Íþróttablaðið - 01.07.1978, Qupperneq 57
Lesið sjávarfréttir
Áskriftarsími
82300 — 82302
Landsmót
framhald af bls. 35
um þessum nýju og góðu íþróttamann-
virkjum.
Vandamál þau sem upp hafa komið
bæði fyrir mótið og á því hafa verið lítil
og auðleysanleg, þannig að ég sé enga
ástæðu til þess að kvarta. Það eina sem
við höfðum virkilega áhyggjur af var
veðrið og við erum yfir okkur ánægðir
með það hve veðurguðirnir hafa reynzt
okkur hliðhollir.
Skemmtanir
Keppnum í hinum ýmsu greinum var
lokið á tímabilinu 18-19 í eftirmiðdag-
inn. Á kvöldin var svo tekið til við
skemmtanir ýmsar. Skemmtanirnar
voru með því sniði að allir gátu fundið
þar eitthvað við sitt hæfi.
Kl. 20 (á laugardags- og sunnudags-
kvöld) voru tveggja tíma kvöldvökur
með blönduðu efni. Þar kenndi margra
grasa, svo sem leiks Lúðrasveitar Sel-
foss, söngs Karlakórs Selfoss, gríns
Jörundar, sýningar Fimleikafélagsins
Gerpla, danssýningar danska fimleika-
flokksins og sýningar danska unglinga-
meistarans í stökkum á fjaðurdýnu.
Kvöldvökur þessar fóru fram í nýja
íþróttahúsinu og var það vægast sagt
þétt setið á meðan á þeim stóð. Jón
Björgvin Stefánsson, félagsmálastjóri,
skaut á töluna 3000 manns. Kvöldvök-
urnar fóru hið bezta fram og vöktu
mörg sýningar- og skemmtiatriði verð-
skuldaða hrifni áhorfenda.
Dagskránni lauk svo öll kvöldin með
dansleikjum sem einnig voru haldnir í
íþróttahúsinu. Þeir voru mjög vel sóttir
og fóru að sögn hið ágætasta fram. A.B.
George Best
framhald af bls. 40
frá síðasta HM í þeim leik 2-2. George
Best var einnig í norður-írska landslið-
inu sem mætti íslendingum ytra í sömu
keppni, en þá gerði hann ekki miklar
rósir. Landsliðsfyrirliðinn okkar, Jó-
hannes Eðvaldsson, hafði töglin og
hagldimar, og Best sýndi sáralítið af sér
í leiknum.
Keppnin of fljótt
framhaid af bls. 43
hjá þessum pollum að með ólíkindum
var. Enginn þeirra var of þreyttur til að
skokka niður á völl eftir þrekæfinguna,
til að hefja skotæfingar!
Við færðum okkur um set og fórum
yfir á grasvöllinn, þar sem Mile sagði 5.
flokk C til. Hjá honum voru strákarnir
að fara í gegn um nokkurs konar
stöðvaprógramm. Þeim var skipt niður í
6 manna hópa og á hverri stöð gerðu
þeir eina ákveðna æfingu, s.s. að halda
bolta á lofti, að rekja bolta eða að skjóta
á mark. Allt voru þetta æfingar sem
miða að því að bæta boltameðferð og
samspil. Strákarnir höfðu margir
hverjir náð mjög góðum tökum á þess-
um æfingum og sérstaka athygli okkar
vakti rauðhærður, hraustlegur gutti
sem Gísli Jens Víborg Ómarsson heitir.
Við tókum hann stuttlega tali og
spurðum hann fyrst að aldri.
— Ég er 9 ára gamall og byrjaði í
fótbolta í Val þegar ég var 8 ára gamall.
Ég leik með 5. flokk C og leik þar oftast
tengilið. Mér finnst ofsalega gaman í
fótbolta og ég ætla að halda áfram
þangað til ég er komirm upp í meist-
araflokk.
— Hvaða lið heldur þú að verði
heimsmeistari í knattspyrnu Gísli?
— Ég bæði held og vona að ítalir
vinni, því mér finnst þeir beztir.
— Þar með kvaddi Gísli og tók til
við skallaæfingar á nýjan leik. Slíkt hið
sama gerðum við (þ.e. kvöddum) og
héldum heim á leið sannfærð um að við
hefðum náð tali af nokkrum upprenn-
andi knattspyrnustjörnum okkar ís-
lendinga.
Glaðleitir strákar í 5. flokki Vals stilltu sér upp fyrir ljósmyndara íþróttablaðsins að æfingu
lokinni.
57