af bæði fyrir líkamsburði og liá brögð. 4 voru byrjendur á kappglímuvelli og tveir þeirra og einn sem ég hefi ekki getið um, eru of smávaxnir til viðureignar við hina fyrrtöldu og við Guðm. Ágústsson. Verði flokkaglíma í vor má búast við að glímur verði jafnari og tilþrif í glímumótinu í heild meiri. Íslandsglíman 1944 ætti að verða að þeirri flokkaglímu lokinni glímu- mót þar sem koma fram jafnari kepp- endur en á þessari Skjaldarglimu. Ég vil ekki taka undir bær raddir, sem heyrzt hafa að glímumótið hafi verið of fjölsótt. Það er ekki ástæðan fyrir því að heildarsvipurinn varð ekki betri. Fyrir nokkrum áruni kvað við eflir hvert glímumót, að glíman væri að deyja út og lítil tilþrif vegna kepp- endafæðar. Þá kepptu 5—8 glímu- meiin. Slíkar eru aðeins raddir þeirra, sem alltaf eru óánægðir, en ekki nógu fundvísir á orsakir. Þökk keppendum, kennurum og fé- lögum fyrir glímurnar. þrif og eru margir efnilegir menn í liðinu, sem munu liakla lieiðri Ár- manns uppi, þegar fram í sækir. Annar leikur var milli Ármanns A. og Ægis. Þarna bjuggust margir við skemmtilegum leik milli þessara gömlu keppinauta, en svo varð þó eigi, þvi að Ármann A vann þennan leik auð- veldlega með 6:0. Ármenningarnir spiluðu yfirleitt vel og var samspil þeirra fast og ákveðið og voru þeir allir yfirleitt öruggir í knattmeðferð- inni. Ægiringar voru aftur á móti ó- ákveðnir og lélegir, sem stafar að sjálfsögðu af æfingaleysi, og er það illa farið með svo voldugt félag, sem Ægir var. Þriðji leikur var milli A og B liða Ármanns, og sigraði A-liðið með 7:1 eftir hraðan og skemtilggan leik. Fjórði leikur var milli K.R. og Ægis. Sigraði K.R. með 5:2, og er þetta í fyrsta skipti i sögu sundknattleiksins, sem Ælgir verður að lúta í lægra haldi fyrir K.R. Þessi leikur var lélegur og þófkenndur, enda var spilað með G manna liðum í stað 7 manna, og getur orsökin legið í þvi að leikmenn hafi ekki áttað sig á hinni breyttu skipt- ingu. Fimmti leikur var milli Ármanns B og Ægis og lauk með sigri B-liðsins, með 5:0. I þessum leik var eins og Ægiringa vantaði allan áliuga fyrir sigri og' góðum leik, þvi að spila- mennska þeirra var engin. Aftur á móti var B-Iið Ármanns sprettfjörugt og spilamennska þeirra góð, og voru þeir vel að sigrinum komnir. Úrslitaleikurinn var milli K.R. og Árinanns A, og sigraði Ármann með miklum yfirburðum eða 8:1. Leikur þessi var afar ljótur. K.R.-ingar spil- uðu yfirleitt illa, og slepptu mörg- um tækifærum vegna klaufaskap- ar. Þó mátti sjá margt, sem benti lil þess að þeir gætu leikið betur. Tilfinnanlega vantaði alla uppbygg- ingu í leik þeirra. Ármenningar spil- uðu lieldur ekki eins vel og við var búizt, þar sem þeir áttu sigur vísan. Þeir spiluðu af mikilli hörku og virt-

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.