Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1978, Page 30

Íþróttablaðið - 01.07.1978, Page 30
Glæsileg íþróttahátíð í blíðskaparveðri var mótið sett við hátíðlega athöfn að kvöldi 21. júlí. Gamalreyndir Ungmennafélagsmenn kölluðu þetta „ekta Landsmótsveður“. Á Selfossi var samankominn mikill fjöldi mótsgesta sem slógu uþp tjaldbúðum víðsvegar um Selfoss; keppendurnir voru í tjaldbúðum sem staðsettar voru nálægt keppnisstöðum, en fjöl- skyldu- og almenningstjaldbúðir voru á friðsælli stöðum þar sem umferð var ekki jafn mikil. íþróttablaðið brá sér austur til þess að fylgjast með gangi móts- ins. Hér fer á eftir í máli og myndum hvers það varð vísara. Borðtennis Líklegasti sigurvegarinn í karlaflokki að því er okkur var tjáð, heitir Jón Sig- urðsson, U.M.F.K. Við inntum hann eftir því hvort hann stefndi að Lands- mótssigri. — Ég keppti á Landsmótinu á 16.LANDSMÓT UMFÍ SELFOSSI 21.-23. 3ÚLÍ 1978 Akranesi og þá varð ég í öðru sæti. Ég ætla ekki að láta það henda mig nú, því ég ætla mér 1. sætið í þetta sinn. Að vísu er það kannski svolítil bjartsýni, því ég er sjómaður á togara í Keflavík og gefst mér því lítill tími til æfinga. Heima í Keflavík er áhugi fyrir borðtennis mjög mikill. Nú eru til dæmis fjórir strákar frá Keflavík í æf- ingabúðum fyrir borðtennisleikara í Svíþjóð og kosta þeir sig algjörlega sjálfir. Með þessu áframhaldi ættum við Keflvíkingar að vera líklegir til mikilla afreka í borðtennis í framtíð- inni. Ragnhildur Sigurðardóttir, U.M.S.B. er aðeins 15 ára, en hún er núverandi íslandsmeistari í borðtennis og hún sigraði jafnframt í borðtenniskeppninni á Landsmótinu á Akranesi 1975. — Ætlar þú að endurtaka leikinn frá því á Akranesi, Ragnhildur? 30

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.