Íþróttablaðið - 01.07.1978, Síða 25
Sigríður og Guðríður við eitthvert hátíðlegt
tækifæri. Á bak við þær mæðgur má þekkja
Róbert Jónsson, Valsmann; Finnhoga
Kristjánsson, handknattleiksmarkvörð og
Jón Birgi Pétursson, núverandi fréttastjóra
Dagblaðsins.
en farið var til Þýzkalands síðastliðið
haust. Ég fór þá ferð og lék þar mína
fyrstu landsleiki. Núna hefi ég leikið 5
landsleiki.
— Hvaða sess finnst þér íslenzkur
kvennabolti skipa hjá ráðamönnum
H.S.Í.?
— Mér finnst nákvæmlega ekkert
gert fyrir kvennaboltann og tel ég það
að miklu leyti verk þeirra í H.S.Í. að
handboltinn okkar er stimplaður leiðin-
legur. Leikirnir eru á þannig tímum að
áhorfendafjöldi er í algeru lágmarki.
Það myndi verða okkur mikil lyftistöng
ef að okkar leikir yrðu settir á, á undan
karlaleikjunum. Þá myndum við leggja
okkur meira fram og leikirnir yrðu
skemmtilegri í alla staði. Því það á alveg
það sama við um okkar íþrótt og aðrar
íþróttagreinar að góður árangur byggist
að mjög miklu leyti á áhorfendum og
hvatningu þeirra. Ekki bæta íþrótta-
fréttaritarar heldur ástandið, því það er
alger hending ef maður rekst á úrslit
kvennaleikja á íþróttasíðum dagblað-
anna, að maður tali nú ekki um að
gangur leikja sé rakinn. Á þessu er að-
„Hjónaslaginn“ kölluðu þeir þessa mynd, en hún var tekin suður á Keflavíkurflugvelli er
landsliðin voru að æfa þar.
eins ein undantekning og er það í-
þróttasíða Morgunblaðsins, en hún
hefur yfirleitt gert I. deildar leikjum
okkar nokkuð góð skil.
— Hver skyldu svo framtíðaráform
Gurrýar vera?
— Ég er nú búin með I. áfanga í
Fjölbrautarskólanum Breiðholti. Ég er
þar við nám á uppeldisbraut og þegar ég
hef lokið því námi ætla ég að halda á-
fram og Ijúka stúdentsprófi frá Fjöl-
brautarskólanum. Að því loknu hef ég
hug á að reyna að komast að í íþrótta-
kennaraskólann. Þangað til það getur
orðið ætla ég að halda áfram með Fram í
handboltanum og vonandi áfram þegar
ég er búin með íþróttakennaranámið.
Við stelpurnar í Fram erum alveg stað-
ráðnar í því að verja íslandsmeistaratit-
ilinn í nokkur ár í viðbót.
— Ekki er að efa að það á eftir að
veitast öðrum liðum erfitt að ná titlinum
af Fram-stúlkunum, því þær eru, allar
sem ein, jafnákveðnar í að halda honum
sem lengst. En tíminn einn á eftir að
skera úr um hvort þeim tekst það eður
ei.
GLæsilegt safn verðlaunagripa. Uppskera
Sigríðar og Valsliðsins sem var á sínum tíma
nær ósigrandi í hnadknattleik kvenna.
Iþrottafjölskyldan .
25