Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 43

Íþróttablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 43
Mile: Ekki nægjanlegt næði til þess að þjálfa undirstöðuatriðin. margar ágætar. Þó fannst honum að strákarnir væru betri og því væri það alveg skiljanlegt að stelpurnar fengju aldrei að vera með þeim á æfingum. Ragnar Helgi Róbertsson stöðvaði næstur eitt augnablik hjá okkur. Við spurðum hann hversu lengi hann hefði verið Valsari. — Ég er búinn að vera í þrjú ár í Val. Þegar ég var 9 ára þá byrjaði ég með 5. flokk C, en núna er ég kominn í 5. flokk A og leik þar stöðu bakvarðar. — Ragnar var alveg ákveðinn í því að Valur ætti bezta 1. deildarliðið í knattspyrnu og innan Valsliðsins sagði hann að Albert og Ingi Björn væru beztir. Ragnar fylgdist líka með Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu og taldi að ítalir myndu sigra, en hann vonaði að Brasilíumenn yrðu heims- meistarar. Þar með var Ragnar rokinn og tekinn til við sparkið á nýjan leik. Þá náðum við að stöðva hraustlegan og stæltan strák sem Antony Carl Gre- gory heitir. Hann er búinn að vera þrjú ár í Val og segir að meistaraflokkslið Vals sé það albezta í 1. deild. (Sannir Valsarar strákarnir!) Honum finnst, eins og Edward, að stelpur geti verið ágætar í fótbolta, en hann segir að F.H, liðið í kvennafótboltanum sé bezta liðið en ekki Valsliðið. Sveinn Sveinsson er aðeins 10 ára gamall en samt hefur hann verið í Val í 4 ár. Hann byrjaði í 6. flokk Vals þegar hann var aðeins 6 ára og er nú kominn upp í 5. flokk A. Ekki var Sveinn ákveðinn í hvaða 1. deildarlið honum þætti bezt, en niðurstaða hans í því efni var þessi: „Ætli það sé ekki bezt að segja Valur.“ Allir strákarnir sem einn hlógu þegar spurningunni um það hvort þá langaði til að verða atvinnumenn í knattspyrnu var beint til þeirra. Svörin voru öll á einn veg: „Auðvitað manneskja“ eða „Hvernig spyrðu“. Auðheyrt var á þeim að í þeirra augum eru atvinnumenn- irnir Ásgeir Sigurvinsson og Jóhannes Eðvaldsson miklar hetjur. Þjálfari 5. flokks A og B, síðastliðin 4 ár Ingi Björn Albertsson sagði að áhugi þessara ungu stráka væri slíkur að engu líktist. Því sagði hann að nauðsynlegt væri að félögin nýttu sér þennan mikla áhuga á réttan hátt og byggðu æfingar strákanna upp á skynsamlegan hátt. Eins og Mile, sagði Ingi Björn að það sem þjálfararnir í yngri flokkunum þyrftu fyrst og fremst að hugsa um væri að fá strákana til þess að hafa gaman af því sem þeir væru að gera. Þó mættu æfingarnar ekki vera eintómur leikur, mátulegt álag og mátuleg alvara yrði að fylgja svo að árangur næðist. Við fylgdumst með 5. A og B upp í gryfju, sem er vestan megin í Öskju- hlíðinni. Þar lét Ingi Björn strákana taka „létta“ þrekæfingu og var snerpan slík, krafturinn slíkur og úthaldið slíkt framhald á bls. 57 Sá ungi dregur ekki af sér þegar hann spyrnir. Að neðan má svo sjá ýmis tilþrif sem erfið æfing getur boðið upp á. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.