Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1978, Qupperneq 52

Íþróttablaðið - 01.07.1978, Qupperneq 52
Þrír klúbbmeistarar. Björgvin Þorsteinsson, meistari Golfklúbbs Akureyrar, Sigurður Thorarensen, meistari Golfklúbbsins Keilis og Ragnar Ólafsson, meistari Golfklúbbs sem meistaraflokkur tók þátt í mótinu, 6-7 vindstig og því erfitt að leika. Geir Svansson náði beztum árangri, fór á 149 höggum. Spilaði fyrri 18 holurnar á 80 höggum og seinni 18 holurnar á 69 höggum sem er vallarmet og undra- verður árangur þegar tekið er tillit til þess hve veðrið var vont og völlurinn erfiður. í öðru sæti á Akranesi varð Sigurður Pétursson með 157 högg, sem ég tel mjög eðlilegan árangur, þegar aðstæðurnar eru teknar með í reikn- inginn. Segja má, að SR-mótið hafi verið úttekt á vellinum fyrir íslandsmót unglinga. Þarna voru t.d. ekki leyfðar neinar hreyfingar á boltum og jók það vitanlega á erfiðleika keppenda. fslandsmót unglinga. Mót þetta hófst tveimur dögum eftir SR-keppnina og er þetta fyrsta íslandsmót sem Golf- klúbburinn Leynir heldur. Aðstaðan er nú orðin betri en áður til þess að halda stórmót á Akranesi. Kominn er nýr skáli þar og ný áhaldageymsla. Fram- kvæmd þessa móts var með ágætum hjá Akurnesingum og vel tekið á móti keppendum sem komu þangað. Sigurvegari í mótinu varð Magnús Birgisson sem lék á 299 höggum sem er mjög góður árangur — langbezti ár- angur sem náðst hefur í 72 holu leik á Leynisvellinum. Þetta mun vera fyrsti sigur Magnúsar í stórmóti, en óhætt er að kalla mót þetta stórmót, þar sem svo margir góðir golfleikarar tóku þátt í því, bæði unglingalandsliðsmenn og A— landsliðsmenn. í öðru sæti varð Hannes Eyvindsson og veitti hann Magnúsi mikla keppni undir lokin. Lék hann á alls 302 höggum sem einnig er mjög góður árangur og þriðji varð svo Sig- urður Pétursson, sem verið hefur ung- lingameistari tvö undanfarin ár, en hann lék á 309 höggum. í drengjaflokki sigraði Gylfi Kristinsson, ungur og efnilegur strákur frá Keflavík, lék á 287 höggum, sem er góður árangur. Ber að geta þess að drengirnir léku af fremri teig. Meistaramót klúbbanna. Næst á dagskrá var svo meistaramót klúbb- anna sem haldin voru á hinum ýmsu golfvöllum á sama tíma. Hjá Golfklúbbi Reykjavíkur hafði sú breyting orðið á vellinum að í stað par 72 var nú par 71. Á 16. braut hafði verið lengd holan úr par 4 í par 3, og mikið hafði verið unnið við völlinn fyrir meistaramótið til þess að hafa hann sem beztan. Veðrið var mjög leiðinlegt Reykjavíkur. meðan á mótinu stóð, og má segja að þar hafi fastir liðir verið eins og venju- lega, en ég minnist þess varla að sæmi- legt veður hafi verið þegar meistara- mótin hafa farið fram. Setti þetta auð- vitað sinn svip á keppnina. í meistara- flokki var mikil barátta milli mín og Eiríks Jónssonar, alveg fram á síðustu holu. Vorum við jafnir eftir 72 holur og urðum því að gera út um meistaratitil- inn í bráðabana. Þá „gaf“ Eiríkur mér titilinn er hann brenndi af 30 senti- metra pútti á þriðju holu. Hjá Leyni á Akranesi sigraði Björn H. Björnsson á 309 höggum og er þetta ágætur árangur hjá Birni — hefði nægt í þriðja sæti á íslandsmóti unglinga. Björn er ungur og efnilegur golfmaður sem vafalaust á eftir að heyrast mikið frá í framtíðinni. í öðru sæti varð Ómar Ragnarsson, klúbbmeistari frá síðasta ári, en hann lék á 315 höggum, þannig að Björn hefur ekki fengið mikla keppni í þessu móti. Hjá Golfklúbbi Suðurnesja hafa verið miklar framkvæmdir við völlinn að undanförnu og er hann nú að koma mikið til. Völlurinn á að verða 18 holu völlur í framtíðinni, og hafa fram- kvæmdir miðað að því marki. Er völl- urinn af bakteigum orðinn mjög langur og erfiður. Þarna sigraði Þorbjörn Kjærbo á 312 höggum og er það stór- góður árangur á þessum velli. íslands- mót meistaraflokks verður haldið þarna í sumar og tel ég að 312 högg muni verða nálægt því sem íslands- meistaratitillinn muni vinnast á. Hilm- ar Björgvinsson, ungur piltur, varð í öðru sæti á 327 höggum, sem er í sjálfu sér góður árangur, en undirstrikar eigi að síður að Þorbjörn Kjaræbo hefur greinilega einokrað þetta mót — sigrar með 15 högga mun. Sýnir þetta að Þorbjörn er greinilega ekki dauður úr öllum æðum og líklegur til þess að láta að sér kveða á íslandsmótinu. Hjá Golfklúbbnum Keili var hörð barátta um fyrsta sætið milli Sigurðar Thorarensen og Magnúsar Birgissonar og varð ekki á milli séð fyrr en á síðustu holu. Stóð Sigurður uppi sem sigurveg- 52

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.