Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1978, Síða 14

Íþróttablaðið - 01.07.1978, Síða 14
Skagamenn fylgja Val sem skuggi og hafa sýnt góða leiki í sumar. Þarna eru tveir markakóngar Akranesliðsins, Pétur Pétursson og Matthías Hallgrímsson farnir að fagna marki sem er í uppsigiingu. hins vegar farinn að síga niður töfluna og verða þeir að gæta sín að lenda ekki í því taugastríði sem fallbaráttan er, því slíkt aukaálag á leikmenn og þjálfara gætu haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir leik liðsins. Ég vænti þess að Þróttarar spjari sig og haldi sínu sæti í deildinni, án nokkurra teljandi erfiðleika. Svipað er með FH. Þeir eru ansi neðarlega, eða í 7. sæti í deildinni og er ég ekki frá því að það sé einmitt rétta sætið miðað við frammistöðu liðsins í ár. en hér gildir hið sama og með Þrótt. Ég held, að FH haldi sæti sínu í deild- inni, en vafalaust verður það erfitt. KA, UBK og ÍBK eru þau lið sem nú reyna að verjast falli. Trúlega ná UBK-menn ekki að halda sæti sínu í deildinni, en maður á víst aldrei að segja aldrei, og hver veit nema Blikarnir fari að vinna leiki á meðan KA og ÍBK tapa ef til vill leikjum, og þar með nái UBK að forð- ast fall. Slíkt verður þó að teljast ótrú- legt, og þar af leiðandi held ég, að UBK verði að leika í annarri deild næsta ár. KA og ÍBK berjast sennilega um þann vafasama heiður að fylgja UBK niður í aðra deild. Mér finnst ÍBK liðið hafa meiri fallkandidatastimpil á sér en KA. Nú hefur verið dregið í undanúrslit Bikarkeppni KSÍ, og drógust saman 1. deildar liðin Þróttur — Valur og UBK — íA. Allt virðist því benda til „súper“ úrslitaleiks milli Vals og ÍA, og yrði það áreiðanlega leikur sem segði sex, en hver veit — ef til vill leika Þróttur og UBK til úrslita, því eins og oft er sagt: Knattspyrnan er óútreiknanleg. En meira um bikarkeppnina næst. Nú hefur einnig nýlega verið dregið í Evrópukeppninni og má segja að þar sé eiginlega um að ræða málfræðilegt dæmi um stigbreytingu þegar litið er á mótherja íslenzku liðanna — góður, betri, beztur. Glentoranliðið er gott, þótt það sýndi það ekki hér á Laugar- dalsvellinum í fyrra, en lið sem tapar 0:1 fyrir ítalska liðinu Juventus, og það fyrir óheppni, hlýtur að vera mjög frambærilegt. ÍBV á þrátt fyrir það að Eyjamenn hafa átt misjafna leiki í sumar og eru nú í 4. sæti í deildinni. Mikið er um að vera þegar þessi mynd var tekin íleik þeirra við Þrótt. Karl Sveinsson, Frið- finnur Finnbogasón og Örn Öskarsson eiga þarna í höggi við einn ieikmanna Þrótt- arliðsins. 14

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.