Íþróttablaðið - 01.07.1978, Síða 7
r ÍÞRÓTTABLA ÐIÐi
íþróttir og útilíf
Málgagn [þróttasambands fslands
Ritstjórar:
Sigurður Magnússon og
Steinar J. Lúðvíksson
Skrifstofa ritstjórnar:
[þróttamiðstöðinni Laugardal
Ritstjjórnarspjall
Útgefandi: Frjálst framtak hf.
Framkvæmdastjóri:
Jóhann Briem
Aðstoðarframkvæmdastjóri:
Pétur J. Eiríksson
Auglýsingastjóri:
Sigriður Einarsdóttir
Skrifstofa og afgreiðsla:
Ármúla 18
Símar 82300, 82302
Áskriftargjald kr. 665 á mánuði,
innheimt tvisar á ári kr. 3.990
Setning, umbrot, filmuvinna og prentun:
Prentstofa G. Benediktssonar
Prentun á kápu: Prenttækni hf.
Bókband: Félagsbókbandið hf.
Litgreining kápu: Korpus hf.
Héraðssambönd innan (Sf:
Héraðssamband Snáefellsness- og
Hnappadalssýslu
Héraðssamband Strandamanna
Héraðssamband Suður-Þingeyinga
Héraðssamband Vestur-lsfirðinga
Héraðssambandið Skarphéðinn
(þróttabandalag Akraness
[þróttabandalag Akureyrar
[þróttabandalag Hafnarfjarðar
[þróttabandalag fsafjarðar
(þróttabandalag Keflavíkur
[þróttabandalag Ólafsfjarðar
[þróttabandalag Reykjavíkur
[þróttabandalag Siglufjarðar
íþróttabandalag Suðurnesja
íþróttabandalag Vestmannaeyja
Ungmenna- og íþróttasamband
Austurlands
Ungmennasamband A.-Húnvetninga
Ungmennasamband Borgarfjarðar
Ungmennasamband Dalamanna
Ungmennasamband Eyjafjarðar
Ungmennasamband Kjalarnessþings
Ungmennasamband N.-Þingeyinga
Ungmennasamband Skagafjarðar
Ungmennasamband V.-Húnvetninga
Ungmennasamband V.-Skaftfellinga
Ungmennasambandið Úlfljótur
Sérsambönd innan fSÍ:
Badmintonsamband (slands
Blaksamband (slands
Borðtennissamband (slands
Fimleikasamband (slands
Frjálsíþróttasamband fslands
Glímusamband (slands
Golfsamband (slands
Handknattleikssamband (slands
Júdósamband (slands
Knattspyrnusamband Islands
Körfuknattleikssamband Islands
Lyftingasamband fslands
Siglingasamband fslands
Skíðasamband Islands
Sundsamband fslands
Aðstöðuleysi til íþrótta-
menntunar.
Það kemur sífellt betur í Ijós, að mikil vöntun er á vel menntuðum íþrótta-
kennurum til starfa víðsvegar um landið.
Megin ástæðan fyrir þessu er sú staðreynd, að íþróttakennaraskóli íslands
starfar við alltof þröng skilyrði og er nánast í fjárhagslegu svelti. Slík þróun
kann ekki góðri lukku að stýra á sama tíma og það er viðurkennt, að aldrei
höfum við þurft að leggja jafn mikla áherzlu á hverskonar líkamsrækt og
einmitt nú og í framtíðinni, eftir því sem þeim fjölgar er vinna áreynslulítil störf
og velmegun eykst meðal almennings.
í ítarlegri ræðu, sem forseti Í.S.Í. flutti um þessi mál fyrir nokkru síðan, tók
hann það sterkt til orða, að neyðarástand ríkti og hefði ríkt í þessum málum
undanfarin ár. Þetta lýsti sér m.a. í því, að íþróttafélögin réðu til sín rándýra
erlenda þjálfara af því að aðrir væru ekki fáanlegir.
íþróttakennaraskóli íslands útskrifar um 30 íþróttakennara á 2ja ára fresti
eða sem svarar um 15 árlega. Það mun einsdæmi, að skóli taki ekki við
nemendum á hverju ári.
Þessir kennarar eiga að sinna allri íþróttakennslu í skólakerfinu, en auk
þess verður að hafa hugfast, að innan vébanda I.S.Í. eru um 60 þúsund
iðkendur íþrótta á öllum aldri í um.þ.þ. 20 íþróttagreinum. Og þótt megin hluti
leiðbeinenda hjá íþróttahreyfingunni séu sjálfboðaliðar, verða vel menntaðir
íþróttakennarar mjög víða að koma til skjalanna, ef íþróttastarfsemin á að
geta vaxið og dafnað með eðlilegum hætti.
Húsnæðisaðstaða íþróttakennaraskólans er í algerum ólestri. Kennslu-
stofa er aðeins ein og hefur svo verið óbreytt s.l. 35—40 ár. íþróttasalur er
álíka gamall og fylgir hvergi nærri þróuninni sem á sér stað og ekki tekur
betra við þegar um sundlaugina er að ræða.
Það gagnar því lítið að hafa áhugasaman skólastjóra og duglegt kennara-
lið, ef kennslumöguleikar eru jafn ömurlegir og raun ber vitni, enda er það nú
orðið svo, að kennaraskipti við skólann eru orðin óeðlilega tíð og erfitt að fá
kennara til starfa. Áhugi og vilji ungs fólks til að leggja stund á íþróttanám
lætur þó ekki á sér standa, því að 4—5 sinnum fleiri sækja um skólavist en
hægt er að veita viðtöku.
Málefni íþróttakennaraskólans verður að taka til algerrar endurskoðunar
og gera verður stórt átak til að bæta aðstöðu til kennslu og hverskonar
fræðslustarfsemi.
Stjórnvöld, skólayfirvöld og íþróttasamtökin verða að leggjast á eitt um að
bætt verði úr því ófremdarástandi sem nú ríkir. Annað sæmir ekki þjóð sem
vill skiþa sér á bekk meðal menningarþjóða.
7