Íþróttablaðið - 01.07.1978, Qupperneq 11
hryssur í efstu sætunum. Af hryssum
sex vetra og eldri varð hlutskörpust
Snælda frá Árgerði, eign Magna Kjart-
anssonar, Árgerði. í tveimur næstu
sætum komu hryssur frá Kirkjubæ
Sunna, eign Guðmundar Gíslasonar.
Torfastöðum og Rakel, eign Sigurðar
Haraldssonar. Af fimm vetra hryssun-
um stóð efst Elding frá Höskuldsstöð-
um, eign Sigurðar Snæbjörnssonar,
Höskuldsstöðum.
Ein hryssa keppti á mótinu til heið-
ursverðlauna. Var það Fjöður frá
Tungufelli, eign Esterar Guðmunds-
dóttur, Laugarvatni og fékk hún heið-
ursverðlaunin með þeirri umsögn að
afkvæmi hennar hefðu fjölbreytta reið-
hesthæfileika hvað varðar gang en
fundið var að byggingu þeirra.
Mjög hefur verið um það rætt meðal
hestamanna allra síðustu árin að gæð-
ingakeppnir væru sem óðast að fara í
það horf að þar mættu aðeins til leiks
með hesta, menn, sem lítið fengjust við
annað en þjálfa og temja hross. Þó þessi
þróun hafi nokkuð sett svip á úrslita-
hópana í hvorum flokki gæðinganna,
var það hins vegar ánægjuleg andstæða
þessa, að í fyrsta sæti í A-flokknum,
alhliða gæðinga var bóndi austan úr
Hornafirði. Þeir Sigfinnur Pálsson,
bóndi Stórulág og gæðingurinn hans
Skúmur, sýndu það að ekki þarf at-
vinnuþjálfunarmenn til að leiða hest til
sigurs, þegar saman fara góður gæð-
ingur og áhugi og elja eigandans.
Að þessu sinni settu nýjar keppnis-
greinar nokkurn svip á landsmótið en
þetta voru sérstök keppni fyrir ungl-
inga, töltkeppni og keppni í gæðinga-
skeiði. Alls voru það 40 unglingar, sem
þátt tóku í unglingakeppninni og sá
fjöldi segir þó ekki alla söguna um það
starf meðal unglinga, sem þessi ný-
breytni hefur kallað fram, því að í allan
vetur var mun stærri hóþur unglinga,
sem lagði stund á æfingar fyrir mótið og
var þessi 40 manna hópur valinn þar úr.
Unglingakeppnin var tvískipt, 10 til 12
ára kepptu sér og þar sigraði Ester
Harðardóttir, 12 ára úr Reykjavík á
Blesa frá Breiðabólstað en í eldri
flokknum 13 til 15 ára sigraði Þórður
Þorgeirsson úr Reykjavík á Kolka frá
Kolkuósi.
Hér að framan var getið um sigur
Hlyns frá Akureyri, sem Eyjólfur ís-
ólfsson sat, í töltkeppninni. í gæðinga-
skeiði sigraði Reynir Aðalsteinsson á
Penna frá Skollagróf en í gæðingaskeiði
er ekki einasta keppt um það hver fer
vegalengdina á skemmstum tíma held-
ur er einnig dæmt fyrir skeiðlag og
ásetu knapa.
Félag tamningamanna veitti á mót-
inu tvær viðurkenningar. Var önnur
fyrir bestu ásetuna og hlaut þau verð-
laun Freyja Hilmarsdóttir, 19 ára úr
Reykjavík, sem á mótinu sat hryssuna
Rakel frá Kirkjubæ, er var þriðja í
flokki hryssa 6 vetra og eldri. Þarna er á
ferðinni stúlka, sem fyrst kynntist hest-
um í sveit 13 ára og fékk þá hestadell-
una og hefur nú síðasta árið unnið við
tamningar og þjálfun hrossa í Kirkjubæ
auk þess, sem hún var um tíma í
Þýskalandi við sömu störf. Félag
tamningamanna útnefndi einnig á
þessu móti Gunnar Bjarnason, ráðu-
naut sem heiðursfélaga félagsins og var
honum veitt sú viðurkenning á mótinu.
Eina íslandsmetið
var sett í brokki
Kappreiðar mótsins mótuðust nokk-
uð af því hversu hlaupabrautirnar í
Skógarhólum voru lélegar á köflum.
Aðeins eitt nýtt íslandsmet var sett á
mótinu og var það í 1500 metra brokki
en þar kom Funi, Marteins Valdimars-
sonar Búðardal að marki á nýju meti
3.02.5 mín. Funi átti sjálfur eldra metið
3.08.5 mín., er sett var á Faxaborg 1972.
Tímar í hlaupunum urðu þó alveg
sæmilegir í flestum greinum. í 250
metra skeiði sigraði Fannar Harðar G.
Albertssonar, knapi Aðalsteinn Aðal-
steinsson á 23,0 sek. Kóngur Jóhannes-
ar Jóhannessonar, Ásum, knapi Einar
Karelsson sigraði í 250 metra stökki á
18,1 sek.
Fyrir mótið höfðu menn átt von á
einna mest spennandi keppni í 350
metra stökki og þar var það spurningin
um hver af hryssunum sem þar mættust
yrði hlutskörpust. Sú varð líka raunin
að þarna kom upp einvígi milli þeirra,
sem þó varð ekki eins spennandi og það
hefði orðið í úrslitahlaupinu hefðu
fimm bestu hlaupahryssur landsins
REIÐFÖT FRÁ
Mikið úrval reiðfata að hæfi hvers og eins.
Einnig félagsbúninga.
Talið við okkur um verð og gæói.
HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SÍMI (96) 21400