Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 6

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 6
Texti: Lúövík Örn Steinarsson og Haraldur Ingólfsson Peningar í íþróttum er umræðu- efni sem mörgum hefur hitnað í hamsi yfir og flestir hafa skoðanir á. Benda margir á þá staðreynd að það sé úr samhengi við allan raunveru- leika að menn fái háar upphæðir fyrir að taka þátt í tómstundagamni — jafnvel mun hærri upphæðir en strangheiðarlegt fólk vinnur sér inn með fullri vinnu. Umræður af þess- um toga hafa átt mikið upp á pall- borðið hér á landi á síðustu misser- um. Hafa menn verið að velta fyrir sér háum upphæðum á íslenskan mælikvarða sem menn fá fyrir að leika í 1. deild í knattspyrnu og hand- bolta. Ennfremur hefur verið bent á þá staðreynd að engar af þessum greiðslum séu gefnar upp til skatts. Má því með réttu margfalda upp- hæðirnar með tiitölulega háum við- miðunarstuðli til að fá raunvirði þess sem menn fá í sinn vasa fyrir þátt- töku í íþróttum hér á landi. GERIR ATVINNUMENNSKA MENN RÍKA? Vissulega má fallast á að launa- greiðslur til leikmanna hafi t'arið úr böndunum; þetta sé jú einu sinni áhugamál sem menn eigi að sinna sér til ánægju og yndisauka en ekki gera það í auðgunarskyni fyrir sjálfa sig. Það er þó óumdeilt að gríðarlegur tími fer í íþróttaiðkanir þeirra, sem fremstir standa, og ætli menn sér að ná langtferfull vinna og íþróttaiðkun ekki fyllilega saman. Geta verður þó hér sérstaklega þess hluta sem snýr að þjálfurum liðanna; upphæðir sem þar eru í boði verða að teljast hafa farið all hressilega úr böndunum. Yfirleitt sinna menn fullri vinnu ásamt því að þjálfa og hafa jafnvel hærri tekjur af þjálfuninni (sem er skattfrjáls) en þeir hafa af reglulegri vinnu. Gera má þó ráð fyrir að aftur- Italski knattspyrnumarkvörðurinn Tacconi hefur örugglega efnast vel í at- vinnumennskunni. 6

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.