Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 49

Íþróttablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 49
Þroskaheftir verða líka með Það er víða trimmað Fólkið á myndunum er nokkuð við aldur eins og sjá má, en það trimmaði eigi að síður reglulega tvisvar í viku á s.l. vetri og hafði bæði gagn og gaman af. Myndirnar eru teknar nýlega á Hrafnistu — dvalarheimili aldraðra sjómanna. Það er hin kunna og duglega í- þróttakona, Sigríður Lúthersdóttir, sem s.l. vetur hafði umsjón með trimminu á Hrafnistu. fþróttablaðið kom í heimsókn til þeirra fyrir nokkru og það leyndi sér ekki, að gamla fólkið naut trimmsins í Sigríður Lúthersdóttir segir gamla fóik- inu að rétta vel úr fótunum og beygja ristarnar upp og fram. ríkum mæli. Enda kann Sigríður vel til verka sem stjórnandi og ekki spillti það heldur, að forstöðukona Hrafnistu, Jó- hanna Sigmarsdóttir, hefur mikinn á- huga á því að vistfólkið fái sem besta möguleika til að hreyfa sig. Þannig gerði gamla fólkið að gamni sínu samhliða æfingunum og vissulega er það höfuð tilgangurinn með trimm- inu, að fólk öðlist ánægju og hæfilega áreynslu í senn. Þetta kom greinilega fram þegar við spjölluðum við gamla fólkið, að því fannst félagslega leiðin svo mikils virði: Að hafa einhver skemmtilegheit að tala um og hlakka til þeirra. Viðfangsefnin á svona stofnunum og heimilum, þótt góð séu, eru ekki alltof fjölbreytt eða mikil. Þess vegna er það kjörið viðfangsefni að trimma reglu- lega, bæði úti og inni. Að frumkvæði ÍSÍ og í nánu samstarfi við Landssamtökin Þroskahjálp er nú hafinn undirbúningur að því að koma á fót íþróttastarfsemi fyrir þroskahefta. Ýmiskonar undirbúningsstarf hefur þegar átt sér stað og í röðum þroska- heftra er mikil eftirvænting ríkjandi. Það eru styrktarfélög, foreldrafélög og vinafélög þroskaheftra og vangefinna sem yfirleitt hafa frumkvæðið að fé- lagastofnunum í þessu skyni og leggja til stjórnendur og aðra félagslega leið- toga. Þegar hafa verið stofnuð tvö félög í þessu sambandi, íþróttafélagið Eik á Akureyri og íþróttafélagið Björk í Reykjavík. Áformuð er stofnun fleiri félaga. Gert er ráð fyrir að þessi nýju félög verði aðilar að íþróttasamtökun- um. Ámyndinni að ofan er fyrsta stjórn og varastjórn íþróttafél. Eik á Akureyri ásamt fulltrúa ÍSÍ. Sitjandi: Pétur Pétursson og Aðalheiður Pálmadóttir sem bæði eru úr röðum þroskaheftra. Standandi f.v. Jósteinn Helgason, Guð- rún Bergvinsdóttir, Stefanía Guðmann, Margrét Rögnvaldsdóttir formaður og Sig. Magnússon skrifstofustj. ÍSÍ. Á myndina vantar Þorgerði Fossdal. Á myndinni að neðan er fyrsta stjórn og varastjórn íþróttafél. Björk í Reykjavík. Standandi f.v.: Sólveig Guðmundsdótt- ir, Sonja Helgason formaður, Þórhildur Svanbergsdóttir. Sitjandi f.v.: Ragnar Ragnarsson, Eyj- ólfur Ástgeirsson og Halldór Ómar Sigurðsson, en þeir skipa varastjórn og eru úr röðum vistmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.