Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 13

Íþróttablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 13
Ingi Björn skrifar um menn og málefni knattspyrnuíþróttarinnar L. A Asælni erlendra liða á miðju keppnistímabilinu er óþolandi Nú þegar ellefu umferðum er lokið í 1. deildar keppninni í knattspyrnu eru yfirburðir Vals og Akurnesinga orðnir óumdeilanlegir. Bilið frá toppliðinu, Val, og liði Fram, sem er í þriðja sæti eru 9 stig, og milli Akurnesinga, sem eru í öðru sæti og Framara eru sex stig. Að mínu mati gefur þetta rétta mynd af styrkleika mismun liðanna í deildinni, og má eiginlega skipta henni í þrennt eftir getu liðanna. Yrði sú skipting á þá leið að í fyrsta flokknum yrðu Vals- menn og Akurnesingar, í öðrum flokknum væru Fram, Vestmannaeyj- ar, Víkingur og Þróttur og í þriðja flokknum FFI, KA, ÍBK og UBK. Þó verð ég að viðurkenna að FH er á mörkum þess að vera í öðrum flokkn- um, en þeir hafa ekki getað fylgt eftir tveimur sigurleikjum í röð, heldur hafa þess í stað tapað tveimur síðustu leikj- um sínum. Líklegt verður að telja að forysta Vals og Akraness í deildinni sé orðin svo af- gerandi að einungis þessi lið eigi möguleika á að berjast um íslands- meistaratitilinn. Sú barátta á eftir að verða mjög hörð í lokin, en Valsmenn hafa harma að hefna frá því í fyrra, er þeir voru komnir með þriggja stiga for- ystu, en glopruðu henni niður og mót- inu þar með, þannig að Valsmenn munu gera allt til að slíkt endurtaki sig ekki. Fram, Vestmannaeyjar og Víkingur virðast ætla að berjast hatrammri bar- áttu um þriðja sætið, og er allsendis ómögulegt að spá um endalok þeirrar baráttu, en þó vil ég minna á hina víð- frægu seiglu Framaranna, en hún gæti gefið þeim þriðja sætið og jafnvel sæti í UEFA-keppninni næsta ár. Þróttur er Valur hefur nú forystu í 1. deildar keppninni — hefur unnið alla leiki sína til þessa. Myndin er úr leikþeirra við Víkinga fyrr ísumar. Það erGuðmundur Þorbjörnsson sem hefur þarna betur íbaráttu við bakvörð Víkingsliðsins, Magnús Þorvaldsson. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.