Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1978, Síða 56

Íþróttablaðið - 01.07.1978, Síða 56
sigurvegarann. Mark Spitz var orðinn langbeztur. Samt sem áður fékk hann fremur skömm í hattinn hjá föður sín- um, en hitt: — Strákur, sagði pabbinn, — þetta hefur ekkert að segja. Ef þú vilt geðjast mér svo um munar, þá áttu að setja heimsmet þegar þú ert orðinn stór. Ekkert annað segir sögu. Þú átt að verða beztur, — það er það eina sem ég hef áhuga á. í peningamálum sínum veðjaði Mark Spitz hins vegar á réttan hest. Elann var varla fyrr kominn heim frá Múnchen er maður að nafni William Morris hringdi til hans og kvaðst skyldi gera hann rík- an. — Það var ég sem breytti Johnny Weismuller í Tarzan, sagði hann, — og ég skal gera eitthvað álíka fyrir þig, ef þú kærir þig um. Mark Spitz hafði áhuga. Áður en langt um leið hafði Morris gert hvern samninginn á fætur öðrum fyrir hann, jafnvel suma til 99 ára. Myndir af Mark Spitz prýddu nú hvert auglýsinga- spjaldið af öðru og hann fékk mögu- leika á þvi að reyna fyrir sér á sama hátt og Johnny Weismuller, sem eitt sinn hafði verið bezti sundmaður Banda- ríkjanna. Spitz fékk hlutverk í kvik- mynd og fyrir að koma fram í henni átti hann að fá upphæð sem svarar til 300 milljóna íslenzkra króna. Mark Spitz var ekki búinn að vera í kvikmyndaverinu í marga daga er framleiðandi myndarinnar komst að raun um að hann væri ónothæfur sem leikari, en Spitz hafði engar áhyggjur af því. — Það er nóg að ég sýni mig í myndinni, það mun tryggja metaðsókn að henni, sagði hann. Og áfram hélt Mark Spitz að eyði- leggja fyrir sjálfum sér með hrokafull- um og heimskulegum yfirlýsingum, sem fengu alla upp á móti honum. Og brátt kom að því að auglýsendur kom- ust að raun um að hann hafði aflað sér svo mikilla óvinsælda að það var allt annað en líklegt að hann yrði vöru þeirra til framdráttar. Margir freistuðu þess að fá rift samningum sem gerðir höfðu verið, en um ekkert slíkt var að ræða. William Morris hafði búið svo um hnútana, að hvergi var veilu að finna í samningnum og því fær Mark Spitz álitlegar greiðslur frá hinum og þessum vöruframleiðendum, svo lengi sem hann lifir. Mark Spitz hefur nú gert sér grein Mark Spitz með Bob Hope í hinum umdeilda sjónvarpsþætti. Hroki og yfirlæti sundgarpsins, sem fram kom í þættinum fór mjög í taugarnar á mörgum landa hans, og skapaði honum ómælda andúð, sem ógjörlegt hefur verið að bæta fyrir. Mark Spitz brosir breitt er þessi mynd var tekin, en það bros er nú stirðnað. fyrir því hvað heimskuleg framkoma hans hefur kostað hann. Hann á enga vini lengur, enginn lætur sig hann varða. — Ég veit svei mér ekki hvað ég á að taka mér fyrir hendur, sagði hann nýlega í blaðaviðtali. — Mig langar til þess að sýna fólki að það var ekki að- eins í örfáa daga 1972 sem ég gat staðið mig. Mig langar til þess að sýna að ég get unnið mörg störf, rétt eins og flestir aðrir. En það er erfitt að rífa sig upp úr þeirri veröld sem maður hefur sjálfur skapað sér, og það er erfitt að breyta þeirri mynd og því áliti sem fólk hefur á mér. Ætli ég verði því ekki að láta mér það nægja að sigla um á skútunni minni og leika tennis í garðinum. Eina von mín um uppreisn er að verða aftur framúrskarandi sundmaður, en til þess er ég nú orðinn alltof gamall, og að auki get ég ekki annað sagt um sundíþrótt- ina, en að ég hata hana. Hvar eru þeir nú? £ i Mark Spitz 56

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.