Íþróttablaðið - 01.07.1978, Page 50
Ragnar Ölafsson
__skrifar um golf
Meistaramótin buðu
upp á skemmtilega
keppni og góðan
árangur
íslenzkir golfmenn hafa haft í mörg
horn að líta nú að undanförnu, enda
stendur nú há-golfvertíðin yfir. Hvert
mótið hefur rekið annað, og margt
skemmtilegt og spennandi hefur borið
við á mótum þessum. Þegar þetta er
skrifað eru svo tveir stórviðburðir á
golfsviðinu framundan. Annars vegar
Evrópumót unglinga og hins vegar
landskeppni við Luxemburgara.
Mig langar til þess að fjalla nokkuð
um þau golfmót sem haldin hafa verið
frá því að ég skrifaði síðasta pistil í í-
þróttablaðið, en flest þessara nróta hafa
verið ágætlega heppnuð og boðið upp á
skemmtilega keppni — á þeim hefur
komið glögglega fram að golfmenn
virðast í ágætri þjálfun um þessar
mundir og líklegir til afreka síðar í
sumar.
Pierre Robert mótið var haldið
14.-18. júní s.l. í því móti sigraði ís-
landsmeistarinn Björgvin Þorsteinsson
frá Akureyri með glæsibrag. Hann lék
18 holurnar tvívegis á 69 höggum, eða
138 höggum alls. Þessi árangur er sá
bezti sem náðst, hefur í 36 holu leik
hérlendis — einstakur árangur. Annar í
þessari keppni varð Óskar Sæmunds-
son sem lék á 142 höggum, sem er eðli-
legur árangur. Annars átti ég von á því
að einhverjir myndu leika undir pari á
svona sterku móti, þar sem völlurinn
var ágætur. Pierre Robert mótið er
flokkakeppni og var þátttakendafjöldi í
því mjög mikill, eða um 200 manns og
stóð mótið yfir í fjóra daga.
SR-mótið. Mót þetta var haldið
helgina eftir Pierre Robert mótið.
Miklar breytingar höfðu orðið á vellin-
um á Akranesi frá því að síðasta SR—
mót var haldið þar, brautir höfðu verið
lengdar og gerðar tiltölulega erfiðari en
verið hafði. Ekki áttu menn von á góðu
skori þegar mót þetta hófst. Veðrið var
mjög leiðinlegt, sérstaklega þann dag
Þörbjörn Kjærbo læturekki deigan síga og náði hann frábærum árangri erhann varð
klúbbmeistari Golfklúbbs Suðurnesja.
50