Íþróttablaðið - 01.07.1978, Page 34
Húsavíkurstúlkur báru sigur úr býtum í handknattleikskeppninni, eftir mikla baráttu.
Þarna er ein þeirra komin í gott skotfæri og skoraði síðan örugglega.
unglingavinnuna eins mikið og við gát-
um.
Á öðrum stöðum í bænum hefur
hvarvetna verið unnið að alls konar
fegrunar- og snyrtistörfum; það hefur
t.d. verið gróðursetning ýmis konar og
eins hafa fánastangir verið settar upp
víðs vegar um bæinn.
Það sem í rauninni hefur verið til
mikillar hagræðingar fyrir okkur í
sambandi við undirbúningsstarfið er að
undirbúningurinn . fyrir Landsmótið
nýtist að miklu leyti fyrir Landbúnað-
arsýninguna sem verður hér á næst-
unni.
Ég álít að mjög vel hafi til tekizt og er
ég mjög ánægður með það hvernig
mótið hefur gengið til. Það er ánægju-
legt að sjá hversu dreifingin á hina
ýmsu keppnisstaði, (sem þó eru stað-
settir á tiltölulega þröngu svæði) er góð.
Þessi góða dreifing mótsgesta hefur
orðið til þess að hvergi hefur myndast
mikil þröng né örtröð.
Einn stærsti þátturinn í því hversu vel
allt hefur gengið er hin algera samstaða
16.LANDSMÓT
UMFÍ
SELFOSSI
21-23. 3ÚLÍ 1978
Fimleikasýningar vöktu mikla athygli,
enda margt af fremsta fimleikafólki
landsins sem sýndi.Myndin hérað neðan
er úr einni sýningunni og myndin að
neðan t.v. er úr undankeppni í 400 metra
hlaupi, en þar sem og í öðrum greinum
var hart barist um öll sætin.
og skilningur sveitarstjórnarmanna.
Þeir hafa allir sem einn verið sammáia
um að gera þetta mót sem bezt úr garði.
Það má eiginlega segja að síðastiiðið ár
hafi framkvæmdir við íþróttamann-
virki notið algers forgangs af bæjarins
hálfu. Slíkt hygg ég að sé afar fátítt í
íslenzkum bæjarfélögum af þessari
stærðargráðu.
34