Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1978, Qupperneq 31

Íþróttablaðið - 01.07.1978, Qupperneq 31
Svipmyndir frá hinu glæsilega landsmóti UMFl' á Selfossi. Á myndinni hér að ofan sýna danskir dansarar listir sínar, stóra myndin til hliðar er úr sundkeppninni og myndin hér að neðan er úr blakkeppni mótsins. — Ég ætla auðvitað að reyna það, en ég er ekki viss um að það takist. — Hefurðu æft stíft fyrir mótið? — Nei, ég hef í rauninni aldrei æft mjög stíft og mér finnst í rauninni að þessi velgengni mín í borðtennis- keppnum hafi verið með hálfgerðum heppnisbrag. — Er eitthvað öðruvísi að keppa á Landsmóti en íslandsmóti? — Það er ekki svo mjög ósvipað í keppninni sjálfri. Það sem mér finnst mest frábrugðið er að fjöldinn sem sækir Landsmót er meiri og stemningin sem þar ríkir er skemmtilegri. Knattspyrna Leikur H.S.K. og U.M.S.K. stóð yfir þegar íþróttablaðið bar að. U.M.S.K. hafði skorað eitt mark, en H.S.K. ekk- ert. Þeir H.S.K.-menn sem á bekknum sátu voru heldur óhressir yfir frammi- stöðu sinna manna og vildu litlu spá um hverjir yrðu Landsmótsmeistarar í knattspyrnu. Þeir sögðu aðeins: „Tím- inn verður að skera úr um það.“ Aðrir , sögðu þó: „Ætli það verði ekki U.M.S.K.“ r Frjálsar íþróttir Á grasvellinum á Selfossi var margt um manninn og mikið um að vera. Ein þeirra sem keppti í kringlukasti kvenna er Þorbjörg Aðalsteinsdóttir H.S.Þ. — Keppir þú í fleiri greinum, Þor- björg? — Já, ég keppi einnig í boðhlaupi. Þetta er fimmta Landsmótið sem ég keppi í. Mér finnst afar skemmtilegt að keppa á Landsmóti. Þar ríkir svo ó- hemju mikil og skemmtileg stemning. Maður hittir svo mikið af fólki frá öll- um landshornum og sér svo margt nýtt. Ég á þess vegna alveg eins von á því að verða með á fleiri Landsmótum. Sigurvegari í 400 metra hlaupi, 1. riðli, var Aðalsteinn Bernharðsson, U.M.S.E. Hann hljóp á 51 sek. og er það nýtt Landsmótsmet. — Hefur þú æft stíft upp á síðkastið, Aðalsteinn? — Já, ekki er því að neita. Ég hef æft ansi vel og á Meistaramóti íslands hljóp ég 400 metrana á 50,1 sek. En það var þó aðallega Landsmótið sem ég hafði í huga þegar ég var að æfa. Landsmót, sem slíkt, er alveg sérstök hátíð; þar mætist fólk víðsvegar að og leiðir sam- an hesta sína í ótrúlega mörgum grein- um. Þar er stemningin engu lík. Ég keppti fyrst á Landsmóti á Akranesi 1975, en þá var ég ekki byrjaður að hlaupa. Ég keppti þar í langstökki og þrístökki. Við rákumst á ungan mann í í- þróttahúsinu, sem heitir Jón Oddsson, H.V.f. Jón sigraði í langstökkskeppn- inni á Landsmótinu og stökk hann 6.91 metra. Jón var vægast sagt á hraðferð og sagði hann: „Ég þarf að ná flugvél vestur til ísafjarðar núna klukkan 2, (klukkan var 1.15) því ég á að keppa j r lþ r ■fir * ■ m ■/t’v 1 Lm m jTI t i W4..I i nr 4. ;: * 1 'Kk. TW 31

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.