Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1978, Page 54

Íþróttablaðið - 01.07.1978, Page 54
Brenndi allar brýr að baki Eftir hundrað ár, þegar fólk verður spurt um mikilmenni bandarískrar sögu mun það nefna þrjú nöfn: George Washingtons, fyrsta forsetans okkar, Neil Armstrongs, er steig fyrstur manna fæti sínum á tunglið, og mitt nafn. Það eru ekki nema örfá ár síðan Mark Spitz, sundgarpurinn mikli, sem þá baðaði sig í dýrðarljóma frægðar- innar lét þessi orð sér um munn fara. En nú hefur komið í ljós að í þessu efni, sem og svo mörgu öðru hafði Spitz rangt fyrir sér. Sex árum eftir að hann vann sín frækilegu afrek í sundhöll Olympíuleikanna í Múnchen, eru það aðeins áköfustu íþróttaunnendur sem láta nafn hans sig nokkru varða. Það hefur meira að segja verið þurrkað út af heimsmetaskrá sundsins, og var það þó nokkuð annað en hann sjálfur átti von á, þar sem hann hafði spáð því, að sum meta sinna myndu standa í áratugi eða jafnvel til eilífðamóns. Segja má, að enginn íþróttamaður hafi lagt heiminn eins að fótum sér og Mark Spitz gerði á Olympíuleikunum í Múnchen 1972, er hann hélt heimleiðis með sjö gullverðlaun. Slíkan gullfeng hafði enginn íþróttamaður hlotið fyrr á einum og sömu leikunum og ólíklegt er að það muni henda í framtíðinni. Lík- legt er því að heimsmetabók Guinnes geymi nafn Mark Spitz, jafnvel eftir árhundruð, verði hún þá á annað borð gefin út. Eftir sigra Mark Spitz í Múnchen greip um sig Spitz-æði í heimalandi hans, Bandaríkjunum, og reis alda þess jafnvel hærra en bítlaæðið sem blómstraði á sjöunda áratugnum. Allt snérist um þennan hávaxna, svart- skeggjaða og svarthærða 22 ára garp, sem varð allt í einu ímynd hreystinnar og átti að verða fyrirmynd bandarískrar æsku - dæmi þess hvað viljastyrkur og ákveðni fá áorkað. Ungir menn létu sér vaxa yfirskegg og sú tegund sundskýlna Mark og Susan Spitz um borð í léttisnekkju þeirra. Siglingar eru helzta tómstundagaman kappans, og segir hann oft við þá er spjalla við hann, að það ætti ekki að vera hætta á því að hann drukknaði, þótt hann dytti fyrir borð.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.