Íþróttablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 5
I blaórinu
Hestamennska
Hestamennska er íþróttagrein sem nýtur vaxancii
vinsælda hérlendis. Kom það glögglega fram á
landsmóti hestamanna sem fram fór að Skógarhólum
í Þingvallasveit fyrir skömmu. (þróttablaðið fylgdist
með mótinu og er sagt frá því í máli og myndum.
Ingi Björn skrifar
Ingi Björn Albertsson skrifar um það sem hæst bér í
íslenzku knattspyrnunni um þessar mundir. Kemur
hann víða við í grein sinni. Segir m.a. álit sitt á stöð-
unni í 1. deildinni og í bikarkeppninni og fjallar einnig
um ásókn erlendra liða í íslenzka knattspyrnumenn
og þær aðferðir sem viðhafðar eru í því sambandi. Er
Ingi Björn ómyrkur í máli í grein sinni, og setur skoð-
anir sínar skorinort fram.
Vestmannaeyjar
íþróttablaðið kynnir nú íþróttamannvirki og íþrótta-
aðstöðu í Vestmannaeyjum, en þar hefur mjög
myndarlega verið staðið að málum og búið að reisa
eitt glæsilegasta íþróttahús á íslandi, þar sem að-
staða er frammúrskarandi góð til allra inniíþróttaiðk-
ana. Einnig hafa Eyjamenn gert mikið til þess að bæta
aðstöðu útiíþróttamanna, en sem kunnugt er fóru
íþróttamannvirki í Eyjum illa út úr gosinu, svo sem
flest annað þar í bæ.
íþróttafjölskyldan
íþróttablaðið heimsækir nú íþróttafjölskylduna Guð-
jón Jónsson, Sigríði Sigurðardóttur og Guðríði Guð-
jónsdóttur, en þau Guðjón og Sigríður voru á sínum
tíma framúrskarandi handknattleiksfólk og nú hefur
dóttirin fetað í fótspor þeirra.
Lára og Sigrún
Varla hefur verið haldið frjálsíþróttamót hérlendis
undanfarin ár án þess að nöfn systranna Láru og
Sigrúnar, Sveinsdætra kæmu þar við sögu. íþrótta-
blaðið heimsótti systurnar og ræddi við þær um
keppnisferil þeirra, aðstöðu frjálsíþróttafólks og fl.
Landsmót UMFÍ
Það er allra manna mál að landsmót UMFI sem haldið
var fyrir skömmu á Selfossi hafi verið ein glæsilegasta
íþróttahátíð sem haldin hefur verið hérlendis. Þátt-
takendafjöldi í mótinu var með ólíkindum og segja má
að í hverri einustu keppnisgrein væri um hörkubar-
áttu að ræða. íþróttablaðið fór í heimsókn á Selfoss
og segir frá því er fyrir augu og eyru bar, og ræðir við
nokkra keppendur og starfsmenn á mótinu.
George Best
Einhver mesti furðufugl knattspyrnuíþróttarinnar er
tvímælalaust Norður-írinn George Best. Hæfni hans
var framúrskarandi og honum stóðu alla dyr opnar.
En það þarf sterk bein til þess að þola góða daga, og
Best hætti til þess að misstíga sig þegar út fyrir
knattspyrnuvöllinn var komið.
Ragnar skrifar um golf
Hinn góðkunni golfmaður Ragnar Ólafsson skrifar nú
öðru sinni golfþátt fyrir íþróttablaðið og fjallar þar um
það helzta sem skeð hefur ígolfíþróttinni hérlendis að
undanförnu, auk þess sem hann tekur fyrir ýmislegt
skemmtilegt sem skeður á golfvöllunum og segir m.a.
frá baráttu manna við að slá holu í höggi.
Annað
I útilífsþætti (þróttablaðsins er að þessu sinni fjallað
um laxveiðar og sagt frá er íþróttablaðsmenn
skruppu íveiðiferð í Sogið fyrir skömmu, þá var blaðið
viðstatt æfingu hjá 5. flokki Vals, fréttir eru frá starfi
ÍSÍ og fjallað er um sundgarpinn Mark Spitz, er varð
heimsfrægur á Olympíuleikunum í Munchen 1972, en
er nú flestum gleymdur.