Íþróttablaðið - 01.07.1978, Page 13
Ingi Björn skrifar
um menn og málefni
knattspyrnuíþróttarinnar
L. A
Asælni erlendra liða á miðju
keppnistímabilinu er óþolandi
Nú þegar ellefu umferðum er lokið í
1. deildar keppninni í knattspyrnu eru
yfirburðir Vals og Akurnesinga orðnir
óumdeilanlegir. Bilið frá toppliðinu,
Val, og liði Fram, sem er í þriðja sæti
eru 9 stig, og milli Akurnesinga, sem
eru í öðru sæti og Framara eru sex stig.
Að mínu mati gefur þetta rétta mynd af
styrkleika mismun liðanna í deildinni,
og má eiginlega skipta henni í þrennt
eftir getu liðanna. Yrði sú skipting á þá
leið að í fyrsta flokknum yrðu Vals-
menn og Akurnesingar, í öðrum
flokknum væru Fram, Vestmannaeyj-
ar, Víkingur og Þróttur og í þriðja
flokknum FFI, KA, ÍBK og UBK. Þó
verð ég að viðurkenna að FH er á
mörkum þess að vera í öðrum flokkn-
um, en þeir hafa ekki getað fylgt eftir
tveimur sigurleikjum í röð, heldur hafa
þess í stað tapað tveimur síðustu leikj-
um sínum.
Líklegt verður að telja að forysta Vals
og Akraness í deildinni sé orðin svo af-
gerandi að einungis þessi lið eigi
möguleika á að berjast um íslands-
meistaratitilinn. Sú barátta á eftir að
verða mjög hörð í lokin, en Valsmenn
hafa harma að hefna frá því í fyrra, er
þeir voru komnir með þriggja stiga for-
ystu, en glopruðu henni niður og mót-
inu þar með, þannig að Valsmenn
munu gera allt til að slíkt endurtaki sig
ekki.
Fram, Vestmannaeyjar og Víkingur
virðast ætla að berjast hatrammri bar-
áttu um þriðja sætið, og er allsendis
ómögulegt að spá um endalok þeirrar
baráttu, en þó vil ég minna á hina víð-
frægu seiglu Framaranna, en hún gæti
gefið þeim þriðja sætið og jafnvel sæti í
UEFA-keppninni næsta ár. Þróttur er
Valur hefur nú forystu í 1. deildar keppninni — hefur unnið alla leiki sína til þessa.
Myndin er úr leikþeirra við Víkinga fyrr ísumar. Það erGuðmundur Þorbjörnsson sem
hefur þarna betur íbaráttu við bakvörð Víkingsliðsins, Magnús Þorvaldsson.
13